bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 284 of 423

Author:  fart [ Thu 22. Dec 2011 17:02 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

Glæran komin á. 3 umferðir, ætti að duga. Setti líka Litamiðann og custom miðann. Litamiðinn fæst ekki keyptur hjá BMW fyrir 312 BRG enda svo fáir bílar.

Image

Image

Image

Image

Image

Flashið á myndavélinni er ekki að gera mér neina greiða, þetta lítur annaðhvort mun betur eða mun verr út eftir því hvar það kemur á partinn. Sumstaðar virðist vanta málningu en það er ekki, annarstaðar virðist þetta vera mega kornað.

Ég er allavega sáttur með frumraunina :thup:

Author:  srr [ Thu 22. Dec 2011 17:05 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

Made by: BMW / Sveinn Helgason

8) 8)

Flott hjá þér að græja þetta bara sjálfur :thup:

Author:  fart [ Thu 22. Dec 2011 17:10 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

srr wrote:
Made by: BMW / Sveinn Helgason

8) 8)

Flott hjá þér að græja þetta bara sjálfur :thup:


Thanks, þetta er lúmskt gaman en líka pirrandi þegar maður verður of ákafur og setur of mikið af málningu og það fer að leka... Gefur þessu samt endalaust gildi að standa í þessu sjálfur. Konan er btw mjööööööög skilningsrík.

Mótorinn er líklega að fara aftur í á Þriðjudag, tveir illa spenntir Lúxarar sem vilja mæta og hjálpa. Eiga báðir E36, annar M3 og hinn brautarpreppaðan 325i.

Author:  srr [ Thu 22. Dec 2011 17:15 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

fart wrote:
srr wrote:
Made by: BMW / Sveinn Helgason

8) 8)

Flott hjá þér að græja þetta bara sjálfur :thup:


Thanks, þetta er lúmskt gaman en líka pirrandi þegar maður verður of ákafur og setur of mikið af málningu og það fer að leka... Gefur þessu samt endalaust gildi að standa í þessu sjálfur. Konan er btw mjööööööög skilningsrík.

Mótorinn er líklega að fara aftur í á Þriðjudag, tveir illa spenntir Lúxarar sem vilja mæta og hjálpa. Eiga báðir E36, annar M3 og hinn brautarpreppaðan 325i.

Ég er einnig svona heppinn,,,,,að eiga skilningsríka eiginkonu :thup:
Ekki hægt að standa í svona þegar það er ekki til staðar, annars væri maður bara einstæður skúrakall.

Author:  saemi [ Thu 22. Dec 2011 18:37 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

Sko kjellinn.

Bara búinn að græja og gera strax. Greinilegt að bíllinn hefur ekki verið í skúrnum lengi, þú ert bara þar 24/7 :P

Author:  ///MR HUNG [ Thu 22. Dec 2011 18:39 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

Allt annað að sjá þetta :thup:

Author:  fart [ Thu 22. Dec 2011 18:41 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

///MR HUNG wrote:
Allt annað að sjá þetta :thup:

MUN skárra, engan vegin Pro samt

saemi wrote:
Sko kjellinn.

Bara búinn að græja og gera strax. Greinilegt að bíllinn hefur ekki verið í skúrnum lengi, þú ert bara þar 24/7 :P

Ég hef aldrei getað setið kyrr ef það er verkefni sem bíður :alien: nett ofvirkur.

Mótorinn er klár,

Allar smellur og slíkt klárar

Á eftir að setja short shifterinn í, það er auðvelt þar sem að gírkassinn er á gólfinu.

Svo er bara spurnin um að vefja eða ekki vefja downpipes.

Polisha upp málninguna og bóna svo.

Þá er hann klár fyrir 2012

Author:  saemi [ Thu 22. Dec 2011 18:45 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

fart wrote:

Þá er hann klár fyrir 2012


Abbbabbbaabbbbb.

Ekki vanmeta Murphy........................................

Ekki það að ég sé að draga úr þér, en það kemur eitthvað smotterí upp :santa:

Author:  ///MR HUNG [ Thu 22. Dec 2011 18:47 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

Þú pælir ekki mikið í paintjobinu þegar allt er komið ofaní húddið.

Author:  fart [ Thu 22. Dec 2011 19:32 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

Já það sést ekki mikið af málningu þegar gumsið er komið ofaní.

Annars fór ég niður áðan og þetta var enn blautt.... Sticky.

Author:  fart [ Thu 22. Dec 2011 19:35 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

saemi wrote:
fart wrote:

Þá er hann klár fyrir 2012


Abbbabbbaabbbbb.

Ekki vanmeta Murphy........................................

Ekki það að ég sé að draga úr þér, en það kemur eitthvað smotterí upp :santa:


Það er alveg POTTÞÉTT Sæmi

Author:  fart [ Fri 23. Dec 2011 08:33 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

Smá klúður, blandaði glæru og herðir í vitlausum hlutföllum þannig að þetta mun taka einhverja daga að þorna :thdown: live and learn... eða skrifa niður leiðbeiningarnar úr búðinni. Það var 2:1 en ég gerði 1:2.

Smellti shortshifternum í , tók enga stund enda kom hann á bracketinu. Þetta er s.s. Z3 shifter (OEM) og það muntar töluvert á kastinu.
Image

Eina sem ég get í gert núna er að bíða eftir að glæran þorni, já og smella aftara manifoldinu á mótorinn. Þá er í raun bara install.

S.s. chill, jólabjór, hangikjöt, hamborgarhryggur o.s.frv.

Author:  gmg [ Fri 23. Dec 2011 11:41 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

fart wrote:
///MR HUNG wrote:
Poly í hjólabúnaði og Poly í mótor......Ekki allir svona vel græjaðir 8)

Haha, gott að einhverjum er skemmt, en þetta lítur bara illa út...

Ef ég lít framhjá klúðrinu með að setja olíuöndunina í hringrás, sprengja út ventlalokspakkninguna og ausa olíu yfir mótorinn, turbos, downpipesvafningana, gírkassann og botninn þá er langt frá því að bíllinn hafi verið tilbúinn og þess heldur í betra standi en hann var.

Tvær pakningar vantaði á aftari bínuna sem var bara aðgengilegt ef mótorinn fer úr.. Óafsakanlegt með öllu að mínu mati að setja mótorinn í á sínum tíma án þessara pakninga.
Gamlir o-hringir á inntakinu og einn vantaði þannig að það lak greinilega boost þar.
Pústið laust undir bílnum, bæði gúmíin sem halda miðjunni rifin
5-6 boltar forskrúfaðir á ventlalokinu
Ristin yfir miðstöðinni mölbrotin
Hlerinn á kassettutækinu brotinn (wtf is up with that)
Ótrúlega mikið af pakningakítti utaná mótornum
Þessi brúna drulla á blokkinni, já og málningin farin að flagna all svakalega af..
Ein felga illa köntuð
Og svo verkfærasettið tómt, en Gunni ætlar að senda mér það.
Fyrir utan það að bíllinn var tiltölulega nýmálaður að framan og í frekar góðu útlitsstandi þar, en er nú massa rispaður Á frambrettum, húddi, grilli og framatuðaranum.


Þetta er ömurlegt að lesa, bíllinn búinn að vera hjá manninum síðan í maí og fá hann svo svona til baka :thdown:

En þú færð stóran PLÚS fyrir þrautsegju og báráttu Sveinn :thup: , hann verður mega góður þegar að þú ert búinn !

Og gleðilega hátíð !

Author:  fart [ Fri 23. Dec 2011 15:11 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

Takk fyrir það Gunni :thup:

Reyndar fór hann til UK 29. Janúar .. og dó 26. Febrúar.

En nóg um það, glæran er orðin þur og því hægt að gluða yfir 2 glærur áður en maður veður í hangikjötið :thup:

Gufuhreinsigræjan dottin í hús sem og ýmisst smádót.

Author:  íbbi_ [ Fri 23. Dec 2011 15:19 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mála vélarsal og fleira....-

gaman að fylgjast með þessu hjá þér, nema náttúrulega öllum hrakföllunum sem þú hefur orðið fyrir með þetta, ég held að ég sitji á mér bara með að lýsa því hvað mér er farið að finnast um þau mál..

en þú færð stóran plús fyrir þrautsegjuna... og jafnaðargeðið

Page 284 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/