bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E36 320i 1995 - Update, mótor úr 06.05.06
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=15262
Page 1 of 2

Author:  Danni [ Sat 29. Apr 2006 03:33 ]
Post subject:  BMW E36 320i 1995 - Update, mótor úr 06.05.06

Já var að kaupa mér 320 sem project bíl. Ætla að leyfa mér að stela myndunum úr söluþræðinum:


Image

Image

Image

Image

En já þetta verður mitt project og ég ætla að gera hann alveg geggjaðan!

Hér er listi af því sem ég er með í huga og í réttri röð:

Afturljós *búið*
Framstefnuljós *búið*
Framljós orginal (hin orðin léleg)
M50B25 *búinn að kaupa, eftir að swappa*
Lækkun
M-tech kit allan hringinn
Felgur
Læst drif
Öðruvísi púst (ekki hávært fretpúst samt)
Leður innrétting
Svo er eitthvað smotterí í viðbót sem verður keypt og ég var búinn að hugsa meira bara man það ekki akkurat núna.

En já ég er strax byrjaður að breyta honum í það look sem mér finnst flottast og hér eru myndir af því:
Image
Image
Image
Image

Við ætlum að byrja á swappinu á morgun og reyna að klára það fyrir mánudag. Erum bjartsýnir á að ná því ef við plönum þetta bara vel áður en við byrjum. Svo vonum við líka að rafkerfin passa á milli. Erum að setja M50B25 úr 525iA '92 í staðin fyrir M52B20 úr þessum ('95 320i). Það er í raun og veru tvennt sem gæti tafið swappið, og það er ef swinghjólið passar ekki á M50 vélina eða rafkerfið. Kannski að einhverjir fróðari geti sagt mér eitthvað um það?

En já ég mun halda þessum þræði reglulega uppi með updates um leið og breytingar gerast 8)

Author:  moog [ Sat 29. Apr 2006 04:16 ]
Post subject: 

Fallegur E36.

Man þegar Bjarki flutti hann inn. Fékk að prófa hann þá og var þetta einn af þeim bílum sem ýtti undir mína BMW eign :wink:

Eina sem ég hef ekki fílað eru þessar felgur... finnst þær ekki passa en það er bara mitt álit. Fínustu vetrafelgur allaveganna :wink:

Til hamingju með bílinn og mér líst mjög vel á þessi plön sem eru fyrir bílinn.

Um að gera að skella M50B25 í hann! :twisted:

Gangi þér vel með moddin...

Author:  Danni [ Sat 29. Apr 2006 04:24 ]
Post subject: 

Þakka það og já, ég ætla að kaupa glænýjan gang af felgum í sumar og það kemur ekkert minna en 17" til greina 8)

Þessi bíll var geðveikur, en hann verður geðveikari!!

Ég verð samt að spyrja, hvernig er fólk að fíla þessi stefnuljós? Hef bara held ég aldrei séð E36 hérna með svona ljós sem mér finnst furðulegt því að mér finnst þetta langflottustu ljósin sem fást. Myndi ekki skemma ef það væri hægt að fá Angel Eyes sem eru bara alveg nákvæmlega einsog orginal nema með Angel Eyes :D Þá væri þetta allt í stíl....

Author:  moog [ Sat 29. Apr 2006 04:30 ]
Post subject: 

Ég get allaveganna sagt þér það að ég er að fá angel eyes á minn 325i og það fylgja með þeim þessi stefnuljós og þau munu fara á 318iA bílinn minn þannig þú ert ekki einn um að skella þér á þessi ljós... :wink:

Ég verð að segja að ég er lúmskt að fíla þau.

Author:  gunnar [ Sat 29. Apr 2006 10:11 ]
Post subject: 

Töff project, varðandi stefnuljósin, þá finnst mér þau svona allt í lagi, sleppa alveg.

Author:  Angelic0- [ Sat 29. Apr 2006 16:44 ]
Post subject: 

2,5 POWAH !

Author:  Danni [ Sun 07. May 2006 01:32 ]
Post subject: 

Jæja þá er þetta allt byrjað og komið hálfa leið.

Mótorinn er ss. kominn uppúr.

Image
Image
Image
8)

En já við ákvaðum að gera ekki meira í kvöld og á morgun förum við í að taka gírkassann frá gömlu vélinni og þrífa vélarsalinn.

Ætla svo ekkert að gera meira í því að koma hinum mótornum saman fyrr en á mánudaginn eða þriðjudaginn. Ætla að fara á mánudaginn í verslunarleiðangur þar sem keypt verður (ef allt er til á stöðunum sem ég fer á):
-Ný kúpling og swinghjól ef þess þarf
-short shift kit
-lækkunarsett

Þetta er svona það sem ég ætla ða reyna að skipta um á meðan ég er að þessu. Ætla að sjá til hvort ég hef efni á felgum í leiðinni. Þessar eru ekki alveg að gera sig :lol:

Set inn fleyri myndir þegar þetta er allt komið, vonandi ekki seinna en miðvikudaginn.

Author:  ///MR HUNG [ Sun 07. May 2006 02:57 ]
Post subject: 

Ég hef aldrei séð ljótari felgur undir E-36..... EVER :pukel: :lol:

Author:  Benzari [ Sun 07. May 2006 03:55 ]
Post subject: 

Neeeeiiiii, strax kominn júní :shock:


mótor úr 06.06.06

Author:  Geirinn [ Sun 07. May 2006 04:06 ]
Post subject: 

Benzari wrote:
Neeeeiiiii, strax kominn júní :shock:


mótor úr 06.06.06


Hann er FULLUR, kommon :lol:

Author:  Djofullinn [ Sun 07. May 2006 10:19 ]
Post subject: 

Þetta er snilld :D

Author:  BrynjarÖgm [ Sun 07. May 2006 13:03 ]
Post subject: 

líst vel á þetta 8)

Author:  lulex [ Sun 07. May 2006 13:08 ]
Post subject: 

Flottur danni 8)

Author:  íbbi_ [ Sun 07. May 2006 14:21 ]
Post subject: 

ég vildi að ég hefði aðstöðu :cry:

Author:  Danni [ Sun 07. May 2006 15:30 ]
Post subject: 

Geirinn wrote:
Benzari wrote:
Neeeeiiiii, strax kominn júní :shock:


mótor úr 06.06.06


Hann er FULLUR, kommon :lol:


nákvæmlega og líka veikur og dauðþreyttur í þokkabót :shock:


En já þetta átti víst að vera 06.05.06 og svo tefst swappið aðeins lengur þar sem ég er orðinn veikur og er ekert á leiðinni út í dag allavega...

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/