Keypti þennan á sunnudeginum fyrir viku.
Þetta er semsagt 2001 árgerð af e46, kom mér rosalega á óvart hvað þetta er góður bíll
Liturinn er Black Sapphire Metallic
Hann situr eins og er á e60 felgum, sem fylla skemmtilega útí hjólaskálarnar, en planið er að skipta þeim út.
Pluss áklæði er í bílnum, sem er tilbreyting frá leðrinu, en þægilegt á þann hátt að það er ekki ískallt á morgnanna og brennandi heitt í sólinni.
Hann er filmaður að aftan, held það sé ljósast.
Beinskiptur, megasprækur fyrir 1800 bíl.
Svona var hann þegar ég fékk hann


Fór strax og þreif hann og bónaði


Mátði einnig rondell 58 felgurnar undir til gamans


Skellti síðan einkanúmerinu á mánudeginum




Síðan í gær laugardag, skipti ég um bremsuklossa að aftan, Textar og þreifara.
Ásamt því að ég sauð pústkút undir með dual enda, sem lýtur mikið betur út.
