bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 287 of 423

Author:  gunnar [ Wed 28. Dec 2011 23:07 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

Sælinú,

Ég er kominn með svo mikinn skúrakláða eftir að hafa verið að lesa póstana hjá þér að ég held að helgin fari öll í skúrinn svei mér þá.

Alvöru dugnaður þarna á bæ.

Author:  fart [ Thu 29. Dec 2011 17:42 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Kúplingsfokk-

FOKKINGS kúpling og kúplingsþræll...

Þegar ég tók mótorinn úr gerði ég kanski þau mistök að aftengja þrælinn í stað þess að taka hann úr í heilu lagi. Þá flæddi alveg vökvi úr pípunni. Núna er ég að skipta um þræl og það kemur enginn vökvi. Ég er búinn að setja vacume pumpu á þetta og ekkert kemur, og gravity er ekki að gera neitt heldur. Það er nóg af vökva í forðabúrinu en ekkert lekur niður.

Ég hringdi í Bjarka Mastermekka og hann sagði mér að nota þrælinn til að pumpa vökva niður, ég er búinn að prufa það en það kemur bara ekkert!!

Hvað er ég að gera vitlaust.


Fyrir utan það þá er bíllinn tilbúinn. Rauk í gang í fyrsta starti, engir vökvar að leka og allt eins og best verður á kosið! Nýja Supersprint pústið kemur vel út, en ég verð að segja að OEM hvarfinn verður ekki lengi í.. það er massa þrenging í honum þar sem hann kemur saman við downpipes. Ummálið er í raun ekki nema 45mm max :thdown:

Author:  slapi [ Thu 29. Dec 2011 17:58 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

Í þessari röð.

1. Er nægur vökvi
2. Opna fyrir lofttappann.
3. Stíga á kúplingspetallann.
4. Loka lofttappanum.
5. Draga petallann uppúr gólfinu.

Endurtaka þetta nokkrum sinnum og þá er hægt að pumpa hann upp og lofttæma venjulega.

Author:  fart [ Thu 29. Dec 2011 18:06 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

slapi wrote:
Í þessari röð.

1. Er nægur vökvi
2. Opna fyrir lofttappann.
3. Stíga á kúplingspetallann.
4. Loka lofttappanum.
5. Draga petallann uppúr gólfinu.

Endurtaka þetta nokkrum sinnum og þá er hægt að pumpa hann upp og lofttæma venjulega.

Forðabúrið fyrir bremsuvökvann er næstum fullt... nema það sé sér forðabúr fyrir kúplinguna :oops:

hmmm... þegar maður stígur á pedalann fer væntanlega pinninn úr úr slave.. þannig að ég á að ýta honum inn... opna ventilinn og svo koll af kolli?

Author:  fart [ Thu 29. Dec 2011 18:19 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

Komið.... :oops:

Svo virðist sem að forðabúrið sé tvískipt en með sömu áfylliingu. Maður þarf að barmafylla til að setja vökva í kúplingsforðabúrið...

Anyway,,,, Þá er bara að henda þrælnum í og fara út að keyra :santa:

Author:  slapi [ Thu 29. Dec 2011 18:21 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

Þú þarft að vera með slave-inn fastann ef þú ætlar að gera þetta svona annars poppar hann í sundur.
Opna , stíga , loka , tosa....... hljómar eins og léleg klámmynd

Author:  slapi [ Thu 29. Dec 2011 18:21 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

hehe , góður :clap:

Author:  bimmer [ Thu 29. Dec 2011 19:08 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

Spólvideo á þessu ári???? :mrgreen:

Author:  Einarsss [ Thu 29. Dec 2011 19:28 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

:thup:

LIKE á spólvideo á þessu ári!

Author:  fart [ Thu 29. Dec 2011 19:32 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

bimmer wrote:
Spólvideo á þessu ári???? :mrgreen:


Haha,,,, tæpt verður það :)

Það sem er eftir er:
Festa kúplingsþrælinn
Lofttæma kælikerfið
Setja aðalljósið farþegamegin, pantaði nýtt gler, og ljósastilla.
Skrúfa vinstra framdekkið undir
Tjakka niður....

Ef ljósið kemur á morgun næst þetta.

Annars grunar mig að bíllinn sé vel "down on power" með orginal hvarfana.. En ég tek þá úr aftur fyrstu helgina í janúar ef ég fæ skoðun 4. Jan

Vökvastýrið lekur aðeins sýnist mér, ekki á banjo bolta heldur á einni oem slöngunni, sem er bara dýr, þannig að ég þarf hugsanlega að láta búa hana til eða laga mína.

Aðrir vökvar leka ekki :)

Author:  JonFreyr [ Thu 29. Dec 2011 19:54 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

Catch-Can á vökvastýrið og gefa skít í lekann !

Líst vel á að fjarlægja hvarfann ef hann er að skapa mikla mótstöðu, var bíllinn tjúnaður með hvarfann á sínum stað?

Author:  fart [ Thu 29. Dec 2011 21:25 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

JonFreyr wrote:
Catch-Can á vökvastýrið og gefa skít í lekann !

Líst vel á að fjarlægja hvarfann ef hann er að skapa mikla mótstöðu, var bíllinn tjúnaður með hvarfann á sínum stað?


Tjúnaður án hvarfa, en ég þarf að hafa þá í 4. Janúar (skoðun). Ég ætlaði að runna þá full time en eftir að ég skoðaði hvernig þeir eru þá varð ég fráhverfur þeirri hugmynd.

Fatta ekki pointið með þessum þrengingum :thdown: , en svona líta þær út að utan, en að innan er heavy þykk suða! þar sem að þetta er soðið saman að innan. Það væri líklega vel hægt að modda þetta,, setja 2.5" á endana og rétta flangsa... en ég nota bara De-Catið.
Image

Author:  BirkirB [ Thu 29. Dec 2011 21:44 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

Ég væri sennilega löngu búinn að keyra þenna bíl í pressu ef ég ætti hann... Vel gert!

En læturu ekki bara breyta þessu þannig að þú sért með hvarfa sem eru ekki svona þröngir? Eða má kannski ekki nota hvaða hvarfa sem er þarna?

Author:  fart [ Thu 29. Dec 2011 22:03 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

BirkirB wrote:
Ég væri sennilega löngu búinn að keyra þenna bíl í pressu ef ég ætti hann... Vel gert!

En læturu ekki bara breyta þessu þannig að þú sért með hvarfa sem eru ekki svona þröngir? Eða má kannski ekki nota hvaða hvarfa sem er þarna?

Bara orginalið gengur. Hef ekki enn séð aftermarket sem er TUV approved

Author:  bimmer [ Thu 29. Dec 2011 22:23 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -næstum tilbúinn!-

Hlýtur að vera í lagi að fixa endana á þessu.

Page 287 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/