| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| M5 - Á leiðinni til landsins https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=1641 |
Page 1 of 9 |
| Author: | saemi [ Wed 04. Jun 2003 23:24 ] |
| Post subject: | M5 - Á leiðinni til landsins |
Jæja, ég asnaðist til að ýta á enter takkann Minns á núna, 1990 módel af 3.6L M5. Bíllinn er í Rotterdam, þar sem hann bíður eftir skipi. Ég náði í hann á mánudaginn (02.06) til Munchen og keyrði til Rotterdam (stoppaði í Aachen til að kaupa felgur undir gripinn). Bíllinn er nokkuð flottur að sjá. Sebringgrau metallic, sem er dökkgrásanseraður. Ekinn 200.000km, vél 150.000km. Virkar fínt, var mest á 140-160 á leiðinni, þó maður hafi prufað upp í 230. Það er bara svo asskoti mikil traffík orðin þarna úti á Autobahn-önum. Ekki leiðinlegt að gefa í á þessu tæki Útbúnaður: -Nubuk svört leðurinnrétting -Rafmagn í sætum með minni -Rafmagn í rúðum -Rafmagni í topplúgu -"Automatic" loftkæling (virkar) -Skriðstillir -Vökvafjöðrun að aftan -Skisack -Sportstýri -Krókur (hægt að taka af og setja á) -Þjófavörn -Fjarstýrðar samlæsingar Ég keypti glænýjar felgur á gripinn sem eru undir honum núna.
Felgurnar sem voru undir honum voru ekki alveg að gera það fyrir mig. Svo er bara að bíða eftir honum og hlakka til Verð... ja það var nokkuð gott, nógu gott til að ég fékk krampa í enter puttann. Sæmi |
|
| Author: | Benzari [ Wed 04. Jun 2003 23:33 ] |
| Post subject: | |
Glæsilegt Alltaf gaman að sjá fleiri alvöru M-bíla á landinu. |
|
| Author: | benzboy [ Wed 04. Jun 2003 23:34 ] |
| Post subject: | |
Til hamingju með þetta, hljómar vel |
|
| Author: | Gunni [ Wed 04. Jun 2003 23:58 ] |
| Post subject: | |
hehe þú ert alveg milljón Sæmi. Til hamingju með þetta. Hvenær kemur gripurinn til landsins ? |
|
| Author: | Benzari [ Thu 05. Jun 2003 00:00 ] |
| Post subject: | |
| Author: | GHR [ Thu 05. Jun 2003 00:16 ] |
| Post subject: | |
Frábært!!!! Þú ert heppinn, greinilega vel borgaður flugmaður Verður gaman að sjá hann |
|
| Author: | saemi [ Thu 05. Jun 2003 00:17 ] |
| Post subject: | |
Benzari wrote: :shock:
Það ku vera rétt Bíllinn kemur 17 held ég. Sæmi |
|
| Author: | GHR [ Thu 05. Jun 2003 00:17 ] |
| Post subject: | |
Skellir þér bara á honum til BIAR Djöfull öfunda ég þig
|
|
| Author: | saemi [ Thu 05. Jun 2003 00:19 ] |
| Post subject: | |
hehehe, hann verður ekki kominn fyrir Akureyri. En jú, ætli maður skelli sér ekki samt á honum norður seinna í sumar. Fínt að brenna norður á þessu Það kemur að þessu hjá þér.. ef þú verður nógu þrjóskur Sæmi |
|
| Author: | arnib [ Thu 05. Jun 2003 00:56 ] |
| Post subject: | |
Úff... Af hverju get ég ekki gert svona? |
|
| Author: | Halli [ Thu 05. Jun 2003 00:59 ] |
| Post subject: | |
til hamingju með bílin vinur |
|
| Author: | saemi [ Thu 05. Jun 2003 01:03 ] |
| Post subject: | |
arnib wrote: Úff...
Af hverju get ég ekki gert svona? Það geta allir sem eiga bíl upp á milljón gert svona. Bara að anda djúpt og skella sér í laugina! En það er náttúrulega engin vissa fyrir því hvernig bíllinn á eftir að reynast. það fylgdi engin sítrónuvörn með honum Sæmi |
|
| Author: | Dr. E31 [ Thu 05. Jun 2003 01:48 ] |
| Post subject: | |
Welcome to the '90's |
|
| Author: | saemi [ Thu 05. Jun 2003 08:02 ] |
| Post subject: | |
Takk takk allir. Jámm, þetta var Ebay. Sæmi |
|
| Author: | bebecar [ Thu 05. Jun 2003 12:29 ] |
| Post subject: | |
HOOOOOOOORAY! Hvernig er það, færð maður svo ekki forkaupsrétt að honum - ég er nú þegar með forkaupsrétt af mínum gamla, sakar ekki að hafa fleiri! Sæmi - þú átt eftir að verða mjög ánægður með þennan bíl (ef hann er í lagi) því þetta eru æðislegir bílar. Svo eru þetta smart felgur sem þú keyptir - og gott að þú er tkomin á þær því hinar voru ógeð! Mér finnst líka dálítið spennandi að fá hingað M5 í aðeins öðrum lit en alla hina svörtu sem hér eru - rafmagnssæti með minni Fékkstu góð dekk á hann líka, það er best að fá þau með því þau eru mjög dýr hér heima. TIL HAMINGJU! |
|
| Page 1 of 9 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|