bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
e34 þrifinn í skemmtilega veðrinu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=15359 |
Page 1 of 2 |
Author: | Arnarf [ Wed 03. May 2006 23:45 ] |
Post subject: | e34 þrifinn í skemmtilega veðrinu |
Jæja, ég fann enga góða útistöðu í sólinni í dag svo ég varð að gera þetta inni um kvöldið, þegar það fór að rigna. Þetta var gert almennilega í dag, prófaði nýtt bón sem var að svínvirka. Nýtt frá Turtle, komin einhver lína frá þeim sem heitir "Nano-technology" Frekar cheasy nafn, en ég ákvað að prófa og vá hvað ég er sáttur. Bæði er það þægilegra að setja bónið á, og svo taka það af og bíllin er ekkert smá flottur. Ég fattaði þegar ég var byrjaður að bóna að ég hefði gleymt myndavélinni svo ég bara notaði símann, en þær eru góðar miðað við það En nóg tal, nokkrar myndir hérna. Setti bílinn bara á lyftaran, ekkert smá þægilegt að bóna bíl með hann á lyftara ![]() Hér er bónið komið á ![]() Maður má ekki gleyma afturendanum! ![]() ![]() ójá! ![]() Svo aðeins lengra í burtu ![]() ![]() Kominn út í rigninguna, ég var virkilega bara að spá að geyma hann þarna í nótt, hehe ![]() Víðara ![]() Svo tók ég leðrið í gegn! Takk kærlega Jss! Þetta dót svínvirkar Ekki var þetta fallegt fyrir ![]() Og eftir 5mínútur... ![]() Hell yeah Var að ýta á "skoða" og fatta að myndirnar eru frekar stórar, en þær smellpassa á mínum skjá, svo ég bara læt þetta sleppa ![]() |
Author: | Hannsi [ Wed 03. May 2006 23:50 ] |
Post subject: | |
þær eru litlar hjá mér ![]() en þetta er mega flottur bíll ![]() en ertu svona latur við að begja þig þegar þú bónar að þú setur hann á lyftu ![]() |
Author: | Kári. [ Wed 03. May 2006 23:52 ] |
Post subject: | |
Hann er nú ekki lítill drengurinn ![]() En þetta er laglegur bíll hjá þér Arnar ![]() |
Author: | Arnarf [ Wed 03. May 2006 23:54 ] |
Post subject: | |
Ofur photoshop hæfileikar! ![]() |
Author: | Hannsi [ Wed 03. May 2006 23:57 ] |
Post subject: | |
Kári. wrote: Hann er nú ekki lítill drengurinn
![]() En þetta er laglegur bíll hjá þér Arnar ![]() ekki ég heldur enda er Danni alltaf að bóna bílanan mína ![]() |
Author: | Geirinn [ Wed 03. May 2006 23:59 ] |
Post subject: | |
ARNAR, SNEFJAN ÞÍN. Það eru ekkert allir með skjá sem er stærri en typpið á keikó. Annars gullfallegur bíll, mjög gaman að keyra hann og afturljósin eru svakalega flott. |
Author: | Kári. [ Thu 04. May 2006 00:03 ] |
Post subject: | |
Geirinn wrote: ARNAR, SNEFJAN ÞÍN.
Það eru ekkert allir með skjá sem er stærri en typpið á keikó. Annars gullfallegur bíll, mjög gaman að keyra hann og afturljósin eru svakalega flott. Hehe, einmitt, er bara í lappanum hérna með harðsperrur í úlnliðnum eftir scrollið. (þetta er góð setning í stafsetningaræfingu ![]() |
Author: | Arnarf [ Thu 04. May 2006 02:24 ] |
Post subject: | |
Og hérna er bíllinn að taka Black Magnum pósið! ![]() |
Author: | Danni [ Thu 04. May 2006 03:50 ] |
Post subject: | |
Bara magnaður bíll! Lakkið er ekkert smá gott á honum. Er hann ný málaður? |
Author: | Knud [ Thu 04. May 2006 11:42 ] |
Post subject: | |
Þessi er flottur. Er aerodynamic framstuðari á honum eins og er selt í tb?? |
Author: | Djofullinn [ Thu 04. May 2006 12:00 ] |
Post subject: | |
Knud wrote: Þessi er flottur. Er aerodynamic framstuðari á honum eins og er selt í tb?? Þetta er bara orginal V8 stuðarinn ![]() |
Author: | Geirinn [ Thu 04. May 2006 14:24 ] |
Post subject: | |
Það er búið að taka af BMW merkin að framan og aftan svo það bendir nú sterklega til þess að allur bíllinn hafi verið tekinn því lakkið á honum er það gott. |
Author: | Kristjan [ Thu 04. May 2006 15:43 ] |
Post subject: | |
Ekkert smá geggjaður vagn! |
Author: | gstuning [ Thu 04. May 2006 15:52 ] |
Post subject: | |
pússa upp kanntinn myndi gera þessar felgur alveg insane brjálæðislega flottar. |
Author: | Arnarf [ Thu 04. May 2006 16:41 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: pússa upp kanntinn myndi gera þessar felgur alveg insane brjálæðislega flottar.
Ég var einmitt að spá í að láta gera það, ég heyrði að það væri 5þús á felguna að láta pólera hana, er það rétt? En þetta að "pússa upp kanntinn" er það eitthvað sem ég get sjálfur gert? Hann er nefnilega frekar ljótur kannturinn, var þannig þegar ég fékk hann. Svo setti ég mynd af honum á photoshop þráðin á l2c, langar að sjá hvernig hann væri með svört nýru, svartar miðjur í felgunum og dökkar filmur. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |