Ákváð að smella einhverju hérna inn
Keypti BMW 320d skráður 29/11/1998 um daginn...
Virkilega skemmtilegur bíll er búinn að keyra hann bæði í langkeyrslu og innanbæjar og er alveg gáttaður á því hvað hann eyðir litlu.
Fór með hann um daginn og lét taka báða "hvarfakútana" og lét setja 2 1/2"
púst frá túrbínu og undir miðjan bíl,
Framtíðarplön eru að panta tuningbox í hann, klára að setja 2 1/2"púst undir
og láta setja filmur í hann.
Væri fínt ef ég gæti fengið einhverjar upplýsingar hvar ég gæti fundið
tuningbox í hann því að
http://www.tuningbox.com/ svara ekki fyrirspurnum
sem ég hef sent þeim. Og margir af þessum "tuning" fyrirtækjum krefjast að
það sé komið með bílinn til þeirra.
Hér er ein mynd sem ég stal hérna af kraftinum.
Með kveðju
Halldór Örn