bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

e30 325i Cabriolet
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=12649
Page 1 of 2

Author:  Giz [ Thu 24. Nov 2005 15:16 ]
Post subject:  e30 325i Cabriolet

Jæja

Þá er um að gera að kaupa fleiri bíla sem ekki er hægt að keyra vegna búsetu.

Um er að ræða ´90 árgerð af BMW 325i Cab. Umræddur bíll er sjálfskiptur en annars algerlega orginal, sem er eins og það á að vera að mínu viti. Undir honum eru 15" að ég held BBS Basket felgur, hann er keyrður tæp 140.000km og er í súper standi. Blæjan er nýleg, ég þekki til bílsins þannig að ekkert risk og hef keyrt hann þónokkuð og hann er mega þéttur. Leðrið er svart og í fínu standi.

Þannig er að nágranni minn í Frakklandi átti þennan bíl og ég var búinn að nauða í honum í rúmt ár að selja mér hann en ekkert gekk. Síðan fæ ég allt í einu meil í vikunni þar sem hann spyr hvort ég sé ennþá heitur, síðan er aðeins nöldrað um verð að sið Frakka en ég held að allir séu sáttir við útkomuna.

Eins og ég segi þá er bíllinn súper að öllu leyti. Þetta er líka mjög hentugt þar sem hann stendur í götunni okkar í Frakklandi og bíður bara þar eftir mér. Ég kíki á hann í Desember og krúsa aðeins á honum næsta sumar. Sé til hvort sjálfskiptingin fer mikið í taugarnar á mér, ef svo er skipti ég henni kannski út fyrir bsk, en ekkert viss. Einnig væri ég til í Alpina sumarfelgur, en that´s it.

Held það sé ekki meira í bili.

Nokkrar lélegar myndir:

Image
Image
Image
Image
Image

Eins og kannski má sjá er bílinn að mínu viti rosalega fallegur og betri held ég en gamli e30 cabinn sem ég átti einu sinni. Ég held ég sjái til með skiptinguna, lækki hann kannski aðeins samkvæmt tillögu Ingvars og haldi hreinlega þessum felgum, mjög fallegar finnst mér.

G

Author:  Jss [ Thu 24. Nov 2005 15:18 ]
Post subject: 

Virkilega snyrtilegur bíll að sjá, til hamingju með þetta.

Author:  gunnar [ Thu 24. Nov 2005 15:33 ]
Post subject: 

Mjög fallegur, innilega til hamingju.

Ert greinilega smekksmaður á bíla 8)

Author:  arnibjorn [ Thu 24. Nov 2005 15:34 ]
Post subject: 

Hawt! :D Ég er að fíla þennan lit!
Til hamingju! :P

Author:  bebecar [ Thu 24. Nov 2005 16:39 ]
Post subject: 

Gísli er smekkmaður.... PUNKTUR! Hann hefur verið það frá því ég man eftir honum, yfir 20 ár!

En þessi bíll er virkilega fallegur, algjörlega clean. Við Gísli höfum spjallað um þennan bíl af og til frá því Gísli spurði nágrannan hvort hann vildi selja. Spurningin er bara sú hve mikið mál er að setja BSK í hann, væri gaman ef einhver nennti að kommenta á það.

Svo stakk Svezel upp á því að halda felgunum og ég er eiginlega sammála því - lækka bílinn jafnvel um 2cm og fá BSK og þá er hann bara PERFECT!

Author:  gunnar [ Thu 24. Nov 2005 16:44 ]
Post subject: 

Ég er alveg sammála með felgurnar.. En ég er ekki viss með sjálfskiptinguna, fyrst þessi bíll er svona ótrúlega clean og orginal þá hugsa ég að ég myndi bara halda honum þannig... En það er bara ég.

Author:  bebecar [ Thu 24. Nov 2005 17:47 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Ég er alveg sammála með felgurnar.. En ég er ekki viss með sjálfskiptinguna, fyrst þessi bíll er svona ótrúlega clean og orginal þá hugsa ég að ég myndi bara halda honum þannig... En það er bara ég.


Já, það er svona að hafa original genin í sér - ég skil það sjónarmið alveg.

Author:  Logi [ Thu 24. Nov 2005 18:19 ]
Post subject: 

Mjög smekklegur bíll, sem yrði mjög 8) með smá lækkun!

Author:  aronjarl [ Thu 24. Nov 2005 19:19 ]
Post subject: 

Váá, þetta er rosalega flott blæja :shock:

gaman að segja frá því ----- ég fýla þennan lit mjööög vel spes og flottur 8)

til hamingju með þetta..!


kveðja...

Author:  Jónki 320i ´84 [ Thu 24. Nov 2005 21:07 ]
Post subject: 

Þetta er ótrúlega clean bíll.
Halda honum orginal að mínu viti, kemur ótrúlega vel út 8)
Til hamingju með kaupin :wink:

Author:  Alpina [ Fri 25. Nov 2005 17:01 ]
Post subject: 

Þetta er ,,,,,,,BARA flottasta blæja .......EVER

ótrúlega glæsilegur bíll,,hreint engum líkur,,
ALLS EKKI breyta á neinn hátt.....gjörsamlega mergjaður að mínu mati

Author:  ta [ Fri 25. Nov 2005 17:37 ]
Post subject: 

flottur, hafa hann svona , nema kannski
eitt atriði, ég hef sagt það áður.
ég vil hafa hauspúða afturí.
Image

Author:  Logi [ Fri 25. Nov 2005 17:55 ]
Post subject: 

Sammála með hauspúðana, það myndi fullkomna lúkkið!

Author:  IvanAnders [ Fri 25. Nov 2005 17:57 ]
Post subject: 

Ef að þessi er ekki retro að þá veit ég ekki hvað retro þýðir! :D

Tjúllaður! 8)

Author:  arnib [ Fri 25. Nov 2005 18:26 ]
Post subject: 

Verulega glæsilegur bíll!

Til hamingju :D

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/