bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 518 e28 '88 - Update 15/03 - 533i in the making
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=18540
Page 1 of 3

Author:  srr [ Sun 19. Nov 2006 19:58 ]
Post subject:  BMW 518 e28 '88 - Update 15/03 - 533i in the making

Loksins er ég orðinn BMW eigandi 8)

Fyrsti gripurinn minn hefur víst komið við sögu hér á kraftinum áður.
Þessi bíll var áður í eigu Bjarka og núna síðast Gunna formanns.

Það sem um ræðir....

BMW 518, E28 módel
Nýskráður 23.10.1987 og er því orðinn 19 ára gamall.
M10B18 - 1767cc
Boddý er ekið 222.000 km.
Bjarki skipti um vél í þessum bíl sumarið 2004 eftir að stimpill gaf sig í gömlu.
Það var sett önnur M10B18 ofan í ekin aðeins 140.000 km þá, en það eru 12.000 km síðan.

Rafmagn í rúðum að framan og speglum. Manual topplúga.
Samlæsingar
Shadowline
Gjörsamlega óslitin sæti og innrétting. Ekki einu sinni saumspretta á sætunum! :shock:
Blaupunkt geislaspilari (sett í af Gunna formanni).

Það sem hrjáði bílinn var EKKI NEITT.
Settur var annar rafgeymir í bílinn og farið út að aka í gærkvöldi 8)
Við Gunni bróðir héldum að annar afturöxullinn væri búinn að gefa sig, en þegar var verið að tjakka bílinn upp,
kom í ljós að felguboltarnir voru bara LAUSIR :shock:
(Gunni búinn að keyra alla leið frá RVK-KEF með lausa bolta, hehe :shock: )
Þannig að öxulvandræðin voru úr sögunni með að herða boltana bara :wink:
Svo ef einhverjum vantar, þá á ég tvo heila öxla úr 525 e28 :lol:

Ég ætla mér að eiga þennan bíl í vetur og koma honum í þokkalegt ástand.

Svo að lokum eru hér myndir frá því þegar ég náði í hann í Keflavík.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Og litlu bifvélavirkjarnir mínir stóðu með mér í gegnum þetta allt saman 8)
Image

Author:  Jón Ragnar [ Sun 19. Nov 2006 20:07 ]
Post subject: 

Heheh svalur!

Fíla E28 í ræmur og þessi er alveg VEL heill 8)

Author:  srr [ Sun 19. Nov 2006 20:24 ]
Post subject: 

Hérna eru myndir frá því í kvöld, þegar bíllinn var kominn í vetrarfærðina.

Image
Image
Image

Læt laga dekkið á morgun, svo hann verði nú á 4x Basket :lol:

Author:  iar [ Sun 19. Nov 2006 20:50 ]
Post subject: 

Gott að vera á IX yfir veturinn. :-P

Til lukku með gripinn!

Author:  jens [ Sun 19. Nov 2006 21:10 ]
Post subject: 

Til lukku með gripinn, helsvalur bíll. E28 er 8) . Hvað eru svo verið að plana fyrir bílinn, á alltaf eitthvað E28 dót í skúrnum sem er fyrir mér ætla að skoða hvort eitthvað sé þar sem þú getur notað.

Author:  srr [ Sun 19. Nov 2006 21:15 ]
Post subject: 

jens wrote:
Til lukku með gripinn, helsvalur bíll. E28 er 8) . Hvað eru svo verið að plana fyrir bílinn, á alltaf eitthvað E28 dót í skúrnum sem er fyrir mér ætla að skoða hvort eitthvað sé þar sem þú getur notað.

Endilega tékkaðu á því hvað er til.
Það er OF mikið til af dóti í skúrum landsmanna :lol:

Author:  Alpina [ Sun 19. Nov 2006 21:53 ]
Post subject: 

Er hrifnari af KLZE 2.5

Author:  srr [ Sun 19. Nov 2006 22:00 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Er hrifnari af KLZE 2.5

Það verður líka sett í rauða í vetur 8)

Author:  . [ Sun 19. Nov 2006 22:34 ]
Post subject: 

mér finnst ég nú kannast aðeins við þennan :? held að þetta sé bíllinn sem ég seldi 2003

Author:  srr [ Sun 19. Nov 2006 22:35 ]
Post subject: 

. wrote:
mér finnst ég nú kannast aðeins við þennan :? held að þetta sé bíllinn sem ég seldi 2003

Jebb, Bjarki keypti þennan bíl af þér :wink:

Sbr...Þráð dagsettann Fös 21. Nóv 2003 08:26

Bjarki wrote:
. wrote:
Sæll, ég seldi þér víst bílinn þarna um daginn, til hamingju með að vera búinn að koma honum á götuna ég vissi að það leyndist bíll undir þessu ryklagi einhverstaðar :oops:

var ekki lakk í brúsa til að bletta hann þarna einhverstaðar í honum?

eða tók ég það úr? :?


Takk takk!

Það var eitt og annað þarna í bílnum en ekkert lakk.....

Author:  Hannsi [ Sun 19. Nov 2006 22:38 ]
Post subject: 

sá þessa sjálfrennireið í kef í gær 8)

Author:  bjahja [ Sun 19. Nov 2006 22:42 ]
Post subject: 

iar wrote:
Gott að vera á IX yfir veturinn. :-P

Til lukku með gripinn!


Haha, var smástund að fatta þennan :lol:
En til hamingju með bílinn 8)

Author:  íbbi_ [ Sun 19. Nov 2006 22:46 ]
Post subject: 

svalur E28 og krúttlegir littlir aðstoðabifvélavirkjar :D

Author:  ValliFudd [ Sun 19. Nov 2006 22:47 ]
Post subject: 

búinn að prófa að vera á e28 518 að vetri... ótrúlega duglegur í snjó og mjööög skemmtilegt að leika sér á honum 8) líklegast skemmtilegasti ólæsti-drift-í-snjó bíll sem ég hef verið á :)

Author:  srr [ Sun 19. Nov 2006 22:49 ]
Post subject: 

ValliFudd wrote:
búinn að prófa að vera á e28 518 að vetri... ótrúlega duglegur í snjó og mjööög skemmtilegt að leika sér á honum 8) líklegast skemmtilegasti ólæsti-drift-í-snjó bíll sem ég hef verið á :)

Var þinn e28 ekki 525 ?

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/