bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG+M-Tech II
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=16589
Page 147 of 152

Author:  tinni77 [ Mon 03. Nov 2014 21:58 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

Round #5 á þessa umræðu haha

Author:  gstuning [ Tue 04. Nov 2014 07:47 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

Alpina wrote:
bimmer wrote:

Hp vinnur rönn.


Jájá.. so what

togið er það sem maður vill dags daglega 8)


:argh:

Author:  JonFreyr [ Tue 04. Nov 2014 09:43 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

Alpina wrote:
bimmer wrote:

Hp vinnur rönn.


Jájá.. so what

togið er það sem maður vill dags daglega 8)



Verð eiginlega að rúlla með T-Rex í þetta skiptið, redline rönn eru svosum ágæt en mér finnst langskemmtilegast að nota togið á lægri snúningi. Tuðran mín er bara ekkert skemmtileg fyrir ofan 4000 snúninga, ásarnir ekki gerðir fyrir þannig akstur og túrbínan af minni gerðinni.

Newton all day long, fyrir allt annað kaupir maður Civic.

Author:  Alpina [ Tue 04. Nov 2014 09:49 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

Hahaha.. Jón Freyr orðar þetta ágætlega


en nýjasta trendið er þetta M73 vél með M70 heddum og Schrick ásum...þetta er að gera meira en oem S70B56 8)

stefni rakleitt í slíkt

Author:  fart [ Tue 04. Nov 2014 10:42 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

Alpina wrote:
Hahaha.. Jón Freyr orðar þetta ágætlega


en nýjasta trendið er þetta M73 vél með M70 heddum og Schrick ásum...þetta er að gera meira en oem S70B56 8)

stefni rakleitt í slíkt


Ætti þetta ekki að vera akkúrat öfugt?
M70 vél með M73 heddum??

Author:  bimmer [ Tue 04. Nov 2014 10:50 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

"Þetta á bara að vera virðulegur krúser" yari yari yari...

Strax farið að spá í tjúningum.

Á eftir að enda í blásinni geðveiki :lol:

Author:  fart [ Tue 04. Nov 2014 12:06 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

bimmer wrote:
"Þetta á bara að vera virðulegur krúser" yari yari yari...

Strax farið að spá í tjúningum.

Á eftir að enda í blásinni geðveiki :lol:

Mér líður þannig :lol: 8)

Author:  Alpina [ Tue 04. Nov 2014 12:17 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

Mér finnst þetta frekleg ummæli að slá einhverju fram eins og að ,,,, togið skiptir engu máli,,,,,,,,

ber vott um hroka af verstu gerð og hreinlega verið að gera lítið úr sjálfum sér finnst mér

man aldrei eftir að bílaframleiðandi og eða vélaframleiðandi hafi kastað annarri eins vitleysu fram

eitt gott dæmi er einmitt um daglega keyrslu... til að fá fína hröðun á lágum snúning i hæðsta gír þarf ég bara að ýta ofurlétt á gjöfina vs önnur vél að gíra niður um 1-2 gíra til að fá slíkt hið sama

óskiljanlegt að menn loki augunum og einblíni á að hestöfl séu eina aflið sem sé eftirsóknarvert

Author:  bimmer [ Tue 04. Nov 2014 12:50 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

Togið skiptir ekki máli í max acceleration heldur hp.

Það er einfaldlega staðreynd og ekki verið að gera lítið úr neinum.

Menn voru að ræða rönn hér fyrr í þræðinum og því á þetta við þar.

Daily driving og þægilegheit er allt annað og þar er fínt að hafa togið.

Author:  Angelic0- [ Tue 04. Nov 2014 12:55 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

einnig þegar að þyngd er tekin inn í reikninginn...

Author:  gstuning [ Tue 04. Nov 2014 13:42 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

Menn verða að skilja hvað tog er og hvað hestöfl eru, ég held að það sé búið að tala um það alveg nógu oft og það virðist ekki enn komast inn hjá mörgum
tog gefur meiri hröðun því ofar í snúningbandinu það er því snúningarnir margfalda áhrif togsins oftar þá.

Tog er ekki "krafturinn" í lágum snúningum og hestöfl er ekki "krafturinn" í háum snúningum.
Tog gerir ekki það sama og hö og því er kjánalegt að vera blanda þeim samann.

Tog og snúningar hafa jafn mikið vægi í hröðunar reikning því að útkoman er hestöfl, sem ákvarðar hröðunina.

HP = (TOG * RPM) / 5252
A = B * C / D - Hvernig getur fólk verið að tala um A og B eins og það séu sömu hlutirnir?

Árslaun = Laun * Fjöldi útborganna / Vísitala
A = B * C / D - Árslaun og laun er ekki það sama????? Ekkert frekar enn fjöldi útborganna og árslaun sé það sama. Hver heilvita maður ruglar þeim tveim samann?

Leikum okkur að tölum til að þetta sé skýrar (í milljónasta skiptið)

A = 500 * 12 / 100%
A = 1000 * 6 / 100%

Útkoman er sú sama, enn hvernig má á því standa þegar launin tvöfölduðust? Ætli það sé ekki því þessi aumi sauður fékk bara 6 sinnum útborgað á árinu.
Laun skipta ENGU máli nema þú vitir hversu oft þú færð útborgað per ár og á sama tíma skiptir fjöldi útborganna ENGU máli nema þú vitir hvað þú fékkst í laun.

Árslaun = 1.000.000.000.000.000.000ISK * 0 útborganir / 100%
Árslaun = 0ISK

Árslaun = 0ISK * 365 útborganir / 100%
Árslaun = 0ISK

Hérna er það sem fólk er svo að tala um þegar það heldur að tog geri eitthvað eitt og sér
Reynið að svara þessari spurning

Ef einstaklingur fær 500.000kr í laun per mánuð og þú veist EKKI hversu oft hann fær útborgað, hvað er hann með í árslaun?
A = 500.000 * X / 100%

Hvaða galdramaður ætlar að svara þessu? Þetta er akkúrat það sama og þegar fólk segir "ég er með 400nm", það gæti ALVEG eins sagt, "ég er með 6000rpm"
Og þessi vegna skiptir tog engu máli eitt og sér


Hvað er svona flókið eiginlega? Ég VEIT að þið kunnið að margfalda og deila. Það eru engir galdrar í gangi hérna, hrein og bein stærðfræði.
Það er ekki hægt að tala bara um tog því án þess að vita snúninganna getur ENGINN sagt hver áhrifin af því togi verður. Það bókstaflega segir svo í formúlunni.

Er 500nm @ 3000rpm(211hp) betra enn 200nm@ 3000rpm(84hp). Já það er alveg deginum ljósara.
Afhverju?? Því 211hp er meira enn 84hp.

Author:  JonFreyr [ Tue 04. Nov 2014 13:46 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

Sammála Gunna hérna, tog er betra en Hp.

Author:  gstuning [ Tue 04. Nov 2014 14:18 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

JonFreyr wrote:
Sammála Gunna hérna, tog er betra en Hp.

Þriðji gír!

Author:  fart [ Tue 04. Nov 2014 15:44 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

gstuning wrote:
JonFreyr wrote:
Sammála Gunna hérna, tog er betra en Hp.

Þriðji gír!

þá er ég með ultimate setup,, 480hestöfl @ 3500 rpm og 3. gír sem fer i 200km/h (með 2.65 drifinu) :alien:

Author:  Fatandre [ Tue 04. Nov 2014 16:09 ]
Post subject:  Re: E30 CABRIO V12 + S6S 560 GETRAG

Alpina wrote:
Hahaha.. Jón Freyr orðar þetta ágætlega


en nýjasta trendið er þetta M73 vél með M70 heddum og Schrick ásum...þetta er að gera meira en oem S70B56 8)

stefni rakleitt í slíkt


Rólegur. Ekkert að gera meira. Tók svoa bíl í rassgatið síðasta sumar ;)

Page 147 of 152 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/