bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

535i E28
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=19405
Page 1 of 3

Author:  saemi [ Mon 08. Jan 2007 06:06 ]
Post subject:  535i E28

Ákvað að smella þessu inn, hef ekki sett inn projectin mín svo lengi.

Ég datt óvart inn í þetta. Þurfti að fara að vinna í þessum bílamálum mínum og þessi bíll er bara svo mikil elska að ég stóðst ekki mátið og fór að vinna í honum fyrst.

Zemzagt, ég reif 1.8L vélina úr þessum grip núna í gær. Var lengi að spá í hvort ég ætti að gera hann 2.8L, en ákvað svo að fara alla leið og setja í hann 3.5L úr E34.

Átti gírkassa úr 528 bíl, en þar sem þeir voru með L-jetronic þá vantar festingu fyrir skynjarana á gírkassanum fyrir gamla motronic kerfið sem kom seinna. Þessvegna ákvað ég að setja nýja kerfið af E34/E32 þar sem skynjarinn er framan á vélinni. Þannig get ég notað gírkassann sem er upptekinn e-n tíman víst að sögn fyrri eiganda.

Nú er komið í hann kassinn og blokkin, heddið bíður þess að verða tekið upp. Setti þetta í bílinn í gær.

Ég ætla nú ekki að segja að þetta project muni ganga fyrir hjá mér, en það ætti ekki að þurfa nema 2-3 daga til að koma honum í gang!

Það verður sweeeet bíll. Mig hefur alltaf lúmskt langað til að búa til E28 535i beinskiptan. Þetta verður sleeper og kannski bara keeper. Það vill hvort eð er enginn borga fyrir svona.

En boddíið er eitt örfárra sem er gott ennþá.

Bíllinn er:

Dökkgrásanseraður að utan, svartur að innan.
Shadowline
Buffalo leðurinnrétting (kemur úr 7-línu)
Sportstýri
Rafmagn í framrúðum
Topplúga
Samlæsingar

Image
Image :P

Author:  gstuning [ Mon 08. Jan 2007 06:51 ]
Post subject: 

Sá þetta um daginn,
3.5´s eru alltaf flottar

Author:  Einsii [ Mon 08. Jan 2007 07:05 ]
Post subject: 

Núna þarf ég að halda aftur af mér.. :roll:
Efast reyndar um að Sæmi nenni að reyna að selja mér soan bíl eftir síðustu tilraun :P

Author:  srr [ Mon 08. Jan 2007 07:21 ]
Post subject: 

Djöfull verður þessi flottur 8)

Author:  ValliFudd [ Mon 08. Jan 2007 09:25 ]
Post subject: 

Líst MJÖG vel á þetta! 8)

Author:  elli [ Mon 08. Jan 2007 10:01 ]
Post subject: 

Þetta er flottur bíll. Gaman verður að sjá hvernig þetta gengur.

Author:  Stebbtronic [ Mon 08. Jan 2007 11:03 ]
Post subject: 

Flottur bíll og flott project, bara töffarar sem fara út í svona :clap:

Author:  Danni [ Mon 08. Jan 2007 16:27 ]
Post subject: 

Það verður spennandi að fylgjast með þessu, það fer ekki á milli mála 8)

Author:  arnibjorn [ Mon 08. Jan 2007 16:35 ]
Post subject: 

Svalt 8)

Author:  gunnar [ Mon 08. Jan 2007 16:42 ]
Post subject: 

Alvöru 8)

Author:  Alpina [ Mon 08. Jan 2007 19:16 ]
Post subject: 

dumm dumm dumm duuuuuuuuuuuummmmmm

gaman að gera ´´öðruvísi ´´

Author:  Djofullinn [ Mon 08. Jan 2007 20:04 ]
Post subject: 

Ætti að verða kúl bíll 8)

Author:  Jón Ragnar [ Mon 08. Jan 2007 20:53 ]
Post subject: 

Þessar myndir eru samt ELDgamlar right?

Af bíl sem þú varst að selja fyrir alveg 4 árum eða meira? 528 sem ég slefaði mikið yfir :oops:

Author:  saemi [ Mon 08. Jan 2007 21:02 ]
Post subject: 

Jón Ragnar wrote:
Þessar myndir eru samt ELDgamlar right?

Af bíl sem þú varst að selja fyrir alveg 4 árum eða meira? 528 sem ég slefaði mikið yfir :oops:


Hahaha, ELD gamlar..... Ég segi það nú ekki. Kannski 2-3 ár síðan ég tók þær. Ég skil ekki hverju það breytir, bíllinn er nákvæmlega eins í dag.

Þetta var 518i bíll.

Author:  Alpina [ Mon 08. Jan 2007 21:47 ]
Post subject: 

Mér líður þannig að þetta ,,,, strumpist úr sporunum

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/