LOOOOOOOKSINS!
Ég er búin að rembast í 8 mánuði við þetta og missa af haug af bílum sem allir seldust samdægurs - ekki eðlilegt hvað þetta eru heitir bílar!
En allavega, föstudaginn þrettánda var þessi hér keyptur, ekinn 197 þús, 6 eigendur (3 í sömu fjölskyldu) og bara nokkuð þokkalegur bíll sem ekki þarf neinar stórbreytingar eða lagfæringar. Ryðlaus fyrir utan tvær pínulitlar yfirborðsbólur á afturhleranum.
Útbúnaður, leður (í góðu standi), sóllúga með rafmagni (með dæld á

), LOFTKÆLING sem svínvirkar, IS frontspoiler, lækkaður 80/60, stillanlegir demparar að framan, koni gulir að aftan, 16" felgur með 215/40 ZR16 gúmmíi (GERMAN STYLE, ekki my style

), felgurnar eru Schmidt Revolution ML (modern line) 9" breiðar sýnist mér...
Quote:
Die Tunerfelgen mit der KBA Nummer.
Hvað er þetta KBA númer, veit það einhver? allavega... held þetta séu ekkert fansí felgur (429 euro veit ekki hvort það er 4 stk eða 1 stk - ehemm)- það er seinni tíma mál, þær lúkka allavega fínt finnst mér.
Það eru spacerar á felgunum sýnist þeir vera um 10 mm, ef ég tæki þá af, er ekki líkleg að dekkinn rekist í?
Ég er búin að skoða þetta mjög nákvæmlega, dekkin rekast hvergi í, í fjöðrun eða í beygju - eða hvorutveggja þannig að það er ekkert mál að keyra bíllinn svona... hann er heldur ekkert að rekast uppundir... en HASTUR ER HANN, einum of finnst mér.
Það vantar í hann CD spilara... það verður líklega keypt eitthvað ódýrt notað í sumar og svo navigation í staðinn sumarið 2006.
Allavega, í sumar - engin plön nema þau að skipta út þessu HRÆÐILEGA jamex stýri

stefni á M-Tech I, Alpina eða Ac Schnitzer stýri
Já... hann klettliggur

Er með sportpúst með þokkalega flottu sándi (veit ekki hvaða tegund), gírkassinn er yndislegur (sérstaklega miðað við Golfinn) og sándið á efri snúningum

gaman að leyfa þessu að snúast.
Viðbragð fyrir ofan 140 km er meira en á Golfinum, en hann virkar ekki eins vel fyrir neða sirka 100 km og Golfinn.
Það er ekkert LSD, en ekki stórmál að redda því hér - kostar um 300 euro, myndi líklega reyna að bjarga því fyrir veturinn.
Ég þarf líka að kaupa nýtt badge á húddið og má vel vera að ég kaupi eitthvað annað en BMW (fer eftir hvaða pælingum maður verður í í framtíðinni) - nema ég ákveði að gera hann aðeins hógværari og taki af honum augabrúnirnar og spacerana (ef hægt)
Það er búið að taka úr aftursvuntunni á honum fyrir DTM stútum sem fylgja með og ég hata þá

en eitthvað verð ég að gera til að fylla í "gatið"... kannski ég láti þá vísa til hliðar
Ég tók nokkrar myndir í gær sem ég á eftir að hlaða inn (þessar eru frá fyrri eiganda)...
Bíllinn er alls ekki gallalaus, það er steinkast á frambrettunum (útaf german style) sem þarf að bletta í... dældir eftir hurðaskelli og svona eitt og annað, en overall er hann þéttur og góður og ber þess merki að hafa fengið góða aðhlynningu.