bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Fyrsti bíll og að sjálfsögðu BMW E46 (KOMNAR MYNDIR)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20111
Page 1 of 2

Author:  skaripuki [ Thu 08. Feb 2007 13:02 ]
Post subject:  Fyrsti bíll og að sjálfsögðu BMW E46 (KOMNAR MYNDIR)

Já halló halló kraftsmenn...
ég fór um daginn og keypti mér bíl... þetta er minn fyrsti bíll og er ég alveg hæstánægður með hann :D þetta er umboðsbíll sem var í eigu Bjarka sem vinnur á verkstæði BogL en þetta er 2000 módel af 318ia keyrður 89 þús. Ég hef alltaf verið alveg sjúkur í BMW og hef ég legið á þessu spjalli hér alveg í 2 ár þó svo að ég sé bara 16 ára ( verð 17 þann 2 mai :twisted: ) ég hef nú átt bílinn á 3 viku og er nú búinn að setja á annað hundrað þúsund í hann.. þ.e. facelift afturljós, xenon framljós, samlitun, filmaður allan hringinn (líka frammí), spreyjaði gulu perurnar til að þessi guli glampi hverfi, og svo lipspoiler sem ég bíð enn eftir því að þessi fífl hjá BogL eru alltaf að svíkja mig þó svo að ég sé búinn að borga fyrir hann :evil: .

plönin fyrir sumarið er að láta lækkunargorma í hann og svo kaupa einhverjar brútal sumarfelgur... :twisted:


www.123.is/oskssig/albums/-992541618/Jpg/001.jpg

www.123.is/oskssig/albums/-992541618/Jpg/002.jpg

www.123.is/oskssig/albums/-992541618/Jpg/003.jpg

www.123.is/oskssig/albums/-992541618/Jpg/004.jpg

www.123.is/oskssig/albums/-992541618/Jpg/005.jpg

www.123.is/oskssig/albums/-992541618/Jpg/006.jpg

Author:  Djofullinn [ Thu 08. Feb 2007 13:05 ]
Post subject: 

Ertu búinn að setja myndirnar á netið. Ef svo er hver er slóðin? Eða slóðirnar

Author:  skaripuki [ Thu 08. Feb 2007 13:17 ]
Post subject: 

nei er ekki búinn að setja þær á netið þarf það??

Author:  Aron Andrew [ Thu 08. Feb 2007 13:18 ]
Post subject: 

skaripuki wrote:
nei er ekki búinn að setja þær á netið þarf það??


Þú þarft að koma þeim á netið, svo geriru [img]linkur[/img*]

Bara fjarlægja stjörnuna

Author:  pallorri [ Thu 08. Feb 2007 14:30 ]
Post subject: 

Þetta er nú ekki slappur fyrsti bíll :P
Congrats..

Author:  DiddiTa [ Thu 08. Feb 2007 14:30 ]
Post subject: 

Hitti þennan þegar ég var að þrífa minn niðrí bílageymslu, orðinn helvíti flottur hjá honum, clean bíll 8)

Til hamingju með bílinn

Author:  bjahja [ Thu 08. Feb 2007 14:31 ]
Post subject: 

Virkilega góður fyrsti bíll, til hamingju :D

Author:  Doror [ Thu 08. Feb 2007 14:46 ]
Post subject: 

Rosalega fallegur bíll. Til hamingju með þetta.
Fallegar 17-18 felgur myndu gera þennan bíl ennþá flottari.
Mjög snyrtilegur samt einsog hann er.

Author:  bjornvil [ Thu 08. Feb 2007 15:03 ]
Post subject: 

Til hamingju með hann, stórglæsilegur :D

Author:  bimmer [ Thu 08. Feb 2007 15:14 ]
Post subject: 

Ekki slæmt að hafa þennan þegar þú færð prófið.

Þurfti sjálfur að láta mér nægja Ford Escort foreldranna.... :argh:

Author:  Ingsie [ Thu 08. Feb 2007 15:44 ]
Post subject: 

bimmer wrote:
Ekki slæmt að hafa þennan þegar þú færð prófið.

Þurfti sjálfur að láta mér nægja Ford Escort foreldranna.... :argh:


pff ég þurfti að vera á hyundai slysi :lol:

Virkilega flottur.. Heppin að hafa þennan sem fyrst bíl :wink:

Author:  skaripuki [ Thu 08. Feb 2007 18:01 ]
Post subject: 

takk fyrir jákvæð comment :D :wink:

Author:  siggir [ Thu 08. Feb 2007 18:08 ]
Post subject: 

SMEKKLEGUR!

Lækkun og svona tommunni stærri felgur = 8) 8) 8)

Author:  Misdo [ Fri 09. Feb 2007 14:27 ]
Post subject: 

Ingsie wrote:
bimmer wrote:
Ekki slæmt að hafa þennan þegar þú færð prófið.

Þurfti sjálfur að láta mér nægja Ford Escort foreldranna.... :argh:


pff ég þurfti að vera á hyundai slysi :lol:

Virkilega flottur.. Heppin að hafa þennan sem fyrst bíl :wink:


ég fór nú bara beint í minn sem ég á enn þann dag í dag


enn glæsilegur bíll hjá þér

Author:  Angelic0- [ Sat 10. Feb 2007 17:08 ]
Post subject: 

Hvað er númerið á þessum... sýnist þetta vera gamli gaurinn sem að Bergen átti... Sá hann fyrir rúmu ári og þá var einmitt búið að taka "Englavængina" af honum... en hann fékk mjög góða meðferð í umsjón Björgvins :)

Til hamingju með fyrsta bíl og alveg geggjað að þú skyldir hafa fengið þér ALVÖRU bíl í stað þess að fá þér einhvern hrísgrjónabrennara..

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/