bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E30 Touring [OO=[][]=OO] -Skverun og myndir bls. 3-
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=17210
Page 1 of 3

Author:  JOGA [ Tue 05. Sep 2006 21:14 ]
Post subject:  E30 Touring [OO=[][]=OO] -Skverun og myndir bls. 3-

Sæl öll,

Ég keypti mér nýlega E30 Touring sem mig er búið að dreyma um lengi. Hann þurfti og þarf smá viðhald en er í grunninn mjög góður. Lítið ryð, lítið ekinn og almennt mjög þéttur.

Sem sagt:

BMW 320i
árg. 1989 (nýskráður í mars 1990)
ekinn: 183.000km (150.000km á vél)
Topplúga
M-tech I stýri
Kastarar
Læst drif orginal (sem er ekki lengur í :cry: )

Ég keypti bílinn fyrir rúmlega mánuði og en bíllinn/fyrri eigandi var búinn að vera seinheppinn og það var hellingur af smáatriðum að hrjá hann.

Ég skipti t.d. um hanskahólf, gírskiptileður, afturljós, stýrisenda, dekk, púst, perur og annað smálegt og er ekki búinn en þó það helsta sé komið.
Edit: Gleymdi að segja að altenatorinn var kapút og bíllinn því ógangfær þegar ég fékk hann. :wink: (bara svo að sem flest komi fram)

Ég keypti líka ný númer og fékk á hann ´07 skoðun án athugasemda.

Ég var svo að mála ljósin rauð. Það tókst ágætlega en mætti náttúrulega alltaf vera betra en ég hafði sem fyrirmynd orginal rauðu ljósin (ef þið eruð að velta því fyrir ykkur af hverju ég hafði bakkljósin smá bleik). Einnig prófaði ég að mála grillið svart og finnst það fara honum rosalega vel.

En ég á enn eftir að skipta um bretti, mála og laga. Geri það fyrst áður en ég fer að breyta meira. En á listanum er að lækka hann og þétta fjöðrun, felgur og svo vonandi eitthvað örlítið sprækara í húddið.

En hér eru myndir. Endilega commentið. Hef sjaldan verið jafn spenntur/ánægður með bíl :oops: :wink:

Fyrir sprautun á ljósum:
Image
Eftir sprautun:
Image
Og nokkrar af bílnum eins og hann er núna:
Image
Image
Image
Image

Og svo ein að lokum af honum þegar ég fékk hann:


Image


P.s. myndirnar eru teknar á ódýra Easy share vél og var svolítið erfitt að ná þeim góðum en mér fannst þessar koma best út.

Author:  gstuning [ Tue 05. Sep 2006 21:25 ]
Post subject: 

málið er aðra felgur

Author:  elfar [ Tue 05. Sep 2006 21:26 ]
Post subject: 

flottur.. touring er málið!

Author:  moog [ Tue 05. Sep 2006 21:32 ]
Post subject: 

Touring bílar eru hiklaust málið... 8)

Synd hvernig fór með læsta drifið í bílnum....

Gaman að sjá þegar er verið að taka svona bíla almennilega í gegn :)

Author:  Hemmi [ Tue 05. Sep 2006 23:07 ]
Post subject:  Re: E30 Touring [OO=[][]=OO]

haha þetta [OO=[][]=OO] er snilld :P

Author:  JOGA [ Tue 05. Sep 2006 23:33 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
málið er aðra felgur


Já þar er ég sammála en ég ákvað á endanum að eyða þessum fáu krónum sem ég eftir í bili í það að laga lakk/ryð og koma vélinni í sem best form. Þ.e. ventlastilla, kerti, lok, hamar o.s.frv. (enn eftir að klára þetta alveg)

Ætla svo að lækka hann næst og kaupa nýja framsvuntu og hugsanlega smá hluti eins og stefnuljós og augabrúnir. Svo koma vonandi felgur...

Author:  siggik1 [ Wed 06. Sep 2006 00:02 ]
Post subject: 

flottur, endilega koma með fleirri myndir

en hvernig er ´það, keypti einhver frá bílanaust nissaninn ? sá einn eins alveg límmiða kíttaður ´´i límmuðum frá naustinu og merktur einhverjum ella

Author:  JOGA [ Wed 06. Sep 2006 00:12 ]
Post subject: 

siggik1 wrote:
flottur, endilega koma með fleirri myndir

en hvernig er ´það, keypti einhver frá bílanaust nissaninn ? sá einn eins alveg límmiða kíttaður ´´i límmuðum frá naustinu og merktur einhverjum ella


Jamm, það keypti rúmmlega fimmtugur maður Nissaninn. Hann vinnur í Bílanaust.

Eru límmiðar á bílnum :)
Það verð ég að sjá.

En ég held að hann eigi eftir að hugsa vel um bílinn.

Author:  siggik1 [ Wed 06. Sep 2006 00:41 ]
Post subject: 

já hann leit vel út, sá hann fyrir utan bílanaust

Author:  JOGA [ Fri 13. Oct 2006 11:57 ]
Post subject: 

Guten tag,

Smá update. Þetta er svo gaman :P

Pantaði mér svona. Fæ það í næstu viku:

Sem sagt Rieger infinity framsvunta.

Image

Svo keypti ég járnsvuntuna fyrir ofan þetta sem var aðeins beygluð hjá mér.

Einnig er ég kominn með nýjar felgur í mínar hendur. Keypti þær af meðlimi og fór með í viðgerð.

Kem með myndir af því fljótlega en hér er smá vísbending:

Image
(fengið að láni hjá fyrri eiganda)

Svo er ég að vinna í pöntun frá Bav.Auto. Tímareim, strekkjari, vatnsdæla, kveikjulok og hamar, kerti og kertaþræðir ofl.

Einnig búinn að fá flesta smáhluti sem mig vantaði úr bíl sem var verið að rífa hér heima.

Gaman gaman.

Kem með myndir þegar ég er búinn að koma einhverju af þessu á bílinn.

Author:  jens [ Fri 13. Oct 2006 12:37 ]
Post subject: 

Bíllinn verður hrikalega flottur. Fékk að skoða þennan bíl um daginn og verð að segja að ég er mjög spenntur með að sjá útkomuna þegar hann verður til.

Author:  JOGA [ Sat 09. Dec 2006 21:59 ]
Post subject: 

Jæja,

Búinn í prófum (enn að leggja loka hönd á lokaritgerðina (smá að stelast :lol: ))

Keypti mér bílinn sem Jón Mar var að selja og ætla að nota ýmislegt úr honum til að lag minn til. Fór og sótti hann í morgunn og hann gekk eins og klukka í bæinn. Maður finnur svolítið fyrir skekkjunni í hjólabúnaðinum á hálku en annars er hann ágætur. Svolítið meira slitinn en hinn bíllinn en marg gott sem ég get nýtt.

Hér er mynd af bílnum sem ég tók áður en ég lagði af:
Image

Mynd af stólunum sem fara í non IX (þarf aðeins að láta bólstra samt)
Image

Er reyndar enn að bíða eftir Rieger svuntunni en þangað til er ég líka búinn að redda mér orginal svuntu. Fínt í vetur.

Fer í það í des/jan að færa á milli og sjæna. Tek myndir þegar eitthvað gerist.

P.s.

Svona var færðin í byrjun ferðar:
Image

Author:  Eggert [ Sun 10. Dec 2006 11:57 ]
Post subject: 

Bara flott hjá þér Jón Garðar! :wink:

Author:  Frikki [ Sun 10. Dec 2006 11:59 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll, til hamingju með hann. Það verður gaman að fylgjast með þér, þú ert helvíti duglegur að taka myndir ! Keyri sjálfur á E46 Touring og þeir eru málið :wink: Fyndið samt, las einhversstaðar að BMW sagði að Touring og Station væri bara eins og svart og hvítt. Afsakið að ég muni þetta ekki betur en fannst þetta samt fyndið.

Vona að þér gangi vel með hann.

Má til gamans geta að ég og bílinn erum jafngamlir, er fæddur 1989.

Author:  JOGA [ Wed 10. Jan 2007 23:49 ]
Post subject: 

Smá innlegg:

Fór með bílinn í skoðun í dag og hann stóð sig eins og hetja 8)
Image

Annars var ég að fletta í gegnum myndirnar sem ég hef tekið og fann eina sem ég tók af honum á "nýju" felgunum sem kom ágætlega út.

Sjæna þessar aðeins fyrir sumarið. Ætti að verða flottur með nýja lipinu. Einnig er ég að spá í að skella mér í smá lækkun. Vonandi fljótlega.

Image

Annars er það að frétta að ég ætla (ekki flame-a mig :lol: ) að reyna að troða IX vélinni (M20b25) í bílinn fljótlega (lesist á árinu). Byrja á því að taka hana úr IX-inum og troða henni á vélastand og dúlla mér í því að vetnlastilla, skipta um tímareim ásamt því að reyna að breyta henni þannig að hún passi í i bíl.

Kemur í ljós hvernig það gengur en vélinn er bara það góð að ég mér finnst ég verða að prófa það.

Vonnandi að maður verði ekki algjör "WANNABE" :lol: og láti verða af þessu.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/