bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 320d 4/2002
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=17083
Page 1 of 1

Author:  Schulii [ Mon 28. Aug 2006 23:28 ]
Post subject:  BMW 320d 4/2002

Sælir Kraftar.

Ég var að kaupa mér BMW E46 320d Touring framleiddur 4/2002

Búnaðurinn sem ég man er:
* svart leður
* cruise control
* ASC
* handfrjáls GSM búnaður
* aðgerðastýri
* 17" felgur
* Digital miðstöð með loftkælingu
* sport fjöðrun

..held að þetta sé sirka allt!

En allavega þá er hann beinskiptur og virkilega ljúfur og þægilegur í akstri og vinnslan kom mér verulega á óvart. Enginn "racer" en skemmtilegur og sprækur í innanbæjarsnattinu. Hann er allur eins og nýr og hefur fengið frábært viðhald. Varla verið setið í neinu sæti nema bílstjórasætinu.
Ég er ekki búinn að taka myndir og þeir eru strax búnir að taka hann af söluskrá í Höfðahöllinni þó svo að hann hafi verið seldur kl.20:30 í kvöld :) þannig að ég verð bara að taka myndir sem fyrst og sýna hérna 8)

Ég ætla að auglýsa það nánar seinna en allavega er eitt stykki E32 730i V8 til sölu hér með :)

Author:  Jss [ Mon 28. Aug 2006 23:30 ]
Post subject: 

Til hamingju með þetta, ábyggilega "ideal" bíll í innanbæjarsnattið og framleiðir væntanlega nánast diesel í langkeyrslunni.

Author:  ///MR HUNG [ Tue 29. Aug 2006 00:04 ]
Post subject: 

Er þetta steingrái bíllinn ?

Author:  Schulii [ Tue 29. Aug 2006 00:08 ]
Post subject: 

///MR HUNG wrote:
Er þetta steingrái bíllinn ?


Jebb, þetta er hann! Ekinn 155.000

Author:  ///MR HUNG [ Tue 29. Aug 2006 01:00 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
///MR HUNG wrote:
Er þetta steingrái bíllinn ?


Jebb, þetta er hann! Ekinn 155.000
Það er flottur bíll.

Þú verður ekki svikinn af svona diesel apparati.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/