bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 215 of 423

Author:  Thrullerinn [ Fri 04. Mar 2011 18:49 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

fart wrote:
Það er ekki komin endanleg niðurstaða í málið, en það lítur út fyrir að mótorinn sé búinn að vera. Við fáum ekki staðfest hversu miklar skemmdirnar eru fyrr en mótorinn veður tekinn í sundur.

Orð fá ekki lýst hvernig mér líður.

Nú skiptir úrlausn málsins meira máli fyrir mig en hvað gerðist eða hvernig.



Svekkjandi svekkjandi svekkjandi :(

Author:  gulli [ Fri 04. Mar 2011 18:51 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

fart wrote:
Það er ekki komin endanleg niðurstaða í málið, en það lítur út fyrir að mótorinn sé búinn að vera. Við fáum ekki staðfest hversu miklar skemmdirnar eru fyrr en mótorinn veður tekinn í sundur.

Orð fá ekki lýst hvernig mér líður.

Nú skiptir úrlausn málsins meira máli fyrir mig en hvað gerðist eða hvernig.


Vona að allt gangi vel þar.

En menn samt spurja sig... Hvað fór úrskeiðis ?

Author:  tinni77 [ Fri 04. Mar 2011 19:18 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Þetta er skelfilegt

Samhryggist Svenni :(

Author:  apollo [ Fri 04. Mar 2011 19:41 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

þetta er ömurlegt að heira.

færð mína samúð

Author:  fart [ Fri 04. Mar 2011 19:55 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Þetta er mikið áfall fyrir mig, held að þið hér skiljið það mjög vel. Ég var búinn að investa miklum peningum í þessa vél, bæði í varahlutum sem og vinnu, gríðarlegir fjármunir vægast sagt. Var sjálfur búinn að leggja mikla vinnu í heddpakningarskiptin, mikinn tíma frá fjölskyldunni, og blóð/svita/tár bókstafllega til að koma þessu í það stand sem þetta var í. Miklar tilfinningar, hljómar fáránlega en þannig er það bara.

Ég var eiginlega búinn að ákveða að tala ekkert um þetta hér, en ég held að þetta sé ákveðið therapy fyrir mig að deila þessu með þeim sem hafa áhuga á bílnum.

Eins og ég sagði þá er það ekki 100% en þeir sérfræðingar sem ég hef borið þetta undir segja samróma að þetta sé tjúnið, lean mixtúru/aggressive kveikju, ofhitnun á kertunum o.s.frv. Pre-ignition followed by detonation. Gunni vill kanski commenta á það.

Það næsta í þessu er að bíllinn fer á verkstæði, mótorinn verður tekinn úr og í sundur. Þá fyrst er hægt að slá þessu alveg föstu.

Get ímyndað mér að Gunna þyki þetta jafnvel enn leiðinlegra en mér. Svona lagað gerir enginn viljandi, en ég ítreka að það það hvernig verður leyst úr þessu skiptir mig í dag mun meira máli en hvernig þetta bar að. Ég get líklega afskrifað þetta sumar á græna, en mér var farið að hlakka mikið til að hafa bílinn í 100% standi fyrir smá brautarakstur.

Author:  apollo [ Fri 04. Mar 2011 20:08 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

lítið sem ekkert búinn að kommenta á þennann þráð en er búinn að lesa hann allann oftar en einu sinni og þessi bíll þinn heillar
mig mikið, get ekki ýmindað mér að vera búin að eyða þessum tíma og fjármunum í þetta og svo fer allt í rugl,

En hvernig er það er Gunni eða fyrirtækið ekki tryggt fyrir neinu svona ?

ivar

Author:  IngóJP [ Fri 04. Mar 2011 20:35 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Voðalega er Gunni óhlýðinn varstu ekki búinn að banna honum þetta. Vonandi að sá græni komist í gang sem fyrst

Author:  Aron M5 [ Fri 04. Mar 2011 20:37 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Þetta er hrikalega leiðinlegt að heyra.

Vonandi reddast þetta allt.

Author:  gunnar [ Fri 04. Mar 2011 20:40 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Vorkenni þér mikið með þetta :?

Vonandi að það náist skjót úrlausn á þessu..

En ef allt er í steik þá gæti það nú tekið góðan tíma :shock:

Og in all fairness, þá eru svona reynslusögur sem láta mig vera skíthræddan við svona túrbó ævintýri og vera sáttann með reliable N/A afl. Og ég er alls ekki að meina þetta sem eitthvað diss eða neitt. Þetta er alveg ferlegt með mótorinn :aww:

Author:  Giz [ Fri 04. Mar 2011 22:20 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Damn bro.

Vonandi fer þetta á "besta" máta á endanum...

8)

Author:  kalli* [ Fri 04. Mar 2011 22:34 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Búinn að lesa yfir þetta tvisvar þrisvar og ég trúi ekki ennþá að þetta skuli vera satt :shock:

Samhryggist þér algjörlega Sveinn ! Vona innilega þín vegna að skaðinn er sem minnstur.

Author:  Zed III [ Fri 04. Mar 2011 22:40 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

úff, leitt að lesa þetta.

En það er bara að setja hausinn undir sig og láta vaða í lagæringar.

Author:  gstuning [ Fri 04. Mar 2011 22:47 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Þetta er atvik sem ég hef ekki viljað sjá gerast ennþá á vél í minni umsjá og hef verið stoltur af að hefur ekki gerst enn.
Enn eins og flest annað í þessum heimi þá er alltaf eitthvað "first" .

Staðan er sú hreinlega að "það er eitthvað svakalega alvarlegt að".
Það hafa verið all margar getgátur í sambandi við hvað olli, enn allar getgátur verða að bíða þangað til að hægt sé að
segja hvað hefur gerst með óhyggjandi hætti, þótt margar getgátur séu án efa mjög líklegar.

Þetta atvik hefur haldið fyrir mér vöku síðan þetta kom fyrir og ef satt skal segja þá er þetta að sálarlega fara með
mig og mun held ég leggja alvarlegann blett á sálina um ókomna tíð. Enn eins og svo oft áður þegar kemur að bílum og þeirra veseni þá tel ég eina meðalið vera að halda áfram og koma málum á hreint og gera betur næst.

Ég mun pósta öllum myndum sem verða teknar við greiningu á kraftinn og reyna útskýra með þeim orsök og augljóslega afleiðingu sem hefur ollið. Þetta verður heljarinar myndasería.
Engu verður haldið leyndu þar sem að það er allra manna lærdómur að læra af vandamálum annara.

Bílinn átti að vera sóttur til að fara á verkstæði á morgun, þar sem ég myndi svo taka vélina úr og byrja á því að taka heddið af. Enn það hefur tafist útaf aðstæðum sem ég hef engin völd á.

Bílinn skilaði 650Nm togi og 510hö í síðasta runninu sem hann tók á dynoinu áður enn hann fór af við 16psi.
Ég er ekki viss um að uppsetningin skili mikið meira enn 500 og aðeins hestöflum. Vélin þarf að sjá um mikið af vinnunni við að tæma stimplanna af pústi áður enn ferskt loft er tekið inn þökk sér littlum túrbínum og túrbó greinum, þannig að þótt að það sé bætt í 5% meira lofti þá skilar það sér ekki í 5% meira afli þar sem að það leggst á vélina 2% tap við að skipta um loft. Enn á móti þá getur svona setup haft mjög vítt aflsvið.

Ég á eftir að athuga þann möguleika á að fara með vélina í skólann, þar sem að þar er rafmagn, ljós og hiti vs skúrinn sem ég er að leigja sem er ekki með neitt af þessu (1% líkur á því samt enn besti kosturinn). Og ég hreinlega hef ekki efni á því að keyra 90mílur fram og tilbaka í vinnuna til að vinna í vélinni ef ég get gert það í skúrnum fyrir ekki neitt þótt það sé óneitanlega kaldara og leiðinlegri aðstaða.

Ég er að vonast til að hægt sé að pulla þá vélina næstu helgi og koma þá myndir af ferlinu og texti með.
Þaðann kemur svo í ljós hvernig verður leyst að koma vélinni í sitt besta form og aftur á götuna.

Author:  rockstone [ Fri 04. Mar 2011 23:46 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

Mjög leiðinlegt atvik, vona að þetta fari á betri veg :|

Author:  Alpina [ Sat 05. Mar 2011 00:31 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT

510 ps + 650 nm ....... :shock: 8) 8)

Page 215 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/