Lagði af stað til Egilsstaða í morgun kl 8:30
Bílnum lagt við reykjavik airport
Ferðin var farin til að kaupa bíl til hugsanlegra nota sem winterbeater eða slátur, fór eftir ástandi. En ég hafði ekki séð bílinn áður þannig að ég vissi ekki hvernig ástandi hann var í. Ég setti auglýsingu í fréttablaðið í gær og auglýsti eftir 2 dyra E30 1987-1990 með það í huga að finna bíl með heilarhurðar og frambretti. Fékk svo hringingu rétt fyrir kl 18 þar sem mér var boðinn E30 318is 1991 módel keyrðann 124k mílur. Hljómaði sem ágætis bíll og ákvað ég að slá til í gærkvöldi og pantaði flug austur.
Ég lentur og þá kemur bíllinn, þetta lítur út fyrir að vera mjög heillegt vel upphækkað eintak og þokkalegum mudder nagladekkjum, voðalega lítið ryð, Sportsæti, m42b18 vélin í sæmilegum gír og responsar bara vel við gjöfinni, held það sé læst drif í honum amk þá skildi hann 2 góð för á malarveginum

Lakkið bara allt í lagi með kústaförum, rafmagn í rúðum, vökvastýri, diskar að aftan, abs, topplúga, vindhlíf ofan á toppnum, svartur á 14" bottlecaps.
Nokkrar myndir á leiðinni og flest allar teknar á ferðinni.
Bíllinn er alveg sæmilegur í akstri og ég verð að segja að m42 vélin kemur skemtilega út í E30, náttúrulega ekki mesta afl í heimi en bara temmilegt.
Plön: á eftir ákveða hvað ég geri við hann, möguleiki að ég hendi í hann m tech fjöðrun sem ég fékk með 325i.