| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ | |
| Nýtt kvikindi komið í hlaðið..e38 Bmw 750ia Induvidual.. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=18601 | Page 1 of 2 | 
| Author: | Roark85 [ Thu 23. Nov 2006 11:39 ] | 
| Post subject: | Nýtt kvikindi komið í hlaðið..e38 Bmw 750ia Induvidual.. | 
| Jæja þá rættist gamall draumur ég fór og skellti mér á 98 árgerð af bmw 750ia Induvidual týpu (ALLVEG LOADED AF BÚNAÐI) og ekki eru margir Induvidual bílar á landinu held ég... Númer : EN-958.. Vél : 5,4L V12.. skilar : 326hp og 490nm togi og er 6,8 sec í hundrað.. Hann er svartur og shadowline (bara cool) og á 20" Alpinu felgum. Svo er 2 falt K&K opið púst undir honum,Mjöög þéttur og solid bíll í mjög góðu ástandi,samt buin að eyða um 200þ í viðgerðum á honum,þ.e.a.s nýjar bremsur,spindilkúlur,súrefnis og knastásskynjara og eitthvað fleira smá stöff. Ég setti líka cromlista á skottlokið til að lífga aðeins upp á hann. Bíllin var fluttur inn 2003 og var þá ekin 175þ km og er búin að vera ekinn 15þ km á íslandi síðan hann kom til landsins ..og lakkið er bara mjög gott á honum (allavega hef ég ekki séð það betra á þessari árgerð).. Hérna eru myndir af bílnum.... http://minnsirkus.is/Photos/Album.aspx? ... bumid=8373 KV Haraldur.. | |
| Author: | íbbi_ [ Thu 23. Nov 2006 11:45 ] | 
| Post subject: | |
| held ég hafi séð þig á honum.. BARA flott græja hvernig líkar þér við E38 meðað við E39? ég er alveg dáleiddur hérna meðan ég keyri um | |
| Author: | Roark85 [ Thu 23. Nov 2006 11:47 ] | 
| Post subject: | |
| E38 er náttla stærri og rumbetri á allan hátt,og mér finnst aflið í honum miklu þéttara og þægilegra þótt e39 540 sé aðeins sprækari. mér likar bara mjög vel við hann,þótt maður sakni samt alltaf aðeins gamla Touring..   | |
| Author: | íbbi_ [ Thu 23. Nov 2006 12:16 ] | 
| Post subject: | |
| hann var líka orðinn svo flottur hjá þér. ég persónulega fíla svo hreyfingarnar í þeim þegar þeir eru orðnir sona stórir.. alger snilld að sigla þessu eftir góðum vegum, | |
| Author: | Schulii [ Thu 23. Nov 2006 13:24 ] | 
| Post subject: | |
| Til hamingju!! E38 eru svoooo flottir bílar og miðað við lýsinguna virðist þú hafa verið að kaupa einn fullorðins! | |
| Author: | ömmudriver [ Thu 23. Nov 2006 14:02 ] | 
| Post subject: | |
| Til hamingju mað kvikindið   Af lýsingunni að dæma þá er þetta, jú fullorðins bíll, endilega henda inn myndum við tækifæri   | |
| Author: | BMWRLZ [ Thu 23. Nov 2006 15:36 ] | 
| Post subject: | |
| Flottur bíll, og persónulega finnst mér E38 MIKLU skemmtilegri bíll heldur enn E39, allavega eru hreyfingarnar, fjöðrunin og veghljóð margfalt skemmtilegra í E38 bílnum mínum á móti E39. | |
| Author: | íbbi_ [ Thu 23. Nov 2006 17:21 ] | 
| Post subject: | |
| enda samtíma bílarnir frá þeim.. og annars þeirra sá sverasti, þannig að mér i.m.o finnst það frekar augljóst að sjöan sé meiri bíll, hinsvegar fíla ekki allir sona fleka í akstri, | |
| Author: | Roark85 [ Thu 23. Nov 2006 18:28 ] | 
| Post subject: | |
| mér finns miklu þægilegar að keyra 7unaenda er hann með S-EDC (sport-electronic damper control) og get stillt hvort hann sé stífur eða mjög mjúkur. | |
| Author: | Bandit79 [ Fri 24. Nov 2006 02:37 ] | 
| Post subject: | |
| Tilhamingju  bara flottur bíll ... og helvíti pimpaðar felgur   | |
| Author: | Aron Fridrik [ Fri 24. Nov 2006 12:47 ] | 
| Post subject: | |
| BARA flottur bíll.. flottasta útlitið af 7unni   | |
| Author: | Angelic0- [ Fri 24. Nov 2006 13:19 ] | 
| Post subject: | |
| Roark85 wrote: E38 er náttla stærri og rumbetri á allan hátt,og mér finnst aflið í honum miklu þéttara og þægilegra þótt e39 540 sé aðeins sprækari. mér likar bara mjög vel við hann,þótt maður sakni samt alltaf aðeins gamla station..   Ég einfaldlega verð að leiðrétta þig! Það er Touring, og það er disgrace að segja Station eins og þetta sé einhver Volvo / Opel eða eitthvað á því leveli   | |
| Author: | Aron Fridrik [ Fri 24. Nov 2006 14:07 ] | 
| Post subject: | |
| p.s. ef þessi bíll segir ekki drugdealer þá veit ég ekki hvað   hehe.. annars var nú james bond á svona   | |
| Author: | Roark85 [ Fri 24. Nov 2006 15:30 ] | 
| Post subject: | |
| Angelic0- wrote: Roark85 wrote: E38 er náttla stærri og rumbetri á allan hátt,og mér finnst aflið í honum miklu þéttara og þægilegra þótt e39 540 sé aðeins sprækari. mér likar bara mjög vel við hann,þótt maður sakni samt alltaf aðeins gamla station..   Ég einfaldlega verð að leiðrétta þig! Það er Touring, og það er disgrace að segja Station eins og þetta sé einhver Volvo / Opel eða eitthvað á því leveli  Búnað laga þetta   | |
| Author: | Roark85 [ Sun 26. Nov 2006 23:59 ] | 
| Post subject: | |
| ég var að spá,ég lét taka Y kútin undan e39 540 bilnum (resonator kútin) ætli það komi eitthvað flottara hljóð útur V12 ef eg tek hann í burtu og ætli eg missi eitthvað afl...er einhver her sem hefur heyrt i v12 með kraftpúst og háfaða???og getur svarað mér!! þetta er bara svona pæling!! | |
| Page 1 of 2 | All times are UTC | 
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ | |