bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

735 E32 (brjálað uppdate á bls. 1 haugur af myndum)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=14662
Page 1 of 2

Author:  elli [ Fri 24. Mar 2006 20:45 ]
Post subject:  735 E32 (brjálað uppdate á bls. 1 haugur af myndum)

Jæja þá loks kom að því draumur sem ég ef átt síðan ég fékk bíladellu (ungur) hefur ræst. Bíla typan sem fékk mig fyrst til að fá áhuga á bílum. Það þarf engan að undra það er 7-línan frá BMW.

Ég náði mér í gamlan E32 735i '92 hann er ekinn rúm 220 þúsund. Hann er með plussi og stóru OBC. Það er reyndar ein lína dauð í display-inu í mælaborðinu ætli það sé mikið mál að redda því ? Fann info um svona display þar sem skipt var um þétta í prentplötuni, ætli það sé málið? (comment vel þegin)

Það er er farin í honum heddpakkning (líklegast) hann blandar vatni í olíuna.
Ég ætla að fara með heddið í þrýstiprófun svona til öryggis. Mér var reyndar bent á að miðstöðvarelementið gæti verið farið en ég vona ekki. Samkvæmt myndum og lýsingum á netinu er það heavy vesen að rífa mælaborðið úr.

Ef þið sem hafði reynslu af þessum M30B35 og haldið að sjúkdómsgreiningin sé önnur þá þigg ég öll komment 8)

Ég ætla að bæta við fleyri myndum um leið og ég er farinn að vinna í honum.

Jæja þetta hafðist allt saman á endanum. Ég keypti nýtt/notað hedd frá TB + nýtt knástása sett. Ég vil taka það fram að þeir stóðu sig með príði í þessu máli öllu saman, þó svo að ég hafi þurft að eyða töluvert meira í þetta en ég ætlaði mér í byrjun.

Heddið var rifið af í vor og ... það reyndist sprungið, hér er græjan komin inn í skúr og verið að byrja.
Image
Image

Hér er loftflæði mælirinn farinn af
Image

Kveikjan farin
Image

Pústgreinin af, þarna sést í "parked venelation" sem reyndar virkar ekki enn
Image

Næst er það soggreinin, og hún er EKKI létt verk enda fékk "The Executive" að sjá um það
Image

Það er ekkert pláss þarna! :twisted: maður er orðinn aðeins þreyttur í bakinu
Image

Ekki mikið pláss
Image

Ómissandi!
Image

Verið að baxa við soggreinna ... ekki farin af enn :?
Image

The Executive orðinn ansi skítugur
Image

Séð ofan í heddið
Image

Nú eru góð ráð dýr, því ekkert er átaksskaftið í skúrnum bara þetta litla, nú þá er bara að lengja það... :D
Image
Image
Image

Þetta virkað ekki nema á 2 eða 3 bolta af 14 :cry:

Séð ofan í dýrðina
Image
Image
Image

Að verki loknu var fenginn sér BJÓR
Image

Heddið farið af... þarna vissi enginn að það væri ÓNÝTT :cry:
Image

Því miður gleymdis myndavélin þegar dótið var sett saman... aulagangur. En hann fór í gang helgina fyrir versló. Fékk endurskoðun út á sprunginn dempara, ÓNÝTT PÚST og perur.

Jæja um síðustu helgi var það ALLT lagað

Fyrst var byrjað á dempurunum ... sætin úr
Image
því miður voru ekki fleyri myndir af því en þetta er ekki nema ca. 40 mín verkefni að skipta um afturdempara.

Númera ljós þurfti að laga
Image

Pústið var ónýtt... komið niður það er fjandi þungt
Image

Komið niður á gólf
Image

Og ekki skrítið að bílinn hafi hljóðað... sjáið gatið
Image
Image

Nýja gamla pústið var flutt með MJÖG frumstæðum aðferðum!
Image
Image

Síðan er að bræða pústið undir The excutive fær að sjá um það, með "sprautusuðunni"
Image
Image
Image

Pústið komið undir og lofa mjög góðu
Image

Og græjan komin út ný bónaður og flottur

Image
Image
Image
Image
[img]http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wMTMwNDU0NjZzNDEzZGZkMzF5NTQx.jpg
[/img]
Image

Og síðan er það fjölskykdusafnið... E36 og E32. Executive á svo E28 "Hannes" á myndina vantar svo E87
Image
Image

Ein mynd að innan
Image

Næst á dagskrá er að:
Skipta um drifskaftsupphengju og mótorpúða fyrir skiptinguna, ég er að verða geðveikur á víbringnum.
Laga Geislaspilarann, það er setja nýjann í
Laga ryð á frambretti

Þetta er það sem til stendur, leyfi ykkur að fylgjast með framhaldinu.
Þakka The Executive fyrir ómælda hjálp

Author:  Mpower [ Sun 26. Mar 2006 15:13 ]
Post subject: 

Kassavagn sem þarf að laga svolítið og þá verður hann algjör draumur!
Til hamingju með vagninn!!

Author:  elli [ Sun 26. Mar 2006 17:28 ]
Post subject: 

ég hef lesið um það hér og erlendis að menn séu að setja fóðringar úr 750 í fjöðrunina að framan. Hvað er fengið með því? eru þær stífari því 750 er þyngri að framan.

Svo ef þið lumið á síðum um Audio upgrades fyrir þessa bíla þá væri það flott. Ég ætla ekki í neinar rosa breytingar en smávægilegar væri ekki vitlaust.

Author:  elli [ Wed 26. Jul 2006 11:21 ]
Post subject: 

Jæja LOKSINS!

nú er búið að kaupa nýtt hedd. TB átti notað hedd planað og þrýstiprófað sem ég keypti nýtt kambás sett í. Ventlar voru einnig slípaðir.

Ég vil taka það fram að TB stóð sig með sóma í því að hjálpa mér í að komast sem ódýrast út úr þessu. Súper þjónusta þar á ferð.

Hafist verður handa við að púsla saman í kvöld. Drekinn sem átti að verða smurarruntari þegar ég keypti hann í vor verður þá bara notaður aðeins minna.
Ég setti hann á lyftu í gær og hann lítur mun betur út en ég þorði að vona. Það alvarlegasta er að pústið er dapurt (á einhver aftasta kútinn?) og einn afturdempari er sprunginn. Spurning um hvort einhver eigi handa mér notaða afturdempara fyrir lítið. Ætla að koma honum á götuna áður en ég fer að eyða næsta skamti í hann.
Er enginn þarna úti sem búinn er að lækka sinn og á dempara?

Myndir frá því hann var rifinn í vor og af samsetningu koma inn nú á næstu dögum.

Author:  Jonni s [ Wed 26. Jul 2006 23:01 ]
Post subject: 

Ég tek ofan fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á að bjarga þessum gulllmolum. Því miður á ég hvorki kútinn né dempara, en gangi þér sem best með þetta.

Author:  elli [ Thu 27. Jul 2006 08:23 ]
Post subject: 

Í gær var heddið skrúfað á. Búið að herða 2 stig af 3 það er það á eftir að setja í gang og láta ganga í 20 mínútur og herða aftur 35°.
Því miður gleymdist myndavélin en svona ykkur að segja þá er soggreinin lang mesta vesenið. Boltarnir næst hvalbaknum eru HELL.

Nú er bara að sækja númerin í geymslu á eftir og taka mjög langþráðnn prufutúr.

ps.
Djö væri ég til í að eiga E23 í uppgerð 8)

Author:  Bjöggi [ Thu 27. Jul 2006 11:52 ]
Post subject: 

já skrambinn, ég er að fatta að við höfum gleymt að festa þetta á filmu...

við bætum úr því í kvöld bara, það verður að leyfa fólki að fylgjast með.

Author:  Jonni s [ Thu 27. Jul 2006 18:48 ]
Post subject: 

Hann er falur :wink:

Author:  saemi [ Fri 28. Jul 2006 07:33 ]
Post subject: 

Ég á til dempara og gorma, samsett og alles sem eru í lagi í þennan bíl. Þú getur fengið settið á 5þús kall. Ég verð að vísu ekki á landinu fyrr en þann 4...

Author:  elli [ Fri 28. Jul 2006 08:23 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Ég á til dempara og gorma, samsett og alles sem eru í lagi í þennan bíl. Þú getur fengið settið á 5þús kall. Ég verð að vísu ekki á landinu fyrr en þann 4...


Frábært !! þá er það SELT verðum í bandi þegar þú kemur til landsins.

Svo er annað, það er búið að setja í gang og allt virðist vera eðlilegt NEMA það kemur bara heitt úr miðstöðini sama hvað er gert við eigum eftir að skoða það betur en ef þið hafið hugmyndir um meinið þá væri það súper.

Author:  elli [ Sun 10. Sep 2006 23:54 ]
Post subject: 

TTT

Brjálað uppdate á bls. 1 HAUGUR AF MYNDUM

Author:  IceDev [ Mon 11. Sep 2006 00:03 ]
Post subject: 

Gaman að svona updates

:clap:

Author:  maggib [ Mon 11. Sep 2006 08:33 ]
Post subject: 

snilld gaman að fylgjast með þessu!!! :P

Author:  elli [ Mon 11. Sep 2006 09:00 ]
Post subject: 

Takk takk :D

Ætli hann verði ekki dayly driver í vetur því það kom til mín strákur í vikunni og vildi kaupa af mér E36 318is. Ég ætlaði að leggja honum í vetur. Maður verður bara að vera duglegur að bóna og halda honum við.

Svo langar mig rosalega til að pússa upp í honum viðar hlutina, það er, í hurðaspjöldum og hjá skiptinum. Það er aðeins farið að upplitast.

Author:  Steini B [ Mon 11. Sep 2006 13:09 ]
Post subject: 

Gaman að þessu :D

Er hann á 15" eða 16" felgum?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/