bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 297 of 423

Author:  Einarsss [ Wed 11. Jan 2012 17:29 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt

Maður væri nú alveg vel til í að fljúga út og finna powerið 8)

Author:  fart [ Wed 11. Jan 2012 17:55 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt

Mögulega fyrsti track dagurinn í lok Mars, circuit de Chambley sem er rétt fyrir utan Metz eða í uþb 40 mínútna fjarlægð :thup:

Þetta er á vegum super lap battle (http://www.superlapbattle.lu) sem er time attack series. Sniðugt format.

Hérna er brautin, vel tight, flottur akstur á Ariel Atom


Ég gæti svo keppt í opnum flokki :)

Author:  fart [ Sat 14. Jan 2012 12:07 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

Ég ætlaði að prufa að lækka aðeins að en er í helvítis veseni með coiloverana. Þetta er búið að vera í hæstu stillingu að framan síðan basically 2007 og efri róin (sú stærri) er alveg pikk föst. Sú neðri var nokkuð föst, en losnað síðan eftir að ég setti vírbursta á gengjurnar og WD40.

Mig grunar að efri róin sé skrúfuð alveg upp í botn.


Að aftan er síðan annað vandamál, þar á maður að nota hex10 lykil, en það er ónýtt farþegamegin.. :thdown:

Author:  apollo [ Sat 14. Jan 2012 12:58 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

áttu ekkert tól á þetta eða stóra rörtöng ?

Getur verið alveg drep ef það festist í þessu, ég reyni alltaf að passa mig á því að þrífa þetta regluglega.

Author:  JonFreyr [ Sat 14. Jan 2012 13:58 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

Það er svo mikið pain að nota þetta dót ef maður þrífur þetta ekki reglulega. Helst að smyrja þetta inn í Mastinox eða eitthvað álíka krabbameinsvaldandi sull svo þetta sé nothæft. Lenti í þessu með rauðan WRX sem ég átti, var tómt vesen að lækka og endaði með skemmdum lásbolta með svona HEX munstri. Því var svo reddað með WiseGrip og ofbeldi. Endilega ef þú kemur þeim bolta úr að skipta honum út og smyrja vel með Copperslip eða líku.

Ef sá efri er skrúfaður í botn þá gæti hann verið brjóstspenntur ef gengjurnar ná ekki alveg í gegnum fóðringuna.

Author:  fart [ Sat 14. Jan 2012 14:15 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

JonFreyr wrote:
Það er svo mikið pain að nota þetta dót ef maður þrífur þetta ekki reglulega. Helst að smyrja þetta inn í Mastinox eða eitthvað álíka krabbameinsvaldandi sull svo þetta sé nothæft. Lenti í þessu með rauðan WRX sem ég átti, var tómt vesen að lækka og endaði með skemmdum lásbolta með svona HEX munstri. Því var svo reddað með WiseGrip og ofbeldi. Endilega ef þú kemur þeim bolta úr að skipta honum út og smyrja vel með Copperslip eða líku.

Ef sá efri er skrúfaður í botn þá gæti hann verið brjóstspenntur ef gengjurnar ná ekki alveg í gegnum fóðringuna.

Að aftan var ég að velta fyrir mér að setja slípurokkinn á þetta og búa til tvo slétta fleti á móti hvorum öðrum til að búa til gripfleti fyrir röratong eða wisegrip.

Að framan grunar mig að þetta sé massa hert upp, lykillinn frá H&R nær engu alvöru átaki, kanski þarf ég bara stóra rörtöng....

Ég er ekki að fara að slamma eitthvað, kanski 1cm að framan ( er hægt að fara heila 4.5cm sýnist mér) og svo kanski 5mm - 1cm að aftan.

Fékk smá innblástur frá þessum BTCC myndböndum sem Þórður póstaði :alien:

Author:  gardara [ Sat 14. Jan 2012 20:03 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

PSS9 coiloverarnir sem ég á voru alveg pikkfastir þegar ég fékk þá, get sagt þér að röratöngin er algerlega málið á þetta... Henda svo koppafeiti á draslið og það helst smurt næstu árin

Author:  fart [ Sun 15. Jan 2012 08:34 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

Eina sem vantar er röratöngin :|

Author:  gardara [ Sun 15. Jan 2012 08:39 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

Pantar bara pípara heim til þín og rífur svo af honum töngina þegar hann mætir á svæðið :lol:

Author:  fart [ Sun 15. Jan 2012 08:41 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

gardara wrote:
Pantar bara pípara heim til þín og rífur svo af honum töngina þegar hann mætir á svæðið :lol:

Hehe.. Eða kaupi röratöng :thup:

Author:  JonFreyr [ Sun 15. Jan 2012 10:20 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

Miðað við það sem ég hef séð í þessum þræði þá eru verkfærakaup stórhættuleg í þínu tilfelli. Þú kaupir röratöng og svo líða nokkrar vikur þangað til þú ert búinn að skipta út ofnum og vatnslögnum í húsinu :lol:

Author:  fart [ Sun 15. Jan 2012 10:47 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

JonFreyr wrote:
Miðað við það sem ég hef séð í þessum þræði þá eru verkfærakaup stórhættuleg í þínu tilfelli. Þú kaupir röratöng og svo líða nokkrar vikur þangað til þú ert búinn að skipta út ofnum og vatnslögnum í húsinu :lol:


Hehehe...

Eina sem stendur í vegi fyrir röratangarkaupum er að búðir eru lokaðar í dag... :argh: En þetta er samt eitt af þeim verkfærum sem mig langar EKKERT í .. takmarkað notagildi.

Author:  HaffiG [ Sun 15. Jan 2012 12:01 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

fart wrote:
En þetta er samt eitt af þeim verkfærum sem mig langar EKKERT í .. takmarkað notagildi.

Samt ekki, það er mjög gott að eiga röratöng í skúrnum einmitt til að losa einhverja svona leiðinlega stóra fasta hluti. :thup:

Author:  JonFreyr [ Sun 15. Jan 2012 12:37 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

Vinsælt hjá handrukkurum og pípurum.

Author:  fart [ Sun 15. Jan 2012 12:55 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt -smá coiloverbögg- bls 297

JonFreyr wrote:
Vinsælt hjá handrukkurum og pípurum.

Ég er hvorugt :lol:

Best væri að fá þetta lánað,

Annars sýnst mér ég ekki þurfa röratöng. Hamaðist aðeins á þessu farþegamegin og get núna hreyft stærri rónna (efri) ef ég lem á lykilinn með sleggju.

En það er verra í gangi bílstjóramegin...... svo virðist sem að ég hafi skrúfað þetta svo mikið upp á sínum tíma að stóra róin er farin út úr gengjunum og svona 5mm upp á demparann! Og er alveg pikkföst þar.

Ég bleytti þetta vel í WD40, skrúfaði svo litlu aðeins niður, og ætla að sjá hvort að ég get komið þessu niður með gravity+M3 samblandi, þ.e. keyra bara bílinn og sjá hvort að þetta poppar ekki niður.

Page 297 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/