bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - KW Variant2 install bls 417
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 219 of 419

Author:  agustingig [ Sat 05. Mar 2011 23:37 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

srr wrote:
Er ekki málið að menn bíði eftir niðurstöðu áður en það er hlaupið að ályktunum.


sammála, en hvað skeði nákvmænlega? er hann hættur að ganga?

Author:  Alpina [ Sun 06. Mar 2011 00:00 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

agustingig wrote:
srr wrote:
Er ekki málið að menn bíði eftir niðurstöðu áður en það er hlaupið að ályktunum.


sammála, en hvað skeði nákvmænlega? er hann hættur að ganga?


Allavega ekki á hlaupum :|

Author:  ömmudriver [ Sun 06. Mar 2011 00:39 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

agustingig wrote:
srr wrote:
Er ekki málið að menn bíði eftir niðurstöðu áður en það er hlaupið að ályktunum.


sammála, en hvað skeði nákvmænlega? er hann hættur að ganga?Lestu það sem stendur hérna á undan í þráðinum, þá veistu svarið.

Author:  Kristjan [ Sun 06. Mar 2011 05:45 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

saemi wrote:
Ég myndi íhuga vel þann kost að kaupa E36 M3 vél í bílinn til að byrja með. Þarf ekki að vera besta vél í heimi, en keyrandi collectors item bíll er klárlega meira virði og skemmtilegra en partabíll :?


Þyrfti ekki þá að fá 3.0 OEM GT vél?

Author:  fart [ Sun 06. Mar 2011 08:20 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Allar pælingar um framhaldið eru ótímabærar..

Hérna eru myndir sem Gunni sendi mér í síðustu viku af ástandinu svona til að menn geti gert sér grein fyrir því að þessi mótor er ekki að fara í gang í óbreyttri mynd. Hlýtur að vera ok hvað Gunna varðar að ég pósti þessu.

Kertin eru svona, postulínið brotið á kertinu í 2,4 og 6 ef ég man rétt.
Image

Image

Image

Image

Image

Image

Kerti sett í til að testa hvort að það væri ennþá eitthvað í sprengirýminu:
Image

Image


Myndir úr sprengirýminu:
Image

Image

Author:  Zed III [ Sun 06. Mar 2011 08:52 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

:argh:

Ljótt að sjá.

Mér hefði ekki einu sinni dottið í hug að svona lagað gæti gerst.

Author:  fart [ Sun 06. Mar 2011 09:13 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Zed III wrote:
:argh:

Ljótt að sjá.

Mér hefði ekki einu sinni dottið í hug að svona lagað gæti gerst.

Þar erum við sammála. Ein helsta ástæða þess að maður lækkar þjöppuna, fer í þrykkta stimpla og velur vel í mótorinn en setur síðan OEM heddpakningu er til að forðast svona lagað.

Author:  slapi [ Sun 06. Mar 2011 09:19 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Þetta er alveg hrikalega leiðinlegt mál. :argh:

Ég vill nú ekki hljóma leiðinlegur en afhverju er ekki búið að slíta heddið af?
Um leið og ég sé kertin svona er eiginlega borðliggjandi að það er ekki verið að fara að nota þessa íhluti í neitt af þessu setupi og fyrsta skrefið hefði átt að vera að taka heddið af.
Mesta lagi 4 tímar.

Author:  fart [ Sun 06. Mar 2011 09:28 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

slapi wrote:
Þetta er alveg hrikalega leiðinlegt mál. :argh:

Ég vill nú ekki hljóma leiðinlegur en afhverju er ekki búið að slíta heddið af?
Um leið og ég sé kertin svona er eiginlega borðliggjandi að það er ekki verið að fara að nota þessa íhluti í neitt af þessu setupi og fyrsta skrefið hefði átt að vera að taka heddið af.
Mesta lagi 4 tímar.


Þetta er alveg valid comment, ástæðurnar eru nokkrar.
1. þá var Gunni á leiðinni af verkstæðinu og heim til sín þegar þetta gerist, bíllinn var svo keyrður heim til hans og stendur þar núna.
2. þá er meira en að segja það að taka heddið af bílnum mínum þar sem að manifoldin þurfa að koma með af ásamt downpipes, og þá erum við að tala um vel þungt stykki og mikið rifrildi.
3. þá er pointless að taka eingöngu heddið af því að stimplarnir eru toast. Eina vitið er því að taka mótorinn úr og rífa þetta svo.

Author:  Alpina [ Sun 06. Mar 2011 10:24 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Eitt sem undrar mig ,, ekki var hægt að aka bílnum með allt þetta í gangi .. og ökumaður/tuner finnur eða fattar ekki að eitthvað sé hreinlega ALLS ekki eins og það á að vera ,,,,,,, var bara drepið í bílnum í hlaði ,,og hmmmmmm, grunar að þetta sé eitthvað skrítið

Fyrir áhugamanninn .. þá hefði maður stoppað á núll einni ,, ef eitthvað hefði verið öðruvísi , en þetta er kanski þess eðlis að erfitt er að skynja ,,eða hvað :?: :idea: :arrow:

Author:  bebecar [ Sun 06. Mar 2011 10:34 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

saemi wrote:
Ég myndi íhuga vel þann kost að kaupa E36 M3 vél í bílinn til að byrja með. Þarf ekki að vera besta vél í heimi, en keyrandi collectors item bíll er klárlega meira virði og skemmtilegra en partabíll :?


Það var nú það sem ég átti við. Fá áreiðanlega vél og bara keyra.

Author:  3000gtvr4 [ Sun 06. Mar 2011 10:39 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Þetta er það sem ég skil ekki að hann Gunni skuli klára að keyra bílinn heim á 2 cyl :evil: maður myndi nú halda að hann hafi farið ansi ílla útur því, gæti vel verið að þetta væri ekki eins slæmt ef hann hefði nú drepið á honum á núll einni

Og er ekki málið að fara í þetta sem fyrst kemur þér ekkert við ef bílinn er fastur í skúr hjá Gunna fara bara með hann á verkstæði og láta opna mótorinn

Author:  fart [ Sun 06. Mar 2011 11:15 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

3000gtvr4 wrote:
Þetta er það sem ég skil ekki að hann Gunni skuli klára að keyra bílinn heim á 2 cyl :evil: maður myndi nú halda að hann hafi farið ansi ílla útur því, gæti vel verið að þetta væri ekki eins slæmt ef hann hefði nú drepið á honum á núll einni

Og er ekki málið að fara í þetta sem fyrst kemur þér ekkert við ef bílinn er fastur í skúr hjá Gunna fara bara með hann á verkstæði og láta opna mótorinn


Gunni er að reyna að græja það eins og hann sagði, þetta er spurning um aðstöðu. Skúrinn hjá honum er ekki með kyndingu, verkstæðið er í 90mílu round trip fjarlægð, best væri að koma þessu inn í skólanum. Væri kanski áhugavert fyrir þessa í náminu að sjá hvernig actual grillun á mótor er.

bebecar wrote:
saemi wrote:
Ég myndi íhuga vel þann kost að kaupa E36 M3 vél í bílinn til að byrja með. Þarf ekki að vera besta vél í heimi, en keyrandi collectors item bíll er klárlega meira virði og skemmtilegra en partabíll :?


Það var nú það sem ég átti við. Fá áreiðanlega vél og bara keyra.

Ég á engar € 3000-4000 sem ég vill eyða í mótor. Ástæða þess að bíllinn fór til Gunna var að budgetið var tæmt, annars hefði líklega Mr.X verið kallaður til.

Budgetið átti að fara í akstur, Nurburgring dagur er nokkur hundruð € og SPA dagur getur verið á bilinu € 1000-2000 eftir því hvað bremsur og dekk slitna, ef eitthvað óvænt kemur uppá fer kostnaður vel yfir 2000. Þetta er 3. bíll á heimilinu... þannig að það er ekkert rush fyrir mig að fá mér mótor ef það ólíklega kemur í ljós.

Author:  Alpina [ Sun 06. Mar 2011 11:21 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Það er furðulegt að sjá kertin.. :shock: eins og eitthvað hafi lamist á endann :?

Author:  fart [ Sun 06. Mar 2011 11:25 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Alpina wrote:
Það er furðulegt að sjá kertin.. :shock: eins og eitthvað hafi lamist á endann :?

Það hefur eitthvað lamið endann, líklega postulínið, sem er gríðarlega sterkt og bráðnar ekki nema hitinn fari yfir 1400°C.

Page 219 of 419 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/