bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36 318is Coupe 1992 78.000Km
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=16907
Page 1 of 2

Author:  Gunnar Þór [ Fri 18. Aug 2006 00:34 ]
Post subject:  E36 318is Coupe 1992 78.000Km

Var að eignast þennan 318is 1992
ekinn 78.000 km

Kom mér skemmtilega á óvart hversu sprækur hann er og skemmtilegur í akstri.

Image

Image

Image

Image

Image
V8 Benzinn og "nýji" BMWinn

Author:  Jss [ Fri 18. Aug 2006 00:44 ]
Post subject: 

Smekklegir bílar báðir tveir, en hvernig finnst þér 318is bíllinn miðað við Benz-ann?

Author:  srr [ Fri 18. Aug 2006 00:56 ]
Post subject: 

78.000 km ?? :shock:
14 ára gamall bíll.
Furðulegt :wink:

Author:  Karlsson [ Fri 18. Aug 2006 08:50 ]
Post subject: 

srr wrote:
78.000 km ?? :shock:
14 ára gamall bíll.
Furðulegt :wink:


nákvæmlega það sem ég hugsaði furðulegt :roll:

Author:  Gunnar Þór [ Fri 18. Aug 2006 13:30 ]
Post subject: 

Karlsson wrote:
srr wrote:
78.000 km ?? :shock:
14 ára gamall bíll.
Furðulegt :wink:


nákvæmlega það sem ég hugsaði furðulegt :roll:


Ég hefði heldur ekki trúað því, en það fylgir þjónustubók frá B&L sem staðfestir þennan litla akstur. Bíllinn var lengst af í eigu frúar frá 1945!!!

Author:  Gunnar Þór [ Fri 18. Aug 2006 13:33 ]
Post subject: 

Jss wrote:
Smekklegir bílar báðir tveir, en hvernig finnst þér 318is bíllinn miðað við Benz-ann?


Gjörólíkur - ég átti ekki von á að hafa gaman af því að keyra 4cyl 140hö bíl eftir að vera vanur 280hö V8, en hann er svo lítill og sprækur að ég er allveg í skýjunum með hann (kannski maður selji bara Benzann).

Author:  gstuning [ Fri 18. Aug 2006 13:37 ]
Post subject: 

fyndið að hafa alnafna á spjallinu,

truflar mann bara ef eitthvað er :wink:

Author:  Gunnar Þór [ Fri 18. Aug 2006 15:15 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
fyndið að hafa alnafna á spjallinu,

truflar mann bara ef eitthvað er :wink:


Alnafna?

Author:  gstuning [ Fri 18. Aug 2006 15:19 ]
Post subject: 

Gunnar Þór wrote:
gstuning wrote:
fyndið að hafa alnafna á spjallinu,

truflar mann bara ef eitthvað er :wink:


Alnafna?


ég heiti Gunnar Þór líka

Author:  Ingsie [ Fri 18. Aug 2006 15:36 ]
Post subject: 

Til hamingju... Virkilega flottur... =)

Author:  ///MR HUNG [ Mon 21. Aug 2006 00:01 ]
Post subject: 

Nohh...

Þú hefðir nú getað lyft myndavélinni aðeins því þá hefðu komið M5 og E-46 með á myndinni :lol:

Image

Author:  Gunnar Þór [ Mon 21. Aug 2006 21:13 ]
Post subject: 

Hva, glittir ekki í toppinn á þeim :wink:

Author:  Niel [ Tue 22. Aug 2006 22:37 ]
Post subject: 

Glæsilegur vagn! Ég get staðfest þennan akstur. Ég var sjálfur að spá í að kaupa bílinn og hringdi í nokkra góða BMW-menn m.a. félaga minn hjá B&L og það stóð ekki á svörum. Allir könnuðust við um hvaða bíl var að ræða og það var sami eigandi frá 1992 þangað til í maí held ég 2006.

Það sem meira er að mælirinn sýnir rúm 50 þ.km ef ég man rétt og svo er ítarleg lýsing í þjónustubókinni þar sem talað er um að skipt hafi verið um mæla. allt stimplað og gúdderað af umboðinu. Búinn að fara í öll inspection I & II miðað við akstur og aldur.

Ég prófaði vagninn og hann er svakalega þéttur og góður í akstri.
Leyfi mér bara að lýsa yfir öfund hér og nú...

Author:  Krusifight [ Wed 23. Aug 2006 00:00 ]
Post subject: 

Allir með svart leður nema ég
:(

Author:  Ingsie [ Sat 26. Aug 2006 19:05 ]
Post subject: 

Krusifight wrote:
Allir með svart leður nema ég
:(


allir með topplúgu nema ég :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/