bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 320d 4/2002 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=17083 |
Page 1 of 1 |
Author: | Schulii [ Mon 28. Aug 2006 23:28 ] |
Post subject: | BMW 320d 4/2002 |
Sælir Kraftar. Ég var að kaupa mér BMW E46 320d Touring framleiddur 4/2002 Búnaðurinn sem ég man er: * svart leður * cruise control * ASC * handfrjáls GSM búnaður * aðgerðastýri * 17" felgur * Digital miðstöð með loftkælingu * sport fjöðrun ..held að þetta sé sirka allt! En allavega þá er hann beinskiptur og virkilega ljúfur og þægilegur í akstri og vinnslan kom mér verulega á óvart. Enginn "racer" en skemmtilegur og sprækur í innanbæjarsnattinu. Hann er allur eins og nýr og hefur fengið frábært viðhald. Varla verið setið í neinu sæti nema bílstjórasætinu. Ég er ekki búinn að taka myndir og þeir eru strax búnir að taka hann af söluskrá í Höfðahöllinni þó svo að hann hafi verið seldur kl.20:30 í kvöld ![]() ![]() Ég ætla að auglýsa það nánar seinna en allavega er eitt stykki E32 730i V8 til sölu hér með ![]() |
Author: | Jss [ Mon 28. Aug 2006 23:30 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með þetta, ábyggilega "ideal" bíll í innanbæjarsnattið og framleiðir væntanlega nánast diesel í langkeyrslunni. |
Author: | ///MR HUNG [ Tue 29. Aug 2006 00:04 ] |
Post subject: | |
Er þetta steingrái bíllinn ? |
Author: | Schulii [ Tue 29. Aug 2006 00:08 ] |
Post subject: | |
///MR HUNG wrote: Er þetta steingrái bíllinn ?
Jebb, þetta er hann! Ekinn 155.000 |
Author: | ///MR HUNG [ Tue 29. Aug 2006 01:00 ] |
Post subject: | |
Schulii wrote: ///MR HUNG wrote: Er þetta steingrái bíllinn ? Jebb, þetta er hann! Ekinn 155.000 Þú verður ekki svikinn af svona diesel apparati. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |