Halló ég er ekki búinn að vera mjög virkur á spjallinu en er þó alltaf hér inná en ég er allavegana búinn að fá mér loksins alvöru bimma 325i e30 limosine en eins og kanski eitthverjir vita er þetta bíllinn hans Bjarka hann er ótrúlega vel með farinn og flottur að mínu mati hann er með:
Sportsæti
Topplúga
BMW SoundSystem
MapLight spegill
Svartur toppur
Opið drif!
ShadowLine
Mtech I stýri
Bíllinn er ekinn 211þkm, skoðaður ’07 án ath, ný tímareim og strekkjari, ný kerti, ný loftsía, nýsmurður, ventlastilltur, ný kol í alternator. Nýjir diskar, klossar og handbremsuborðar að aftan. 4 eigendur úti, fyrirtæki, gyðingur fæddur ’57 svo einn Dr. fæddur ’39 og svo kaupir vinur hans vagninn af honum og vinurinn er líka Dr. og fæddur ’41, svo Bjarki og svo ég
Felgurnar fara bílnum einstaklega vel 15” BBS, allar miðjur á sínum stað og dekkin eiga nóg eftir. Í bílnum er plain Blaupunkt kassetutæki, rafmagnsloftnetið virkar, það fer upp og niður. Það er vökvastýri í bílnum og kastararnir.
Ég ætla mér að fá mér læst drif, filmur, strut brace, cd spilara, lækka hann og fikta eitthvað í húddinu og ábyggilega fleira.
