bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 730 (735)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=15467
Page 1 of 1

Author:  98.OKT [ Tue 09. May 2006 22:29 ]
Post subject:  BMW 730 (735)

Hérna er nýi bíllinn sem ég fjárfesti í s.s bíllinn sem Sæmi var að selja :)
Það eru nokkur plön með breytingar og betrumbætur á þessum ágæta bíl, en planið er að lækka hann að framan, skifta út stefnuljósunum að framan, spreyja afturljósin rauð, og setja Xenon ljós í hann.
Svo þarf helst fyrr en seinna að skifta um húddið og líka stuðarann að framan eftir rollunudd hjá íbba :wink:
En að öðru leiti er þetta bara hin fínasti bíll og verður vonandi orðin góður fyrir bíladagana [-o<

Þeir Sæmi og Bjarki skiftu því miður 735 vélini sem var í honum út fyrir vél úr 730 þar sem skiftingin fór, en 3.ltr. vélin vinnur þó alveg þokkalega...
En allavega hérna eru nokkrar myndir af honum eins og hann er núna,

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Ketill Gauti [ Tue 09. May 2006 22:39 ]
Post subject: 

Fallegur bíll hjá þér. :D Til hamingju með hann

Author:  íbbi_ [ Tue 09. May 2006 23:52 ]
Post subject: 

þetta er sweet bíll.. dældirnar á húddinu eru eftir að það svínaði rolla fyrir mig.. góð líka þessi vél þótt hún eigi lítið í mótorinn sem var í honum

Author:  Svezel [ Wed 10. May 2006 01:04 ]
Post subject: 

cross-spoke klikka ekki. flottur bíll :)

Author:  Bjarki [ Wed 10. May 2006 01:39 ]
Post subject: 

Til hamingju með nýja bílinn, mjög þéttur og þægilegur bíll.
Líst mjög vel á breytingaplanið þitt 8)

Author:  íbbi_ [ Wed 10. May 2006 09:09 ]
Post subject: 

þessi bíll var allavega meðan ég átti hann nánast laus við allt brak og bresti, einnig var hann mjög þéttur og lítið sem ekkert veghljóð og leiðindi komið í hann, eina að það brakaði alltaf dáldið í farþegasætinu, enda sætin orðin ansi slitin, þótt leðrið á þeim sé mjög heilt

Author:  Twincam [ Wed 10. May 2006 14:12 ]
Post subject: 

ef þig vantar einhverja parta í hann, þá held ég að ég hafi séð þá vera að setja svona sægrænan 730 bíl inn í port hjá Vöku áðan.. Hann stóð allavega við innganginn í portið, númerslaus :wink:

Author:  98.OKT [ Wed 10. May 2006 18:39 ]
Post subject: 

Takk fyrir, ég er mjög ánægður með þennan bíl og það er ekki slæmt að krúsa um í leddaranum 8)


Twincam wrote:
ef þig vantar einhverja parta í hann, þá held ég að ég hafi séð þá vera að setja svona sægrænan 730 bíl inn í port hjá Vöku áðan.. Hann stóð allavega við innganginn í portið, númerslaus :wink:


Thanks for the info, ég ætla að a.t.h með þennan :wink:

Author:  Jss [ Wed 10. May 2006 18:58 ]
Post subject: 

Til hamingju með bílinn, plönin hljóma vel. ;)

Author:  elli [ Thu 11. May 2006 12:22 ]
Post subject: 

Til hamingju með vagninn. Hann lúkkar bara vel. Hefur það sem mínum vantar = leður :wink:

Author:  Djofullinn [ Sat 13. May 2006 00:07 ]
Post subject: 

Held ég hafi séð þennan bíl í dag, er hann kominn með rauð afturljós?
Ef þetta var hann þá er þessi bíll BARA flottur!

Author:  98.OKT [ Sat 13. May 2006 00:28 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Held ég hafi séð þennan bíl í dag, er hann kominn með rauð afturljós?
Ef þetta var hann þá er þessi bíll BARA flottur!


Takk fyrir, Jú það var ég 8) ég sá þig einmitt keyra fyrir aftan mig :) ég sprautaði afturljósin einmitt í gær og er bara nokkuð ánægður með útkomuna, og gormar á leið til landsins og stefnuljós verða þá keyft í leiðinni og svo vonandi xenon þannig að þá verður hann hel nettur :twisted:

Author:  Djofullinn [ Sat 13. May 2006 00:41 ]
Post subject: 

Já ljósin komu mjög vel út!
Líst vel á plönin 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/