bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Minn BMW ferill.. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=13577 |
Page 1 of 1 |
Author: | Ívar/320i [ Sun 22. Jan 2006 03:11 ] |
Post subject: | Minn BMW ferill.. |
BMW áhuginn kviknaði í kringum 1995 þegar ég hóf leit að mínum fyrsta bíl, var ætlunin að kaupa BMW E-30 bíl 318 Ekki varð þó af því og ók ég um á Toyotum fyrstu árin en fyrstu alvöru bílakaupin voru í þessum BMW 320i E36 bsk. árgerð 1993, fluttur inn fyrir mig og fyrst skráður hér heima í október 1999. Frábært eintak, kom frá Frankfurt eða nágrenni að mig minnir, var þá keyrður rúm 140.000 innfluttur af Walter Unnarssyni sem var í innflutningi frá þýskalandi á þessum tíma.. . Lítill búnaður en ofboðslega fallegur, þéttur og skemmtilegur bíll. Lét samlita hann á Selfossi. Seldi hann svo með trega vegna íbúðarkaupa í febrúar 2002 þá var hann keyrður rúm 170.000 Seldist vestur í Borgarnes. ![]() Svo leið og beið og í júlí 2004 keypti ég 320i Steptronic E-46 af Heklu. Leður, viðarklæðning, glerlúga, aðgerðarstýri, cruise control, 17" felgur, og margt fleira!! Geggjað eintak, minn drauma bimmi, ![]() |
Author: | Kristjan PGT [ Sun 22. Jan 2006 17:27 ] |
Post subject: | |
Gríðarlega fallegur E46. Svolítið mikið fyrir 320? ![]() |
Author: | Ívar/320i [ Mon 23. Jan 2006 14:47 ] |
Post subject: | 320 |
320 er málið!! Reynsluók 318i ´04 ek.16.ooo hjá B&L í haust. Svipaður í hestöflum en vantaði uppá ,,sándið" fannst mér. Eyðslan í 2.0 6cyl er líka alveg innan marka. (Samt engir fordómar gagnvart 4cyl...) minn er oftast með um 10lítra.. niður í ca 8 og upp í 12 ... held að ég sé ekkert að ýkja... |
Author: | Jón Ragnar [ Mon 23. Jan 2006 17:35 ] |
Post subject: | |
Ættir að testa að eiga eitthvað með stærri vél ![]() E46 330i! |
Author: | ///MR HUNG [ Tue 24. Jan 2006 01:05 ] |
Post subject: | |
Jón Ragnar wrote: Ættir að testa að eiga eitthvað með stærri vél Ertu að meina að hann eyði miklu?
![]() E46 330i! 328 bíllinn sem ég átti var að eyða heimskulega litlu. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |