bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 257 of 423

Author:  fart [ Thu 06. Oct 2011 18:51 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -update... please!-

Ekkert nýtt en vonandi fréttir eftir þessa helgi :thup:

Author:  fart [ Sat 08. Oct 2011 11:45 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -update... please!-

Gunni var í vinnuferð frá Fimmtudegi fram á Föstudag. Hann sagðist ætla að reyna að vinna í bílnum í dag og á morgun. Vonandi klára mótorinn 100% fyrir ísetningu.

Það veðrur ólýsanleg tilfinning að sjá mótorinn aftur í!

Author:  bimmer [ Sat 08. Oct 2011 16:40 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -update... please!-

Jólagjöfin í ár!

Author:  IngóJP [ Sat 08. Oct 2011 21:35 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -update... please!-

bimmer wrote:
Jólagjöfin í ár!


:lol:

Author:  bimmer [ Sun 09. Oct 2011 03:57 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -update... please!-

IngóJP wrote:
bimmer wrote:
Jólagjöfin í ár!


:lol:


Samt alvara á bak við þetta.

Nú þarf að gera bílinn solid og það verður ekki gert
á handahlaupum. Frekar taka aðeins meiri tíma og
gera þetta 101%.

Author:  fart [ Sun 09. Oct 2011 06:19 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -update... please!-

bimmer wrote:
IngóJP wrote:
bimmer wrote:
Jólagjöfin í ár!


:lol:


Samt alvara á bak við þetta.

Nú þarf að gera bílinn solid og það verður ekki gert
á handahlaupum. Frekar taka aðeins meiri tíma og
gera þetta 101%.

Hann þarf allavega að fara í skoðun í febrúar annars er ég í vondum málum. Vetrardekkin sem eru undir honum koma sér allavega vel.

Author:  gstuning [ Sun 09. Oct 2011 09:33 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -update... please!-

Þar sem að ég hef ekki getað farið þá er verið að vinna í vélinni fyrir mig samt sem áður.
Verst er að það eru engar myndir til að sýna.

Ef ég þarf að fara næstu helgi að vinna þá heldur það sama áfram, einhver annar að vinna í þessu. Ef ekki þá er install tími næstu helgi. Ef ég mun fara næstu helgi að vinna, þá mun ég fara niður eftir virka daga eftir það þangað til að þetta er DONE.

Um leið og bílinn er keyrslu hæfur þá keyri ég hann heim af verkstæðinu, tek 2-3 daga í eftir vinnu tjúningar og svoleiðis fín stillingar (bensín, vanos og cold start, idle og svoleiðis) og fer á dynoið svo eftir það. Svo er bara að keyra hann niður eftir sem allra allra fyrst eftir það.

Ein af ástæðunum fyrir vemsinu er að nú verður töluvert auðveldar að endurstilla ef það er eitthvað sem þarf að stilla, það er töluvert auðveldar að hitta á rétta mixtúru með Vemsinu heldur enn samblandinu af Motronic og piggybacki eins og síðast. Það verður einnig hægt að logga öll gildi sem koma úr tölvunni og stuðlar þetta allt að auknu öryggi og endingu á vélinni. Sveinn getur fengið sér minniskort í tölvuna svo hægt sé að logga on-track líka.

Fyrir mér skiptir öryggið verulegu máli. Enn ending verður að vera til staðar á sama tíma. Þetta þarf að geta verið pakki sem endist í það minnsta 3-4 track seasons án þess að þurfa skipta um neitt. Þá meina ég líka mjög mjög busy track seasons og daily notkun.

Author:  fart [ Sun 09. Oct 2011 11:14 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -update... please!-

Ok,,, ég stóð í þeirri meiningu að þú ætlaðir að nota gærdaginn og daginn í dag í þetta, eða réttara sagt allann frítíma sem þú hefðir þangað til að þetta yrði klárt. Hvað klikkaði?

Er hægt að fá samt status update, hvað er búið að gera síðan fyrir tveimur vikum???
hvað er mikið eftir, hver er að vinna í þessu, hvað hefur hann gert síðan að það var ventlastillt fyrir tveimur vikum síðan.
Er bíllinn kominn á verkstæðið?

Það er allt gott og blessað að þú viljir að þetta verði gert vel og hangi í lagi lengi og sé safe og allt það enda ekkert nema eðlilegt að hugsa þannig,, en það er klárt mál að ekkert slíkt skiptir máli á meðan þetta er enn í pörtum og ekkert gerist. Mér líður eins og það þurfi líka að setja eitthvað effort í að delivera þessu.

Author:  fart [ Mon 10. Oct 2011 06:45 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn ekki enn kominn í-

Svíður sárt að vita af því að Gunni sé ekki að nota þann lausa tíma sem hann hefur í að klára þetta, en mér skillst að það sé ekki vegna því að hann vilji ekki heldur vegna þess að hann hefur ekki fullann aðgang að aðstöðunni sem bíllinn er í. Ég ætla því að hafa sjálfur samband við verkstæðiseigandann og sjá hvort að ég get grátbeðið hann um að breyta því þar sem að það er alveg ómögulegt að hafa þetta í einhverju limbói. Með þessu áframhaldi er nákvæmlega ekkert að fara að gerast í þessu. Bíllinn er síðian ennþá að mér skillst í geymslu í bílskúrnum þar sem Gunni bjó áður.

Þetta er óásættanlegt með öllu, ég er búinn að eyða ómældum tíma, blóð svita og tárum í þennan bíl að ógleymdum ótrúlegum fjárhæðum til að að geta sætt mig við að þetta sé í þessum farvegi.

Ef að eigandi verkstæðisins getur ekki opnað á meiri aðgang að aðstöðunni mun ég þurfa að gera eitthvað í málunum. Þetta er önnur helgin með stuttu millibili sem fer algerlega í vaskinn vegna þess að aðstaðan er ekki aðgengileg.

Author:  íbbi_ [ Mon 10. Oct 2011 10:32 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn ekki enn kominn í-

:|

Author:  SævarM [ Mon 10. Oct 2011 20:15 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn ekki enn kominn í-

Finnst svo gaman að lesa þessi update, það hljómar bara eins og Gunni gerir ekkert nema sitja með þumallinn á vísum stað og horfi á vélina sundur tekna og bíði með að gera eitthvað, enn ég bara veit allt annað og veit líka hvað þetta er ROSALEGA óþolandi fyrir hann að geta ekki bara klárað þetta 1.2 og búið og geta skilað bílnum og aldrei séð eða heyrt um hann aftur.

Author:  fart [ Mon 10. Oct 2011 20:29 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn ekki enn kominn í-

SævarM wrote:
Finnst svo gaman að lesa þessi update, það hljómar bara eins og Gunni gerir ekkert nema sitja með þumallinn á vísum stað og horfi á vélina sundur tekna og bíði með að gera eitthvað, enn ég bara veit allt annað og veit líka hvað þetta er ROSALEGA óþolandi fyrir hann að geta ekki bara klárað þetta 1.2 og búið og geta skilað bílnum og aldrei séð eða heyrt um hann aftur.

Þú ættir þá að hafa ákveðna samúð með mér því að þú getur þá rétt ímyndað þér hversu óþolandi það er fyrir mig að vita ekkert hver staðan er á þessu eða hvort það er í raun einhver gangur í þessu, bíllinn 800km í burtu í öðru landi, vonlaust fyrir mig að renna við og reka á eftir þessu og alltaf einhverjar afsakanir varðandi hitt og þetta..
Vantaði vélagálga....
Vantaði aðgang að TIS (sem er btw online á netinu)
Þurfti að kaupa nýjar Stangarlegur (sem hefði átt að hafa komið í ljós í Apríl)
Hefur ekki aðgang að aðstöðunni o.s.frv..
Það er nóg að lesa í gengum commentin frá því eitthvað var byrjað að gera að það átti að vaða í þetta, priority nr1, allt til staðar þegar varahlutirnir eru komnir, ekkert slakað á fyrrn að þetta væri búið, ekkert vesen græja þetta þessa helgina og hina helgina, yfirmaðurinn ætlar að setja saman og hvaðeina og núna er kominn 10. Október. Vélin enn ókláruð, bíllinn á allt öðrum stað og ekkert að gerast.

Author:  Kjallin [ Mon 10. Oct 2011 21:11 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn ekki enn kominn í-

SævarM wrote:
Finnst svo gaman að lesa þessi update, það hljómar bara eins og Gunni gerir ekkert nema sitja með þumallinn á vísum stað og horfi á vélina sundur tekna og bíði með að gera eitthvað, enn ég bara veit allt annað og veit líka hvað þetta er ROSALEGA óþolandi fyrir hann að geta ekki bara klárað þetta 1.2 og búið og geta skilað bílnum og aldrei séð eða heyrt um hann aftur.


Mars - Apríl - Maí - Júní - Júlí - Ágúst - September

Hvað hefur mikið skeð í hverjum mánuði?

Skil 100% að Svenni séð orðinn pirraður á þessari bið.

Author:  SævarM [ Mon 10. Oct 2011 21:26 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn ekki enn kominn í-

Seinasta sem ég ætla að gera er að röfla á netinu. finnst bara oft eins og það sé einhliða frásögn hérna og það er oft leiðinlegt, og auðvitað skil ég þig enn ég get líka sagt að ég finn mun meira til með Gunna enn nokkurn tíma þér eftir allt þetta vesen og höfuðverk og fleiri hundraðkalla úr eigin vasa þá skilar Gunni bílnum og þú ferð ánægður heim með miklu betri bíl enn þú varst með.

Author:  bimmer [ Tue 11. Oct 2011 03:16 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -Mótorinn ekki enn kominn í-

Hef samúð með báðum aðilum.

Skil Svein algjörlega þar sem ég hef verið á nákvæmlega
sömu sporum með S62 í steik í Svíþjóð og fannst að
hlutirnir gengju með hraða snigilsins.

Svo skil ég Gunna hlið algjörlega líka því það má ekki gleyma
því að hann var að klára nám sem hann setti mikinn metnað í
og fer síðan beint í krefjandi starf. Því nokkuð augljóst að
hann getur ekki sett mikið púður í þetta - óháð vilja.

Hins vegar völdu báðir aðilar að fara þessa leið vitandi stöðuna
þannig að....... vonandi klárast þetta sem fyrst.

Page 257 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/