bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 198 of 423

Author:  -Siggi- [ Mon 27. Dec 2010 21:21 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Í sumum drifum eru öfugar gengjur á þessum boltum.
Þú getur prófað það með loftlyklinum án þess að skemma neitt.

Author:  fart [ Tue 28. Dec 2010 08:41 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

-Siggi- wrote:
Í sumum drifum eru öfugar gengjur á þessum boltum.
Þú getur prófað það með loftlyklinum án þess að skemma neitt.


Það gæti útskýrt ýmislegt, kanski að ég prufi það í dag. Ég sá samt ekkert um það í BMW TIS.

Author:  fart [ Tue 28. Dec 2010 18:51 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Fékk góðar leiðbeiningar og þetta er komið í sundur :D

Eitt stykki læsing á vinnubekknum.

Það sem þurfti var góður 19mm lykill og hann átti ég úr Kraftwerk settinu. Svo var bara að setja þvinganir sitthvoru megin í flangsana (tveir boltar í hvorn) og og svo plankar. Svo var bara raw muscle í bland við langt skaft.

Tók líka hraðaskynjarann af.

2.93 ætti að koma í hús á morgun, sem og olían, og þá er bara að henda þessu saman og í.

Alltaf gaman að mixa eitthvað nýtt :o

Author:  Axel Jóhann [ Tue 28. Dec 2010 23:39 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Þetta er BARA fast oem, og þarf að herða vel og líma þegar þú setur saman. :) :thup: Orðinn duglegur að skrúfa sjálfur!

Author:  Angelic0- [ Wed 29. Dec 2010 00:40 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

var ekki hægt að bæta diskum í LSD hjá þér ?

Author:  fart [ Wed 29. Dec 2010 08:00 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Angelic0- wrote:
var ekki hægt að bæta diskum í LSD hjá þér ?

það væri gaman að vita það, ég væri alveg til í að læsa aðeins meira.

Axel Jóhann wrote:
Þetta er BARA fast oem, og þarf að herða vel og líma þegar þú setur saman. :) :thup: Orðinn duglegur að skrúfa sjálfur!

Finn líklega torque specs í TIS?

Author:  fart [ Wed 05. Jan 2011 19:28 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

2.93 drifið kom í dag, og verandi reynslunni ríkari var ég ekki lengi að rífa það í sundur og smella læsingunni í. Tók mig c.a. 30mín.

Nú er bara að henda lokinu á og swappa þessu undir.

S2.93 here we come :D

Author:  Giz [ Wed 05. Jan 2011 22:16 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

fart wrote:
2.93 drifið kom í dag, og verandi reynslunni ríkari var ég ekki lengi að rífa það í sundur og smella læsingunni í. Tók mig c.a. 30mín.

Nú er bara að henda lokinu á og swappa þessu undir.

S2.93 here we come :D


Haha, ég las í flýti S62! :D

G

Author:  slapi [ Wed 05. Jan 2011 22:18 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

haha , ég las það sama


" Hva gefast upp á túrbó"

Author:  fart [ Thu 06. Jan 2011 08:23 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Giz wrote:
fart wrote:
2.93 drifið kom í dag, og verandi reynslunni ríkari var ég ekki lengi að rífa það í sundur og smella læsingunni í. Tók mig c.a. 30mín.

Nú er bara að henda lokinu á og swappa þessu undir.

S2.93 here we come :D


Haha, ég las í flýti S62! :D

G

Menn aðeins of sjálfhverfir :lol:

slapi wrote:
haha , ég las það sama


" Hva gefast upp á túrbó"

Neinei,, er að reyna að diffra það hvernig ég get komið bílnum til Gunny í tjún :twisted:

Author:  IvanAnders [ Thu 06. Jan 2011 08:38 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Langar að sjá dyno sheet af þínum @1.4BAR :drool:

Author:  fart [ Thu 06. Jan 2011 08:46 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

IvanAnders wrote:
Langar að sjá dyno sheet af þínum @1.4BAR :drool:

Ég líka, Myndi búast við ~600hp og ~650nm á mjög línulegu grafi.

Einni langar mig að sjá dyno sheet við minimum boost til að sjá refrence við gömlu mælinguna.

Author:  fart [ Sat 08. Jan 2011 15:00 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Lét vaða í diff-swap áðan. Er alltaf viðbúinn einhverju vesen en þetta gekk eins og í sögu. Orginalið fór úr frekar auðveldlega enda svosem nýkomið í aftur. Svo þurfti ég að swappa öllum flöngsum á S2.93 og setja ///M flangsana. Ég setti líka ný C-clip og svo tveir brúsar af Castrol LSD vökva.

Ég á bara eftir að herða upp á drifskaftinu, helda jafnvægisstönginni og pústinu undir og svo er test rönn.

Myndir:

Image
S3.15 komið úr. Tók eftir því að pakkdósin við drifskaftsflangsinn er ónýt og lekur.

Image

Image

Image

Image
S2.93 klárt í slaginn, á eftir að swappa drifskaftsflangs.

Image

Image
Non ///M 4ra bolta.

Image
///M 6bolta

Image
Komið á sinn stað og fullt af nýrri olíu :thup:

Síðast þegar ég swappaði drifi notaði ég hjólatjakk til að koma nýja drifinu fyrir, það var tímafrekt og algjört maus.. Þannig að í þetta skiptið ákvað ég að prufa eitthvað nýtt. Ég lagðist á bakið undir bílinn, tók svo drifið á bringuna og pressaði það upp. Það tók basically 10 sek að koma því fyrir og upp á drifskaftið með þessari aðferð :lol: þá veit ég það.

Author:  sh4rk [ Sat 08. Jan 2011 16:10 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Ég skipti nokkrum sinnum um drif í E23 bílnum hjá mér og ég gerði það alltaf svona með því að setja drifið á bringuna á mér og lifta því upp og þá tók þetta enga stund.
En annars virkilega flott hjá þér :thup:

Author:  bErio [ Sat 08. Jan 2011 17:26 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Machomen!
Gaman að sjá myndir af þessu
Verður fróðlegt að sjá muninn

Page 198 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/