Einhverra hluta vegna hefur alltaf eitthvað klikkað þegar ég hef ætlað að kaupa mér BMW, skemmtilegir hlutir eins og leyndir gallar, útgerðarmaður yfirborgar ásett verð eftir að kominn er á samningur o.s.frv.
Eignaðist minn fyrst BMW í dag og er helsáttur, ætlaði fyrst að selja strax en eftir að hafa átti hann í nokkra klukkutíma þá vil ég helst bara eiga þennan bíl sem daily driver.
Um er að ræða 316ci, bíllinn er algjör moli, hef keyrt nokkra svona coupe bíla og þessi ber af. Bíllinn er einungis ekinn 74 þúsund km og það sér varla á honum, algjör dekurbíll. Hann er einkar vel búinn, með m.a. topplúgu, burstuðu áli í innréttingu, hálfleðruðum sportstólum, þokuljósum og business útvarpi.
Flestum hérna finnst þetta sennilega vera full kraftlaust en máttleysið angrar mig ekki neitt, það er svo mikil unun að keyra þennan bíl að ég svala bara hraðaþörfinni í öðrum tækjum.
Kem með betri myndir við fyrsta tækifæri, þessar verða að duga þangað til. Eina sem vantar svo ég sofi rólega er skottlippið og surtuð nýru, þetta króm ógeð fer hrikalega í taugarnar á mér

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991
Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual