góðan morgun
Fannar heiti ég. og er nyr herna á spjallinu.
ég var að fá mér minn fyrsta bmw.
en málið er að ég veit ekkert um bmw. En ég er eins og opin bók hvað varðar þessa bíla. Og vill læra sem mest um þá
Bíllinn sem ég keypti er 525i E34 árg 89.
hann er beinskipur. (drif og kassi úr 520i) og er víst með einhverjum tölvukubb, ryðfríu opnu 2,5" pusti og svona eitt og annað.
herna er ein mynd af dýrinu
þessi bíll virðist vera buinn að vera á flakki herna inná spjallinu. en vona að hann staldri eitthvað aðeins við hjá mér..
ég er nu ekki buinn að fá bílinn í hendurnar þarsem hann er á verkstæði fyrir norðan á akureyri.
Hann gengur víst brösulega lausaganginn ef hann helst í gangi og er eitthvað byrjaður að spreingja..
Félagi minn heldur að þetta sé lausagangsskynjarinn sem ég vissi ekki að væri til staðar í bmw eða neinum öðrum bílum
en ég fæ hann vonandi í lagi til min um helgina..
ef einhver gæti haft hugmynd um hvað gæti verið að bílnum þá endilega meigiði hella úr viskubrunninum. og einnig væri skemtilegt ef einhver ætti fleyri myndir af bilnum handa mér
allar upplysingar vel þegnar, bæði um þennan M20B25 motor. sem og E34..