bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Heimsókn hjá SAEMA
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=1337
Page 1 of 2

Author:  Alpina [ Fri 25. Apr 2003 20:22 ]
Post subject:  Heimsókn hjá SAEMA

Var hjá SAEMA á s.1. og var hann að gera E-24 635 csi klárann
og verð ég að segja að þetta er EKKI ljótur bíll,,
Það sem kom skemmtilegast á óvart var hljóðið í M-30 vélinni,,,,,,,,,,,,,,

frekar öflugt ........(((((((enda búinn að setja öðru-vísi kerfi undir bílinn

flott hljóð)))))))))))))) og glæsilegur bíll

Sv.H

Author:  Logi [ Fri 25. Apr 2003 20:49 ]
Post subject: 

Ég verð að viðurkenna það að ég er farinn að hlakka til að sjá þennan bíl með berum augum! Nógu flottur er hann á myndum!

Author:  saemi [ Fri 25. Apr 2003 23:38 ]
Post subject: 

Takk fyrir það Sveinbjörn. Ég er ekkert smá glaður að vera kominn á gripinn. Fór með hann í skoðun í morgun og náði að kría út 04 miða :lol:

En eins og ég sagði við þig, þá er mjög töff hljóðið í V8 vélununum, eins og í þínum 530i.. þó svo að það kannski heyrist ekki eins mikið í þeim original á ferð eins og mínum.

Búinn að bóna gripinn og allez, bara verst að geta ekki komist í kvöld, er alltof ölvaður eftir matarboðið til að geta keyrt :wink: Svona er að drekka rauðvín með matnum og fá sér koníak á eftir .. hehe

Jæja, við sjáumst allavega á B&L samkomunni félagar.

Sæmi

Author:  Benzari [ Mon 28. Apr 2003 05:46 ]
Post subject: 

Er blái 745 bíllinn nokkuð á leiðinni til landsins?

Author:  saemi [ Mon 28. Apr 2003 09:14 ]
Post subject: 

Ekkert planað, en maður er alltaf með það í bakhöndinni. Annars þarf ég að fara að skreppa út og gá hvort hann er ekki örugglega ennþá úti á flugvellinum :roll:

Hann er búinn að standa það síðan í lok febrúar....

Sæmi

Author:  bebecar [ Mon 28. Apr 2003 09:38 ]
Post subject: 

Það er gott að heyra að Sæmi sé á leið á göturnar með sexuna - að mínu mati fallegasti bíllinn í klúbbnum.

Author:  saemi [ Mon 28. Apr 2003 09:52 ]
Post subject: 

Jámm, sexan er komin á götuna... :lol: :lol: :lol:

ég er sko glaður maður núna.. og veðrið marrr!

Sæmi skælbrosandi

Author:  Haffi [ Mon 28. Apr 2003 13:44 ]
Post subject: 

Það kom nú smá umræða á síðustu samkomu og skella sér bara til sæma í matarboð :)

Author:  gstuning [ Mon 28. Apr 2003 14:49 ]
Post subject: 

Það verður einhver að hosta grillveislu í sumar, það er bókað mál, öll gatan full af bimmum það væri kúl, :)

Author:  Djofullinn [ Mon 28. Apr 2003 14:52 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Það verður einhver að hosta grillveislu í sumar, það er bókað mál, öll gatan full af bimmum það væri kúl, :)

Já það væri kúl! Þú sérð bara um það :D

Author:  arnib [ Mon 28. Apr 2003 15:37 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Það verður einhver að hosta grillveislu í sumar, það er bókað mál, öll gatan full af bimmum það væri kúl, :)



Snilldar hugmynd! :)

Author:  saemi [ Mon 28. Apr 2003 16:34 ]
Post subject: 

Já, frábær hugmynd.

Ég á heima hjá MS, við bara fyllum planið þar í sumar, allir hvort eð er í sumarfríi! svo bara grillchill!

Sæmi

P.S. ég ætla að fara að grilla á eftir...

Author:  bjahja [ Mon 28. Apr 2003 16:41 ]
Post subject: 

Það væri algjör snilld, heilt bílastæði af flottum bimmum. Mig er bara farið að hlakka til :lol:

Author:  uri [ Mon 28. Apr 2003 18:46 ]
Post subject: 

EN svo við tölum um bílinn hans sæma, Á hvaða felgum er hann núna??

Author:  bjahja [ Mon 28. Apr 2003 19:00 ]
Post subject: 

Er hann ekki ennþá á þessum, það ætla ég allavegana að vona þær fara bílnum svo geggjað vel.
Image

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/