Jæja, þá er ég komin enn eina ferðina á e32 750iL. Greinilega ólæknandi veiki...
Keypti einn sem átti að rífa, var farin vatnsdæla og kertin ónýt, og nú er búið að gera við það (þarsem ég á svo yndislegann kall), og er kvikindið komið á götuna aftur, eftir 5 ára hlé. Eftir smá tilkeyrslu og þannig, kom í ljós að hann er bara helvíti þéttur. Hann á þó sennilegast ennþá eftir að taka sig betur, er bara búin að aka honum um 130 km. Skipting góð, og ekkert bank eða óvenjulegt tikk í vél, og ég alveg hæstánægð.
Hann er demantssvartur, með svörtu leðri.. og er að spá hvort það geti verið að það sé buffalo? Afskaplega gróflegt leður miðað við hvernig það var í þeim sem ég átti áður, virðist vera ofsalega fínt punktamynstur í því, en alveg stráááheilt.. merkilegt.
Og já, mig vantar kastara að framan á hann, og langar í felgur, 17-19" koma til greina, ef einhver hefur áhuga á orginal 16" bmw felgum á ágætum dekkjum, undan nýrri bílnum, þá eru þær sem eru undir mínum til sölu. Stráheilar eftir því sem ég get best séð

Vantar líka 1stk frammhátalara í hann.
En já, langaði bara svo að deila gleðinni með fólki sem kann að meta þessa pramma
Er ekki búin að taka myndir ennþá, þarsem að húddið er ennþá í klessu eftur að viftuspaði brotnaði og þeyttist uppí það.
En.. svona til að hafa einhverja mynd í þessum þræði þá er hér ein gömul og góð af mínum fyrri:
