bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E39 528IA '00
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=17052
Page 1 of 1

Author:  Þórólfur [ Sun 27. Aug 2006 13:00 ]
Post subject:  E39 528IA '00

Búinn að vera leynigestur hérna á kraftinum í smá tíma vegna þess að ég verslaði mér BMW fyrir rúmum mánuði.
Ævintýrið byrjaði snemma sumars þegar ég byrjaði að litast um eftir nýjum fáki. Flótlega beindust augun þó að BMW og eftir smá hjálp frá vinnufélaga fannst bíllinn.

Sá sem varð fyrir valinu er BMW 528 IA árgerð 2000. Bíllinn var innfluttur frá Þýskalandi síðastliðið haust og er í toppstandi.
Hérna er svo mynd sem ég tók af honum á ferðalagi um suðurland. (Já, ég veit að framhjólið snýr í vitlausa átt :wink: )

Ég mun eitthvað skoða það að hlaða á hann aukabúnaði svosem Xenon/Angle-eyes og fleira. Allar ábendingar eru vel þegnar.

Image

Author:  jens [ Sun 27. Aug 2006 14:42 ]
Post subject: 

Velkominn á kraftinn og til lukku með gripinn. Virkilega huggulegur bíll.

Author:  íbbi_ [ Sun 27. Aug 2006 17:16 ]
Post subject: 

ég skoðaði þennan bíl þegar ég var að leyta mér af bíl síðast.. drekkhlaðinn og vel með farinn..´ef þetta hefði verið 540 þá ætti ég hann í dag :D

Author:  Jón Ragnar [ Sun 27. Aug 2006 18:48 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
ég skoðaði þennan bíl þegar ég var að leyta mér af bíl síðast.. drekkhlaðinn og vel með farinn..´ef þetta hefði verið 540 þá ætti ég hann í dag :D


Skoðaði þennan frekar mikið þegar ég var að kaupa

Author:  IvanAnders [ Sun 27. Aug 2006 19:02 ]
Post subject: 

Flottur, til hamingju :wink:

Author:  noyan [ Tue 29. Aug 2006 17:54 ]
Post subject: 

Fallegur bíll, facelift ljós allan hringinn og hann er bling 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/