bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 339 of 423

Author:  fart [ Fri 31. Aug 2012 11:16 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

apollo wrote:
Hvernig sprautast þetta ? Er einhver spíss sem dreifir þessu? Eða gluðar bara beint inn?

Annas mjög flott hjá þér!


Þetta eru spes Jets/Nozzles (spíssar) sem brjóta vatnið upp í mjög fínan úða undir 150psi þrýstingi frá dælunni.

Einarsss wrote:
Er þetta nýjasti racesuitið lengst til hægri?

Image

:lol:

:lol2: Versti HULK búningur ever maybe??? :rofl:

Author:  fart [ Mon 17. Sep 2012 08:49 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Stutt update, ekkert merkilegt að gerast þannig séð.

Ég er búinn að vera að fikta í VANOS kerfinu til að fá meira response í það, VEMSið reportar eins og vanosið snúist ekki alveg eins snöggt og það ætti að gera.

EBAY vanosið kom og ég beið spenntur eftir full rebuild og anti-rattle pakkanum frá USA, en áttaði mig á því að ég hafði fyrir mistök valið gamla Íslenska addressu í paypal, þanngi að ég þarf að pikka þetta upp næst þegar ég kem á klakann.

Í millitíðinni prufaði ég að swappa út Selenoids úr mínu kerfi og setja þá sem voru í EBAY stykkinu. Það breytti engu, og reyndar vara neðra selenoidið í Ebay settinu bilað.

Svo rakst ég á þráð á M5 board þar sem að menn voru að benda á að olíufilterarnir á Selenoids væru frekar lélegir og myndu í raun losna upp og fara inn í Selenoids. Þess vegna væri í raun best að taka þá hreinlega í burtu, enda er secondary olíufilter á kerfinu hjá mér. Ég gerði það og skipti um O-hringi á Selenoids í leiðinni, ásamt því að þrífa þá og blása út með þrýstilofti. Með því að fara í "test mode" í VEMS get ég gert það sama og VANOS special toolið hjá BMW og leikið mér að því að opna og loka þeim eftir pöntun, þetta kom sér vel við þrifin. Eftir þetta heyrðist mun greinilegra "click" í þeim.

AF M5 Board. plastsíurnar teknir af.
Image

Svo keypti ég líka loftnippil til að setja á vanosið þannig að ég gæti testað virknina með þrýstilofti. En þá kom í ljós að kerfið heldur í raun ekki þrýstingi, Þetta mun lagast eftir full rebild.

Það er samt árangur af þessu mixi því að ég sé að vanosið er alveg super responsive í Free-Reving, líklega vegna þess að þá er snöggt pressure build up í 100BAR olíudælinni sem er drifin áfram af útgangsásnum. En svo lekur það niður aftur.



Annars er bíllinn solid, lekur engri olíu, svínvirkar alveg og sýpur Water/Methanol eins og það sé enginn morgunndagurinn. Kanski eina let-downið er að frá og með 1. Október er vetrardekkjaskylda í Lúx.

Author:  Aron Fridrik [ Thu 20. Sep 2012 20:09 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Af hverju ertu að selja ?

Author:  Fatandre [ Thu 20. Sep 2012 21:02 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

:shock:

Author:  slapi [ Thu 20. Sep 2012 22:15 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Rangur þráður?

Author:  Aron Fridrik [ Thu 20. Sep 2012 22:26 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

BMW E36 M3 GT Twin Turbo aka HULK
4 hours ago
1995 BMW M3 GT Twin Turbo, aka "the Hulk" is now unfortunately FOR SALE.

I will also consider selling the complete engine with ECU and recently installed Aquamist HFS-3. Full details about the car tomorrow.

Car is registered in Luxembourg and fully TUeV compliant. I will consider exchanging the GT for other cars or taking them as partial payment.

It is in full 100% running order, I will also supply it with a 100% rebuilt VANOS unit installed. The buyer can also select either the BBS CH or the BBS RC wheels.

The car is sold "as is" with everything included as seen on pictures and in the Performance BMW / BMW Power features.

Most parts inside the engine and bolt-ons are new or relatively new, including pistons, connecting rods, head-gasket, bearings, bolts, injectors, water pump, radiator, radiator fan clutch, oil cooler, starter motor and alternator. More details tomorrow.

Price is negotiable, requests answered at M3GTTTHULK@GMAIL.COM

Author:  ///MR HUNG [ Fri 21. Sep 2012 01:17 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Fyrir mér var þetta frekar spurning um hvenar frekar en hvort hann yrði til sölu.
Ég væri löngu búinn að henda honum eftir þetta allt saman :lol:

Author:  bimmer [ Fri 21. Sep 2012 01:45 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

:thdown:

Author:  fart [ Fri 21. Sep 2012 07:02 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

C'est la vie :wink:

Bíllinn er til sölu, en hann er ekkert að fara að seljast einn tveir og kvissbang..

Kominn tími á eitthvað annað challenge, eitthvað öðruvísi. Bíllinn hefur kennt mér margt, bæði hvað varðar vélar og skynsemi. Hann er þannig séð kominn á leiðarenda hvað breytingar varðar, mig langar ekki að breyta neinu, en á móti hef ég ekki fundið hjá mér þörfina til að fara á braut og fræsa.

Vandamálið verður að verðleggja þetta dæmi, ég mun líklega þurfa að horfa út frá total money spent vs fjöldi ára í ownership og afskrifa í takt við það.
OEM GT's eru á sambærilegu verði og fyrir 5 árum þegar ég keypti, þá borgaði ég € 14,500 fyrir minn, hefði þurft að borga €18,000 fyrri besta eintakið sem var til sölu þá. Núna sé ég að það eru tveir á mobile á 12,500 og 14,500 báðir keyrðir 200,000+ Svo er einn bjartur með 32,000 sticker verð á sínum. Þetta eru s.s. oem óbreytt með söfnunargildi. Þeir virðast því frekar hafa hækkað í verði heldur en hitt (fyrir OEM).

Minn er nokkuð góður útlitslega, mjög góður mechanically, hreint út samt bizzare hvað margir hlutir eru 100% nýjir/nýuppgerðir í bílnum.

Fyrir utan longblock með nýjum stimplum, nýlegum þrykktum stöngum o.s.frv. og € 400 heddpakningu ásamt nýrri ventlalokspakkningu þá er eftirfarandi nýtt/nýuppgert
Nýr Vatnskassi
Nýr Olíukælir
Nýuppgerður Alternator
Nýr startari
Ný vantsdæla
Nýleg tímakeðja og sleðar
Nýr kúplingsþræll
Ný viftukúpling
Nýjar vantnskassahosur
Nýlegar túrbínur
Nýjar silicone hosur og olíuaffall
Nýuppgert VANOS (mun verða það, með anti rattle upgrade)

Svo eru ný dekk, ný aðalljós, og nýr stillanlegur splitter.

Ég verð að vera raunhæfur, samt sem áður verður það töluverð upphæð, en maður hefur s.s. séð mikið breytta bíla á mobile.de á háum verðum. Til að mynda var "minn" GT til sölu lengi vel á mobile.de fyrir 49,990 (eða var það 59,990) þegar hann var með S50B32 supercharged, stórum bremsum og græjum. Reyndar má taka það fram að hann seldist ekki.

þegar ég keypti M5inn þurfti ég að taka á mig 57% afföll frá verðinu sem ég borgaði fyrir hann og það á aðeins 2.5 árum, 60% afföll frá listaverði, þannig að maður má ekkert grenja yfir því að eyða peningum í delluna. Maður græðir ekki á þessu nema kaupa t.d. McLaren F1 þegar hann kom út og sambærilegt.


Anyway.. verð fyrir svona er ekki til, ég þarf að setja eitthvað verð, finna mögulega einhvern áhugasaman og fá dónalegt gagntilboð.

Author:  Zed III [ Fri 21. Sep 2012 13:27 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Geri ráð fyrir að menn séu ekki lausir við delluna og vilji komast upp um deild. Það verður því gaman að sjá hvað verður tekið fyrir næst.

Vonandi að þú fáir sem mest fyrir dýrið.

Author:  bimmer [ Fri 21. Sep 2012 13:34 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

fart wrote:
þegar ég keypti M5inn þurfti ég að taka á mig 57% afföll frá verðinu sem ég borgaði fyrir hann og það á aðeins 2.5 árum, 60% afföll frá listaverði, þannig að maður má ekkert grenja yfir því að eyða peningum í delluna.


Svona realistically - erum við ekki að tala um svipuð afföll hér?

Author:  fart [ Fri 21. Sep 2012 13:52 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

bimmer wrote:
fart wrote:
þegar ég keypti M5inn þurfti ég að taka á mig 57% afföll frá verðinu sem ég borgaði fyrir hann og það á aðeins 2.5 árum, 60% afföll frá listaverði, þannig að maður má ekkert grenja yfir því að eyða peningum í delluna.


Svona realistically - erum við ekki að tala um svipuð afföll hér?

Jú algerlega. Enda bara fair að líta á endanlegu töluna vs fjölda ára sem ég hef átt hann þannig séð og afskrifa svo allt nýja dótið harkalega ásamt vinnunni.

Ég er búinn að setja minn á Mobile.de
Menn eiga vafalaust eftir að hafa skiptar skoðanir á sticker price. En eins og ég sagði þá er þetta ekkert auðvelt.

Auglýsingin

Hérna er samkeppnin/sambærilegt..
98 bíll með compressor, sagður 460hp á € 17,900. lítið um aðrar breytingar og því ekki sambærilegur að mínu mati.

96 bíll með compressor, sagður 446hp á € 20,900 en lítið breyttur

98 bíll sagður 540-600hp, compressor € 21,000

94 Rennwagen, 360hp € 22,000

96 M3 "GTR" líklega bara Kit, stock power € 29,950

Ágætis M3 GT 245/356, vantar reyndar spoilerinn sem kostar slatta, keyrður sama og minn € 32,500

94 "DTM Rennwagen" veit samt ekkihvort hann er orginal DTM € 39,900, frekar mikil græja!!

96 rennwagen með 400hestafla S54 € 44,500

Og svo þessi hér, sem er búinn að vera til sölu síðan áður en ég flutti út... en þá var hann á 70þús euro, M3 CSL H50 Hartge, MIKIL græja, € 49,999.

Author:  gstuning [ Fri 21. Sep 2012 14:39 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Hefði ekki mátt setja aðeins meira á hann svona í samanburði við suma af hinum sem þú listaðir?

Author:  bimmer [ Fri 21. Sep 2012 14:43 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Málið er bara að næstum allir sem eru í markhópnum horfa á verðið og
segja "ég gæti raðað þessu ódýrar saman sjálfur" enda mikið wishful
thinking í gangi þegar menn eru í project hugleiðingum.

Author:  fart [ Fri 21. Sep 2012 18:03 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 111/356 Kominn á götuna aftur :D

Það er margt einstakt við þennan bíl. Til að byrja með er þetta limited 356 edition, en þar að auki fyrsti BMW world wide með keramik bremsur. Samt sem áður er markhópurinn verulega takmarkaður.

Ég byrja á þessu, sé hvað gerist.

Page 339 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/