Jæja þá loks kom að því draumur sem ég ef átt síðan ég fékk bíladellu (ungur) hefur ræst. Bíla typan sem fékk mig fyrst til að fá áhuga á bílum. Það þarf engan að undra það er 7-línan frá BMW.
Ég náði mér í gamlan E32 735i '92 hann er ekinn rúm 220 þúsund. Hann er með plussi og stóru OBC. Það er reyndar ein lína dauð í display-inu í mælaborðinu ætli það sé mikið mál að redda því ? Fann info um svona display þar sem skipt var um þétta í prentplötuni, ætli það sé málið? (comment vel þegin)
Það er er farin í honum heddpakkning (líklegast) hann blandar vatni í olíuna.
Ég ætla að fara með heddið í þrýstiprófun svona til öryggis. Mér var reyndar bent á að miðstöðvarelementið gæti verið farið en ég vona ekki. Samkvæmt myndum og lýsingum á netinu er það heavy vesen að rífa mælaborðið úr.
Ef þið sem hafði reynslu af þessum M30B35 og haldið að sjúkdómsgreiningin sé önnur þá þigg ég öll komment
Ég ætla að bæta við fleyri myndum um leið og ég er farinn að vinna í honum.
Jæja þetta hafðist allt saman á endanum. Ég keypti nýtt/notað hedd frá TB + nýtt knástása sett. Ég vil taka það fram að þeir stóðu sig með príði í þessu máli öllu saman, þó svo að ég hafi þurft að eyða töluvert meira í þetta en ég ætlaði mér í byrjun.
Heddið var rifið af í vor og ... það reyndist sprungið, hér er græjan komin inn í skúr og verið að byrja.
Hér er loftflæði mælirinn farinn af
Kveikjan farin
Pústgreinin af, þarna sést í "parked venelation" sem reyndar virkar ekki enn
Næst er það soggreinin, og hún er EKKI létt verk enda fékk "The Executive" að sjá um það
Það er ekkert pláss þarna!

maður er orðinn aðeins þreyttur í bakinu
Ekki mikið pláss
Ómissandi!
Verið að baxa við soggreinna ... ekki farin af enn
The Executive orðinn ansi skítugur
Séð ofan í heddið
Nú eru góð ráð dýr, því ekkert er átaksskaftið í skúrnum bara þetta litla, nú þá er bara að lengja það...
Þetta virkað ekki nema á 2 eða 3 bolta af 14
Séð ofan í dýrðina
Að verki loknu var fenginn sér BJÓR
Heddið farið af... þarna vissi enginn að það væri ÓNÝTT
Því miður gleymdis myndavélin þegar dótið var sett saman... aulagangur. En hann fór í gang helgina fyrir versló. Fékk endurskoðun út á sprunginn dempara, ÓNÝTT PÚST og perur.
Jæja um síðustu helgi var það ALLT lagað
Fyrst var byrjað á dempurunum ... sætin úr
því miður voru ekki fleyri myndir af því en þetta er ekki nema ca. 40 mín verkefni að skipta um afturdempara.
Númera ljós þurfti að laga
Pústið var ónýtt... komið niður það er fjandi þungt
Komið niður á gólf
Og ekki skrítið að bílinn hafi hljóðað... sjáið gatið
Nýja gamla pústið var flutt með MJÖG frumstæðum aðferðum!
Síðan er að bræða pústið undir The excutive fær að sjá um það, með "sprautusuðunni"
Pústið komið undir og lofa mjög góðu
Og græjan komin út ný bónaður og flottur
[img]http://www.we-todd-did-racing.com/wetoddimage.wtdr/wMTMwNDU0NjZzNDEzZGZkMzF5NTQx.jpg
[/img]
Og síðan er það fjölskykdusafnið... E36 og E32. Executive á svo E28 "Hannes" á myndina vantar svo E87
Ein mynd að innan
Næst á dagskrá er að:
Skipta um drifskaftsupphengju og mótorpúða fyrir skiptinguna, ég er að verða geðveikur á víbringnum.
Laga Geislaspilarann, það er setja nýjann í
Laga ryð á frambretti
Þetta er það sem til stendur, leyfi ykkur að fylgjast með framhaldinu.
Þakka The Executive fyrir ómælda hjálp