bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
e32 750il yet again ((( Komnar myndir ))) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=15570 |
Page 1 of 2 |
Author: | force` [ Mon 15. May 2006 16:22 ] |
Post subject: | e32 750il yet again ((( Komnar myndir ))) |
Jæja, þá er ég komin enn eina ferðina á e32 750iL. Greinilega ólæknandi veiki... Keypti einn sem átti að rífa, var farin vatnsdæla og kertin ónýt, og nú er búið að gera við það (þarsem ég á svo yndislegann kall), og er kvikindið komið á götuna aftur, eftir 5 ára hlé. Eftir smá tilkeyrslu og þannig, kom í ljós að hann er bara helvíti þéttur. Hann á þó sennilegast ennþá eftir að taka sig betur, er bara búin að aka honum um 130 km. Skipting góð, og ekkert bank eða óvenjulegt tikk í vél, og ég alveg hæstánægð. Hann er demantssvartur, með svörtu leðri.. og er að spá hvort það geti verið að það sé buffalo? Afskaplega gróflegt leður miðað við hvernig það var í þeim sem ég átti áður, virðist vera ofsalega fínt punktamynstur í því, en alveg stráááheilt.. merkilegt. Og já, mig vantar kastara að framan á hann, og langar í felgur, 17-19" koma til greina, ef einhver hefur áhuga á orginal 16" bmw felgum á ágætum dekkjum, undan nýrri bílnum, þá eru þær sem eru undir mínum til sölu. Stráheilar eftir því sem ég get best séð ![]() En já, langaði bara svo að deila gleðinni með fólki sem kann að meta þessa pramma ![]() Er ekki búin að taka myndir ennþá, þarsem að húddið er ennþá í klessu eftur að viftuspaði brotnaði og þeyttist uppí það. En.. svona til að hafa einhverja mynd í þessum þræði þá er hér ein gömul og góð af mínum fyrri: ![]() |
Author: | JOGA [ Mon 15. May 2006 16:38 ] |
Post subject: | |
Til hamingju. En það er um að gera að láta flakka mynd með hrufluðu húddi og svo aðra þegar það er komið í lag. Sýna hvað þið eruð dugleg ![]() Alltaf gaman að fylgjast með gangi mála. |
Author: | force` [ Mon 15. May 2006 16:47 ] |
Post subject: | |
Hehe.. já ég kanski læt flakka myndir síðar í dag ef ég næ kjarkinum að taka myndir af honum.. ![]() Hann er ennþá á 02 skoðun, fer með hann í skoðun í fyrramálið líklegast ef við náum að setja nýju bremsudiskana og klossana undir. Það er svo grátlegt að sjá húddið svona ![]() Kösturunum og merkinu ( 750iL ) var rænt af honum, og þeir sem tóku merkið hafa ekki verið að vanda sig við verkið að öðru leiti en að ná merkinu heilu því að skottið er allt alveg ruslrispað þarsem að merkið var. |
Author: | gunnar [ Mon 15. May 2006 17:15 ] |
Post subject: | |
Til hamingju, hlakka til að sjá myndirnar ![]() |
Author: | Schulii [ Mon 15. May 2006 19:31 ] |
Post subject: | |
Til hamingju!! E32 rúlar!! ![]() |
Author: | Svezel [ Mon 15. May 2006 19:34 ] |
Post subject: | |
bara rífandi gangur í þessu ![]() ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Mon 15. May 2006 19:35 ] |
Post subject: | |
Keyptiru hann aftur? Svalt ![]() |
Author: | force` [ Mon 15. May 2006 20:00 ] |
Post subject: | |
Neibb keypti einn sem að ég tel að fáir hafi séð áður, búinn að standa í 5 ár. En alveg hárnákvæmlega eins og sá sem ég átti, nema það er öðruvísi leður í þessum, grófara. Ek um á 02 skoðun með stæl ![]() (Er þó með skoðunarfrests miða.. ) |
Author: | force` [ Tue 16. May 2006 11:57 ] |
Post subject: | |
Tók myndir í gær, en ég gleymdi lappanum heima í morgun ![]() Anywho, það sem er fréttnæmt af þessu er að það er komnir nýjir bremsudiskar og klossar, og fór meðann í skoðun í morgun og fékk endurskoðun eingöngu vegna þess að það vantaði bæði bremsuljósin. Það var ekki sett útá neitt annað .. bíll sem hefur staðið í 5 ár! ![]() Djö hvað mín er sátt ![]() Svo verður ljósin löguð sem fyrst og ég fer og sæki skoðunarmiðann minn ![]() ![]() ![]() |
Author: | Djofullinn [ Tue 16. May 2006 12:01 ] |
Post subject: | |
Glæsilegt! Þessi bíll er líka MJÖG heill miðað við akstur |
Author: | Dogma [ Tue 16. May 2006 14:18 ] |
Post subject: | |
ég og angerinn fórum og skoðuðum þennan og það kom mér alveg mest á óvart hvað hann var alveg eins og næstum nýr að innan ![]() til hamingju með hann |
Author: | force` [ Tue 16. May 2006 14:22 ] |
Post subject: | |
Takk fyrir það ![]() Eina sem er "að" núna er húdd, og smá ryð hjá gluggum, en það er verið að vinna í því ![]() |
Author: | Kristjan [ Tue 16. May 2006 16:44 ] |
Post subject: | |
Rífandi gangur hjá þér, þú og maðurinn þinn eru að gera góða hluti með þennan eðalvagn. |
Author: | force` [ Tue 16. May 2006 19:00 ] |
Post subject: | |
Þessar myndir voru teknar uppá verkstæði í gær, ekkert gríðarlega vel lýsandi myndir, en það sést hvernig hann er í dag. Beyglað húdd og svona.. og óhreinn ![]() Það sést aðeins í leðrið þarna, og það sést EKKERT á því ! Það er einhver asnalegur glampi þarna, hugsa að það séu bara ljósin þarna inná verkstæðinu ![]() |
Author: | Hannsi [ Tue 16. May 2006 19:08 ] |
Post subject: | |
shit leðrið í þessum bíl er MINT!! ![]() mig vantar 750 til að fullkomna safnið ![]() geggjaður bíll ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |