bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 328 of 423

Author:  iar [ Mon 18. Jun 2012 23:23 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

bjahja wrote:
Ég held að það sé alveg kominn tími á þetta


Fær hann þá kassa af bjór? :alien:

Sorry! Gaaat ekki sleppt þessu! :lol:

Author:  gstuning [ Mon 18. Jun 2012 23:25 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

iar wrote:
bjahja wrote:
Ég held að það sé alveg kominn tími á þetta


Fær hann þá kassa af bjór? :alien:

Sorry! Gaaat ekki sleppt þessu! :lol:


Samt nú alveg rétt hjá þér :)

Einhver skuldar einhverjum bjórkassa

Author:  bimmer [ Mon 18. Jun 2012 23:58 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

Hvað segir þú Gunni - er 850°C EGT ekki helvíti hátt þegar
við erum að tala um sustained run?

Author:  gstuning [ Tue 19. Jun 2012 00:26 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

Nei, ég myndi kalla það bara ágætt fyrir kerfið að halda þessu svona "neðarlega" með allann þennan bakþrýsting.

Tölvan er svo einnig að pulla kveikju útaf þokkalegum lofthita, það veldur hærri pústhita enn minni cylinder þrýsting í staðinn.

Author:  Angelic0- [ Tue 19. Jun 2012 00:33 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

hmm, er Diesel afgas ekki alveg yfirleitt kaldara en bensín afgas... eða er ég að rugla ?

Author:  bimmer [ Tue 19. Jun 2012 00:51 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

gstuning wrote:
Nei, ég myndi kalla það bara ágætt fyrir kerfið að halda þessu svona "neðarlega" með allann þennan bakþrýsting.

Tölvan er svo einnig að pulla kveikju útaf þokkalegum lofthita, það veldur hærri pústhita enn minni cylinder þrýsting í staðinn.


Ok, við hvaða hita ættu menn að fara að stressast?

Author:  x5power [ Tue 19. Jun 2012 01:42 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

þegar einhver kallar, ELDUR,ELDUR! :lol:

Author:  fart [ Tue 19. Jun 2012 05:54 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

LSX swap myndi aldrei ganga í gölulöglegum bíl hérna. Fengi aldrei TUV á það.

Auðvitað má svekkja sig endalaust á því að hafa ekki bara swappað S85 strax í bílinn, en úr því sem komið er verður það ekki gert.

Það að heddpakningin hafi farið er eiginlega eins og ég planaði buildið (þannig séð), því að ég notaði viljandi "OEM" pakningu til að hafa hana sem veika hlekkinn ef eitthvað óeðlilegt myndi gerast inni í mótornum. Nú á það eftir að koma í ljós hvað gerðist nákvæmlega, hvort að það var knock eða hvað annað sem olli þessu. Mögulega "gerðist" ekkert heldur var pakningin bara búin að fá nógu marga heat cycles. Það er náttúrulega búið að tjúna á Dyno, og svo taka helvíti mörg rönn á síðustu 6 mánuðum. Autobahn runnið er alveg textbook engine killer rönn.

Ef pakningin einfaldlega gafst upp þá kenni ég lélegum gæðum Ajusa um, þar sem að Elring pakningin sem ég setti í haustið 2010 stóð af sér blokk/hedd/stimpla þegar mótorinn sprakk Feb 2011.

Ég er í stökustu vandræðum með að ákveða framhaldið. Möguleikarnir eru nokkrir.

Enn hallast ég helst að því að nota OEM Elring pakningu, og herða hana vel niður (140nm haustið 2010). Þetta er by far ódýrasti kosturinn, og sá sem að sá Ofmetni hallast helst að. Þess má geta að Pyramid ring pakningarnar frá PPF eru byggðar á Elring pakningu.

Ég sendi póst á Andreas hjá PPF og hann stakk upp á Copperring Gasket sem þeir selja, fjandi dýrt en örugglega þess virði. Þá er bara spurning hvort að ég sé að setja mögulega álagið yfir á eitthvað annað. Skv. mögurgum er þetta "nýjasta og besta" án þess að menn fari að fræsa úr blokkinni eða skera inn í heddið.

Svo er til eitthvað sem heitir Cut-Ring gasket og kemur frá CES í USA. Þetta er í raun pakning þar sem að hringirnir eru með 3 raufum sem skerast inn í heddið þegar hert er niður. Það á að koma í veg fyrir að pakningin fari ef það er smá knock/head lift. Þetta er sama hugmynd og Pyramid ring dæmið, nema það er ekki fræst úr blokkinni.

Author:  bimmer [ Tue 19. Jun 2012 08:24 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

x5power wrote:
þegar einhver kallar, ELDUR,ELDUR! :lol:


Klárlega!!!

En spurning um næsta stig fyrir neðan!

Author:  JonFreyr [ Tue 19. Jun 2012 08:31 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

Ég myndi persónulega ekki færa "veikasta hlekkinn". Heddpakkning kostar ekki formúgu og þó það sé hundleiðinlegt að þetta gefi sig annað slagið þá er það ódýrasti kosturinn. En hvort að þessi pakkning hafi verið komin á tíma er svo annað mál. En eins og þú segir þá er búið að ganga á ýmsu eftir samsetningu og kannski voru gæði þessarar pakkningar eitthvað undir norminu.

Author:  fart [ Tue 19. Jun 2012 09:22 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

Ég er samt að hallast að PPF Copperring pakningunni.. ef ég fæ hana á sæmilegu verði :wink: Það hefur ákveðna kosti að vera búinn að koma bílnum á "kortið" með þessum blaðagreinum.

Copperring er rúmlega 2x dýrari en Elring pakningin, en eftir því sem þeir segja þá er þetta "ultimate" nema þú viljir fara að fræsa úr blokkinni eða heddinu. Þar sem að mig grunar að þarna hafi léleg gæði pakningarinnar ráðið úrslitum, s.s. að hún hafi bara ekki þolað álagið, þá get ég ímyndað mér að tjúnið sé í lagi og því ekki hætta á að sprengja eitthvað út.

Það er óþegileg tilfinning að fara á braut vitandi það að pakningin sé mögulega ekki nógu sterk til að þola svona álag, ég meina að ekkert óeðlilegt gerist heldur bara normal álag.

Það sem er ánægjulegt að sjá er að vatnið helst í cylinder 5 eftir 3 daga þar, það þýðir allavega að hringir og annað sé í lagi, s.s. engin frekari skaði. Einnig drap ég á mótornum, s.s. hann dó ekki sjálfur.

Ef ég ætla að byrja að speculate-a þá er líka möguleiki að heddið sé sprungið..... :lol: en ég ætla að bíða með þannig pælingar.

Author:  fart [ Tue 19. Jun 2012 16:29 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

Tók í gikkinn og smellti mér á þessa PPF pakningu, fékk ágætis díl.

Er búinn að rífa aðeins meira.

Tæmdi olíuna of mótornum og það komu fyrst örugglega 2 lítrar af kælivatni áður en olían fór að leka út. Merkilegt þó að olían virtist ekkert hafa blandast, s.s. engin hvítbrún rjómadrulla. Það hlýtur að vera gott.

Grunar að ég hafi síðan fundið síðasta olíulekan, en öndunarslanga á pönnunni var með lausa hosuklemmu, nema kvarðinn sé sjálfur að leka með O-hring.

Anyway.. tókst að skemma mjög mikilvægan hlut. Endinn á öxlinum á Vanos gírnum er þannig að maður setur skrall á endann 4mm til að halda honum föstum og leystir svo með 6mm lykli (ef ég man rétt). Well.. endinn brotnaði af, og nú er ekki hægt að ná rónni af sem heldur öxlinum föstum í Vanos húsinu. Ég þarf því að reyna að ná Vanosinu af án þess að taka þennan öxul úr. Skv. Realoem kostar öxullinn þúsund dollara. :bawl: Þannig að ef þetta gengur ekki verð ég bara að source-a bilað vanos til að nýta gírinn úr.

Author:  fart [ Tue 19. Jun 2012 19:05 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

Vanosið komið af og ásarnir úr :thup:

Btw... Fannst ásarnir vera örlítið off

Author:  siggir [ Wed 20. Jun 2012 00:57 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

fart wrote:
Tæmdi olíuna of mótornum og það komu fyrst örugglega 2 lítrar af kælivatni áður en olían fór að leka út. Merkilegt þó að olían virtist ekkert hafa blandast, s.s. engin hvítbrún rjómadrulla. Það hlýtur að vera gott.


Olía og vatn eru fljót að skiljast að þegar blandan fær að standa. Tveir lítrar af vatni saman við 4-5 lítra af olíu hljómar ekkert voðalega vel :?

Author:  fart [ Wed 20. Jun 2012 05:18 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt Heddpakningin búin .. vonandi ekkert me

Ég drap á bílnum uþb 10 sek eftir að hann fór að reykja, spurning hvort að kælivatnið hafði eftir það greiðan aðgang niður í pönnu.

Ég er allavega að vona að heddið sé ok, kemur í ljós í dag.

Page 328 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/