Nýji bíllinn er E46M3 Cabrio
Fleiri :
hér
VIDEO
-01/03 skráður
-2 eigendur
-þjónustubók og nýkomin úr Inspection.
-Navigation
-Harman-karton hljóðkerfi
-6Gíra manual kassi
-Carbon svartur með svörtu leðri.
-19” felgur og Michelin Pilot sports dekk
-17” orginal M3 vetrarfelgur
Orginal er bílilnn 253kw en þessi hefur verið tjúnaður í 280Kw með nokkrum breytingum.
1. CSL style Carbon-fiber Airbox
2. Digi-Tec CSL-based ECU
3. Pústkerfi frá Bastuck með 76mm endastútum
Bíllinn hreinlega spýtist áfram, hann er reyndar soldið slow off the line (0-50km hraða) en eftir það hreinlega skýst hann í 200+.
Ég finn ekkert fyrir því að þessi bíll sé Cabrio, nema þegar ég keyri í gegnum göng á botngjöf eða þota flýgur fyrir ofan mig. Bíllinn er rock solid, finn ekkert flex í honum í begjum. Eins og ég sagði annarstaðar þá líður mér eins og ég sé að keyra “baby” E39M5, þó það sé ekkert baby við vinnsluna, já eða hávaðan.
Hann er gríðarlega nákvæmur í akstri, og stýrir mjög vel inn í begjur. Strut brace að framan gæti hjálpað til við það. Bremsurnar (boraðar að framan og aftan) eru virkilega traustar. Smooth en samt aggressive. Eða eins og konan orðaði það "ég hreinlega elska bremsurnar á BMW" eftir að hafa ekið VW Passat V6TDI í viku.
Hljóðið í honum er something else! Hann malar ljúft í idle, urrar aðeins á mann í rólegum akstri, en um leið og maður slammar petalan lengst til hægri alveg niður þá vaknar ljónið. Hann gersamlega öskrar eins og eighties glitzrokkari með vískírödd. Þeir sem hafa horft á onboard videos úr CSL vita hvað ég meina. Soundið er hreinlega þannig að maður þarf að klípa um kónginn til að væta ekki brækurnar úr æsingi.
Blæjan er mjög þétt og að sjálfsögðu er afturrúða úr gleri með hitara. Það tekur ekki nema 20sek að fella hana, og 20sek að reisa. Ekkert þarf til nema “push of a button”
Skottið er mjög stórt, sennilega nógu stórt til að bera golfsett. Plássið afturí dugar vel fyrir 2 fullorðna.
Ég er búinn að reyna við nokkrar begjur og hringtorg en hef ekki fundið ballance ennþá, enda bara búinn að keyra bílinn í viku.
Bíllinn var keyptur í Hamborg af Gmbh dealer og var hann ekki sá ódýrasti á mobile, enda vildi ég fá góðan bíl með góða sögu og eitthvað af aukagoodies.
Smári aðstoði mig við kaupin og kann ég honum þakkir fyrir, allt stóðst eins og fyrri daginn.
Fljótlega ætla ég að fara á honum á Hringinn og taka upp video.