bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E30 320iC (/// 325iC :S)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=2006
Page 1 of 5

Author:  arnib [ Fri 18. Jul 2003 10:37 ]
Post subject:  BMW E30 320iC (/// 325iC :S)

Jæja :)

Þá kom loksins að því að kallinn lét drauminn rætast :)
Í gærdag gerði ég loka tilboð í bílinn sem mig er búið að langa
í síðan í febrúar. Tilboðið var samþykkt, og í gærkveldi voru kaupin
frágengin.

Tækið er BMW e30 320iC '89 árgerð.

Ég er þar með annar eigandi bílsins á Íslandi, en aðeins sá þriðji
frá upphafi! Bíllinn var upprunlega í Ítalíu (Ítölsk check tölva :)) og er
í býsna góðu standi að mínu mati.

Hann er bara keyrður 138 þúsund km frá upphafi!

Image
Image
Image

Eins og myndirnar sýna er þessi bíll að hrópa á M-tec Kit, og álfelgur :)


Pósta fleiri (og betri) myndum seinna.

:):):):):):):):)

Author:  bebecar [ Fri 18. Jul 2003 10:44 ]
Post subject: 

ÚFF... mig langar í svona og ÉG ÓSKA þÉR INNILEGA til hamingju því ég veit hvað þetta skiptir þig miklu máli.

Author:  bebecar [ Fri 18. Jul 2003 10:48 ]
Post subject: 

PS... fullkomin bíll....

Ég mæli með BBS felgum - 15-16" kannski og svo myndi ég láta annað eiga sig útlitslega.

Author:  bebecar [ Fri 18. Jul 2003 10:49 ]
Post subject: 

Hugsanlega þyrfti samt að lækka hann aðeins á fjöðrun.

Author:  arnib [ Fri 18. Jul 2003 10:56 ]
Post subject: 

Þakka falleg orð bebecar :D
Það er rétt, þetta SKIPTIR mig miklu máli :) :)

Planið mitt er einmitt:
Í nánustu framtíð (næsta hálfa ár kannski)
M20B25 engine swap
15-16" álfelgur (preferably BBS, en læt annað duga ef ódýrt :))
Lagfæringar sem þarf, t.d. rúðuupphalarar og eitthvað rugl

Læsing kemur þegar ég redda henni, hvenær sem það verður! :)

Seinna:
Lækkun (ef það þarf)
M-tec kit.
Málun (jafnvel heilmálum, sjá til)

Seinna seinna seinna:
Meira tuning, kannski turbo! óákveðið :P

Author:  arnib [ Fri 18. Jul 2003 10:58 ]
Post subject: 

arnib wrote:
Þakka falleg orð bebecar :D
Það er rétt, þetta SKIPTIR mig miklu máli :) :)

Planið mitt er einmitt:
Í nánustu framtíð (næsta hálfa ár kannski)
M20B25 engine swap
15-16" álfelgur (preferably BBS, en læt annað duga ef ódýrt :))
Lagfæringar sem þarf, t.d. rúðuupphalarar og eitthvað rugl

Læsing kemur þegar ég redda henni, hvenær sem það verður! :)

Seinna:
Lækkun (ef það þarf)
M-tec kit.
Málun (jafnvel heilmálum, sjá til)

Seinna seinna seinna:
Meira tuning, kannski turbo! óákveðið :P


Þetta er semsagt planið eins og það lítur út í hausnum
mínum í dag.
Þess má geta að það getur breyst án fyrirvara, og gerir það
býsna oft :)

Author:  bebecar [ Fri 18. Jul 2003 10:58 ]
Post subject: 

Ég held einmitt að þetta séu fínir bílar eins og þeir séu.

Þó mætti lækka hann og setja á góðar BBS. Svo skal ég kaupa hann af þér um leið og þú vilt selja hann :wink: EF hann er beinskiptur :D

Author:  arnib [ Fri 18. Jul 2003 11:00 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Ég held einmitt að þetta séu fínir bílar eins og þeir séu.

Þó mætti lækka hann og setja á góðar BBS. Svo skal ég kaupa hann af þér um leið og þú vilt selja hann :wink: EF hann er beinskiptur :D


Hann er það,
en ef hann væri það ekki myndi ég eyða góðum tíma í að gera hann það :)

Author:  bebecar [ Fri 18. Jul 2003 11:04 ]
Post subject: 

Hvaða árgerð?

Author:  hlynurst [ Fri 18. Jul 2003 12:04 ]
Post subject: 

Til hamingju Árni! Held meira að segja að ég hefi séð þennan bíl keyrandi um göturnar í gær... þetta er glæsilegt. Þar sem þú ert svo mikill blæjukall þá er þetta fullkomið! :wink:

Bíllinn lítur mjög vel út.

Author:  Kull [ Fri 18. Jul 2003 12:06 ]
Post subject: 

Til hamingju, glæsilegur bíll

Author:  Kull [ Fri 18. Jul 2003 12:07 ]
Post subject: 

Núna er ég bara að herma eftir Bebecar the postmaster :twisted:

Author:  hlynurst [ Fri 18. Jul 2003 12:18 ]
Post subject: 

hehe... Bebe skrifar alltaf svona tvo þrjá pósta í röð. :lol:

Maður fær nánast ekki tækifæri til að svara stundum.

Author:  saemi [ Fri 18. Jul 2003 12:35 ]
Post subject: 

Fráábært Árni.

Þetta er smekklegur gripur.

Þið verðið kúl að rúnta um í þessum. Þú með Björn Borg tennisband og Salvör með eighties grænglært sólskyggni um ennið :lol:

Ég er alveg sammála þér með Felgurnar og M-kit-ið. Felgurnar NR.1 og allavega framsvunta NR.2.

En, loksins sér maður þig þá brosandi út að eyrum á samkomunum, ekki að lauma þér með hinum og þessum :wink:

Sæmi

Author:  gstuning [ Fri 18. Jul 2003 12:52 ]
Post subject: 

OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO

Djöfull langar mig í blæjubíll sem er ekki skemmdur,,

Það er endalaus fílingur,
Ég mun kaupa mér einn það er bókað

Til hamingju

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/