bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 320ia E36 coupe ///M-Tech
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=12353
Page 1 of 1

Author:  Halli Smil3y [ Thu 03. Nov 2005 17:48 ]
Post subject:  BMW 320ia E36 coupe ///M-Tech

Ekki það að það þurfi mikið info um bílinn þar sem það má finna hann á bíl mánaðarins svæðinu en eitthvað smá er alltaf gott. Það verður ekki mikið fiktað í honum í vetur þar sem ég hef ekki aðgengi að bílskúr eins og stendur en það eru alveg hugmyndir komnar til að rigga honum aðeins til næsta sumar, þó skortir mig fleiri hugmyndir, þannig ef þið hafið eitthvað comment eða uppástungu þá er öllu vel tekið. (ætla ekki að messa í "aðal" lúkkinu he´s perfect)

Lúkkið:
Sama kitt og E36 M3 bílarnir(94´), framstuðara (með front lip spoiler), sílsalista, afturstuðara, hliðarlista, spegla, M-tech fjörðun og kemur hann svona beint úr factory. Svo kom hann líka með flækjum og stærra pústi en ég veit ekki hve mikið auka hö ég er að fá út á það amk eyðir hann aðeins meira með því og á 18" M5 replicum en næsti e36, svo fær maður allt annað hljóð úr honum sem ég persónulega fíla helviti vel. Eins og stendur er hann á 16" original felgunum og tekur sig ágætlega út.

Vél:
M50B20 L6 (vanos kerfi)
2000cc
150hö ?

Svo var auðvitað gert fínasta myndband af bílnum, þökk sé fyrrverandi eiganda og kraftinum, það er hérna svo var ég og félagi minn að fá þann smell í hausinn að gera "winter sport video", hafa smá action í því ;) það er allt í vinslu.

Myndir:


Image

Image

Image

Image

Image

Image


Takk fyrir mig , í bili :wink:

Author:  Aron Andrew [ Thu 03. Nov 2005 17:50 ]
Post subject: 

8) Töffari...

Var þessi ekki á Akureyri?

Author:  Halli Smil3y [ Thu 03. Nov 2005 17:54 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
8) Töffari...

Var þessi ekki á Akureyri?


jú hann VAR þar :twisted: , komin í bæinn til að vera í ágætan tíma

Author:  bebecar [ Thu 03. Nov 2005 17:58 ]
Post subject: 

Geðveik flugvél :shock:

Bíllinn ekki slæmur heldur :wink:

Author:  vallio [ Thu 03. Nov 2005 22:01 ]
Post subject: 

SVOOO FALLEGUR BÍLL MAÐUR...

take good care of it for me..........

Author:  Jss [ Thu 03. Nov 2005 22:37 ]
Post subject: 

Mjög fallegur bíll, er líka mjög hrifinn af litnum á honum.

Author:  Einsii [ Thu 03. Nov 2005 22:50 ]
Post subject: 

Jss wrote:
Mjög fallegur bíll, er líka mjög hrifinn af litnum á honum.

Þessi er fallegri en avus blár að mínu mati.

Author:  Halli Smil3y [ Fri 04. Nov 2005 00:34 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
Jss wrote:
Mjög fallegur bíll, er líka mjög hrifinn af litnum á honum.

Þessi er fallegri en avus blár að mínu mati.


Það er einmitt mjög skemmtilegt að sjá litaskiptin í honum, sólin dregur fram fjólubláa litinn, virkar heldökkur á kveldin og blár í skýuðu veðri.

Author:  HPH [ Fri 04. Nov 2005 02:44 ]
Post subject: 

flottur hjá þér Halli 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/