bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 330 of 423

Author:  bimmer [ Mon 25. Jun 2012 09:08 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

bErio wrote:
Ég held þú sért óheppnasti maður á þessu spjallborði


Þú ert nú ekki beint heppinn þessa dagana heldur!!!

Author:  BjarkiHS [ Mon 25. Jun 2012 14:04 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

fart wrote:
Samkvæmt Andreas hjá PPF er safe að nota pakninguna. Ég ætla að treysta honum í þessu, hann veit væntanlega að ég mun dúndra því á spjallborðin þegar pakningin rifnar út þarna síðarmeir.

Author:  fart [ Mon 25. Jun 2012 15:15 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

BjarkiHS wrote:
fart wrote:
Samkvæmt Andreas hjá PPF er safe að nota pakninguna. Ég ætla að treysta honum í þessu, hann veit væntanlega að ég mun dúndra því á spjallborðin þegar pakningin rifnar út þarna síðarmeir.

Freudian slip maybe :lol:

Orðin vanur að þetta springi of snemma.. :alien:

En ég sendi aftur á Andrés og hann er alveg gallharður á því að þetta sé í lagi. Er búinn að logga kvörtun hjá UPS, þannig að EF þetta springur út þarna mun ég endurvekja málið.

Author:  BjarkiHS [ Mon 25. Jun 2012 15:47 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

Þú byggir kerfið þannig að heddpakkning sé "weakest" link. Hlýtur að sprengja útí vatnsgang frekar snemma þar sem skemmdin er á frekar krúsjal stað (milli cylinder wall og vatnsgangs).

Author:  fart [ Mon 25. Jun 2012 16:48 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

BjarkiHS wrote:
Þú byggir kerfið þannig að heddpakkning sé "weakest" link. Hlýtur að sprengja útí vatnsgang frekar snemma þar sem skemmdin er á frekar krúsjal stað (milli cylinder wall og vatnsgangs).


Já, kanski ekki með það að leiðarljósi að sprenja út vatnsgang heldur frekar að ef bíllinn fer að forsprengja bensínið þá muni pakningin gefa sig fyrst allra hluta. Ég fékk frekar detailed svar frá aðal manninum í PPF, bara trúi því ekki að hann leggji orðsport sitt að veði fyrir eina pakningu. Hann veit vel (miðað við afsláttinn sem hann gaf mér) að bíllinn er ágætlega þekktur og verður enn þekktari eftir að hann kemur í Performance BMW eftir 10 daga.

Author:  fart [ Mon 25. Jun 2012 19:18 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

Heddið er komið á, og búið að herða niður fyrstu umferð 40nm (2x umferðir). Svo er bara að láta þetta taka sig overnight, og herða aftur 40nm og svo byrjar alvöru herslan.

Það er nett PITA að setja svona pakningu með lausum hringjum.. sérstaklega ef pakningin er ekki 100% slétt.

Svo er bara að vona það besta :santa: :shock:

Author:  BjarkiHS [ Mon 25. Jun 2012 19:51 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

[-o<

Author:  gstuning [ Mon 25. Jun 2012 21:11 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

fart wrote:
BjarkiHS wrote:
Þú byggir kerfið þannig að heddpakkning sé "weakest" link. Hlýtur að sprengja útí vatnsgang frekar snemma þar sem skemmdin er á frekar krúsjal stað (milli cylinder wall og vatnsgangs).


Já, kanski ekki með það að leiðarljósi að sprenja út vatnsgang heldur frekar að ef bíllinn fer að forsprengja bensínið þá muni pakningin gefa sig fyrst allra hluta. Ég fékk frekar detailed svar frá aðal manninum í PPF, bara trúi því ekki að hann leggji orðsport sitt að veði fyrir eina pakningu. Hann veit vel (miðað við afsláttinn sem hann gaf mér) að bíllinn er ágætlega þekktur og verður enn þekktari eftir að hann kemur í Performance BMW eftir 10 daga.


Svona coppar ring gasket gefur sig bara ekki neitt. Þessir hringir herðast í heddið og þetta gefur ekkert eftir

Author:  BjarkiHS [ Mon 25. Jun 2012 22:13 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

fart wrote:
Ég sendi póst á Andreas hjá PPF og hann stakk upp á Copperring Gasket sem þeir selja, fjandi dýrt en örugglega þess virði. Þá er bara spurning hvort að ég sé að setja mögulega álagið yfir á eitthvað annað. Skv. mörgum er þetta "nýjasta og besta" án þess að menn fari að fræsa úr blokkinni eða skera inn í heddið.
gstuning wrote:
Svona coppar ring gasket gefur sig bara ekki neitt. Þessir hringir herðast í heddið og þetta gefur ekkert eftir


Hvar er þá weakest point ?

Author:  gstuning [ Mon 25. Jun 2012 22:54 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

Stimplar og hedd.

Heddið frekar enn stimplar því þeir eru úr betra efni. Þar kemur vatns innspýtting inn. Heldur lofthitanum niðri og færir hættu mörkin lengra í burtu.

Þegar var tekið Autobahn runn þá var verið að pulla hellings kveikju frá kveikju sem var sjálf nokkrum gráðum því hættumörkum.
Það hefði verið alveg best að hafa log frá slaufunni til að fara yfir þegar þetta kom fyrir. Ég læt VEMSið pulla 2gráður umfram flest möp sem ég sé í vinnunni (þúsundir ofan á þúsundir) við 60°C t.d, Þetta færir aflið á cirka sama stað og þegar bílinn kom til mín fyrst í fyrra þar sem að Sveinn var einnig að pulla hellings kveikju.

Author:  fart [ Tue 26. Jun 2012 05:26 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

Ástæða þess að þetta fór er mjög líklega ranglega tímaðir ásar í viðgerðinni í Maí sem var gerð á verkstæði.

Ásanir voru á tíma eftir að sveifarásinn var komin framhjá TDC merkinu, og það alveg slatta. Vemsið var að reporta Trigger errors.

Nú þurfa sérfræðingarnir bara að segja mér hvað gerist þegar ásunum er seinkað svona mikið, getur það valdið hærri EGT og IAT (púst og inntakshita) því að vélbúnaðurinn hefur fengið að finna fyrir því svona svakalega áður, t.a.m. Á Spa 2009.

Varðandi weakest link þá er þeirri speki fórnað aðeins, en samt mun heddið væntanlega lyftast ef eitthvað slæmt gerist. Í þetta skiptið hefði mótorinn líklega liifað góðu lífi með sterkari pakningu.

Þar að auki ætla ég að kaupa Aquamist hfs3 sem er progressive water injection, og mun úða inn vatni (kanski 50/50 vatni og methanoli) þannig að knock ætti að vera alveg úr myndinni.

Author:  gstuning [ Tue 26. Jun 2012 08:43 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

Þegar inntaks ás er seinkað þá verður almennt betri lausagangur og top end, enn þetta er allt spurning um hversu mikið ás hefur verið flýtt, sumar vélar fara alveg í keng við 5° enn aðrar eru frekar neutral fyrir þessu. þetta mun ekki hafa áhrif á inntaks hitann né pústhitann í raun. Non boost aðstæðum þá færist kúrvan ofar snúningsbandið.

þegar pústás er seinkað þá verður seinna boost threshold, kannski erfitt að mæla í þínum þar sem að þær eru svo littlar og vélin dugleg að koma þeim af stað.
pústhitinn fer niður því gasið er geymt lengur í vélinni. Engin áhrif á inntaks hita.

Hár mældur lofthiti stemmir af tvennu . Heatsoak í skynjara, þ.e frá því að sitja lengi og frá rörinu sem hann er festur í. Compressor nýtni og intercooler nýtni er ekki góð og við þjöppun þá fer hitinn upp.

Hár pústhiti kemur frá fjórum hlutum. Mikið af afgasi hefur verið brennt við réttar aðstæður (load og snúningar) . Kveikja er mjög sein miðað við aðstæður . pústás er mjög flýttur . Mixtúran er lean miðað við aðstæður.

Author:  fart [ Tue 26. Jun 2012 09:24 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

Þannig að það er ekki hægt að kenna röngu tíma á ásunum um að heddpakningin hafi farið?

Eins og ég sagði þá hefur þetta setup þolað helvítis hasar áður (sami vélbúnaður) við svipað top end afl, án þess að hitna eins (ekki vitað) allavega hefur það ekki haft áhrif því að bíllinn hefur keyrt vel á eftir (SPA2009 t.d).
Og þá meira að segja með verri stimpla og 2.25" rör í stað 3" núna. Reyndar var MLS pakning þá og mögulega hefur hún þolað hita betur.

Þá kemur fátt til greina sem gæti valdið því að pakningin springi út.

1. mögulega "of sein kvekja?" sem veldur detonation? eða er ég komin í öfuga átt þar :?
2. ekki nægjanleg hersla á heddinu, og mögulegt head-lift, því að það sást brennt á milli nánst allra cylindra. ARP2000 eiga ekki að togna, nema við eitthvað mjög alvarlegt.
3. léleg gæði á heddpakningu almennt, þolir ekki svona mikið álag, það er langvarandi EGT 800+°C, enda sá ég að á 4 cylinder var hringurinn splittaður í miðjunni.
4. Mögulega var Pústásnum haldið svo lengi lokuðum (seinkað svo mikið) að hitinn í cylindernum varð til þess að skemma pakninguna? Það gæti útskýrt af hverju cylinder veggirnir úttaksmegin voru mjög svartir, sem og stimplarnir, og mögulega útskýrt af hverju það var brunnið á milli næstum allra cylindra.

Author:  Einarsss [ Tue 26. Jun 2012 09:29 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

Varstu ekki að tala líka um að hafa fengið lélegt bensín?

Author:  fart [ Tue 26. Jun 2012 09:35 ]
Post subject:  Re: 1995 M3 GT 111/356 Cooperringpakning og water injection

Einarsss wrote:
Varstu ekki að tala líka um að hafa fengið lélegt bensín?


Það var bara pure speculation, ég var bara að reyna að greina það sem gerðist stuttu áður en pakningin fór.

Þetta var allavega áður en ég áttaði mig á því að ásarnir voru á bandvitlausum tíma. Mér fannst grunsamlegt hvað hann sprakk fljótlega eftir að hafa tankað upp.

Líklegri skýring er hreinlega að pakningin hafi ekki þolað álagið í Autobahn rönninu áður, eftir að hún kólnaði síðan hafi málmunrinn skroppið aftur saman og síðan við næsta heat cycle hafi hún farið.

MÖGULEGA virkuðu rangt tímaðir ásar og "lelegt" bensín svona saman... en ég hef ekkert reynt og mun ekki reyna að greina bensínið eitthvað. Það væri gaman ef það væri hægt að kaupa octan mæli :D

Page 330 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/