bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
jæja spjallverjar! *UPDATE 13 DES '05 BLS 3* https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=12156 |
Page 1 of 4 |
Author: | Siggi H [ Thu 20. Oct 2005 19:24 ] |
Post subject: | jæja spjallverjar! *UPDATE 13 DES '05 BLS 3* |
þá loksins er þetta að skríða saman hjá mér.. fékk loksins rétta settið í skiptinguna og náði næstum að klára að setja hana saman í dag! það er bókstaflega allt nýtt í skiptingunni. hérna kem ég með nokkrar myndir af stöffinu, tek svo fleiri seinna þar sem myndavélin var orðin full. og ég get sagt ykkur það að þetta er BARA vesen að standa í þessu.. en hinsvegar stend ég mig vel og klára þetta svo ég geti farið að vinna í öðru í bílnum! einsog sést þá eru diskarnir gömlu alveg.. handónýtir! og á einni mynd sést að það er eiginlega bara ekkert eftir að nokkrum diskum.. en sem betur fer var ekkert skemmt inní skiptingunni.. olían var frekar ógeðsleg og mikið af tætlum úr diskunum var þar líka! vona að þið hafið gaman af þessu í bili þangað til ég kem með fleiri myndir (þið sem hafið áhuga) nýja settið.. nema sést ekkert í nýju diskana því þeir eru undir ![]() ein af fremstu kúplingunum ![]() sama stykkið nema diskarnir hinumeginn ![]() allt í drasli þegar ég byrjaði að vinna í þessu í dag. en týndi þó engu ![]() öftustu diskarnir, einsog þið sjáið þá er ekkert eftir af þeim. ![]() ventla systemið ![]() ventla systemið, byrjað að setja saman ![]() næstum allt komið inní skiptinguna ![]() húsið sjálft með diskunum inní ![]() hún er nú ekki stór þegar búið er að rífa hana gjörsamlega í spað! ![]() næstum búið að setja saman mynd 1 ![]() næstum búið að setja saman mynd 2 ![]() p.s. þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að gera við í bíl! en mér finnst þetta bara gaman og ég lærði margt af þessu! fleiri myndir seinna ![]() Kv. Sigurður |
Author: | fart [ Thu 20. Oct 2005 19:34 ] |
Post subject: | |
GoodJob man! |
Author: | gunnar [ Thu 20. Oct 2005 19:54 ] |
Post subject: | |
DIY rúles... Ef maður hefur tíma og nennu í þetta þá er það rosalega gaman Skipti einmitt um vatnskassa hjá mér um daginn, þurfti að færa olíukælinguna fyrir sjálfskiptinguna á milli og svona. Gaman þegar þetta er búið.. Algert möst líka að vera með nóg af bjór þegar maður er að þessu ![]() |
Author: | Siggi H [ Thu 20. Oct 2005 19:55 ] |
Post subject: | |
öss.. ég verð alltaf svo fullur að ef ég hefði haft bjór þá hefði ég örugglega snúið öllu vitlaust inní skiptingunni ![]() |
Author: | saemi [ Thu 20. Oct 2005 20:09 ] |
Post subject: | |
Flott hjá þér! Ég bíð spenntur eftir að heyra hvort hún virkar (ekki það að ég sé að efast), þetta er svo mikið nákvæmnisverk, það má lítið út af bera til að ekkert gerist þegar sett er í D eftir svona dæmi ![]() |
Author: | oskard [ Thu 20. Oct 2005 20:22 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Flott hjá þér!
Ég bíð spenntur eftir að heyra hvort hún virkar (ekki það að ég sé að efast), þetta er svo mikið nákvæmnisverk, það má lítið út af bera til að ekkert gerist þegar sett er í D eftir svona dæmi ![]() akkúrat! þetta er mjög spennandi |
Author: | bimmer [ Thu 20. Oct 2005 20:30 ] |
Post subject: | |
Respect fyrir að leggja í DIY í þessum styrkleikaflokki! |
Author: | IvanAnders [ Thu 20. Oct 2005 20:42 ] |
Post subject: | |
MASSA respect fyrir þetta!!!! en smá forvitni, er eitthvað af nýju íhlutunum á gólfinu ![]() ![]() |
Author: | Siggi H [ Thu 20. Oct 2005 20:48 ] |
Post subject: | |
nei það er ekkert af nýju hlutunum á gólfinu. en þetta ætti ekki að gera neitt annað en að virka þar sem það eru nú alveg 4 bifvélavirkjar þarna í kringum mig til að aðstoða mig við það sem mig vantaði. en þetta var bara sett nákvæmlega eins saman og það var tekið í sundur.. eina sem ég myndi sjá erfitt með að fá til að virka ef ég vissi ekkert um sjálfskiptingar þá væri það ventlasystemið.. en það er það viðkvæmasta af öllu í þessu. 3 pínulitlar kúlur sem maður má ekki týna. en það eru nýjar kúlur í því og nýjar skífur og allt á réttum stað þannig ég sé ekki frammá annað en að þetta eigi eftir að virka fínt. |
Author: | saemi [ Thu 20. Oct 2005 22:20 ] |
Post subject: | |
Siggi G wrote: nei það er ekkert af nýju hlutunum á gólfinu. en þetta ætti ekki að gera neitt annað en að virka þar sem það eru nú alveg 4 bifvélavirkjar þarna í kringum mig til að aðstoða mig við það sem mig vantaði. en þetta var bara sett nákvæmlega eins saman og það var tekið í sundur.. eina sem ég myndi sjá erfitt með að fá til að virka ef ég vissi ekkert um sjálfskiptingar þá væri það ventlasystemið.. en það er það viðkvæmasta af öllu í þessu. 3 pínulitlar kúlur sem maður má ekki týna. en það eru nýjar kúlur í því og nýjar skífur og allt á réttum stað þannig ég sé ekki frammá annað en að þetta eigi eftir að virka fínt.
Ég skil, en ég veit nefnilega um einn DIY gæja sem er vandvirkur og klár sem var að gera svona ... og skiptingin gerði ekki rassgat þegar allt var komið í og sett í gang ![]() En ég veit hvernig tilfinning þetta er að gera þetta sjálfur þegar maður veit ekki til þess að neitt hafi klikkað. Vona bara innilega að þetta takist, hitt er svo hræðilega leiðinlegt. Annars held ég að þetta sé einn af örfáum hlutum sem ég hef ekki lagt í sjálfur við að taka sundur og setja saman. |
Author: | Kristjan [ Thu 20. Oct 2005 22:27 ] |
Post subject: | |
Góður! Nú skulum við bara bíða spenntir eftir því hvort þetta sé A-OK. Vonum bara það besta. ![]() |
Author: | Djofullinn [ Thu 20. Oct 2005 22:54 ] |
Post subject: | |
Þvílíkur dugnaður! Flott hjá þér að gera þetta sjálfur. Vonum að þetta virki eins og það á að gera ![]() |
Author: | Siggi H [ Sun 23. Oct 2005 03:49 ] |
Post subject: | |
skil ekki þessar áhyggjur í fólki! þetta á bara að virka og hananú! eina sem ætti að valda því að þetta myndi ekki virka er ventlakerfið sjálft eftir því sem sérfræðingar "seigja" mér.. og það er alveg þokkalega rétt sett saman! svo á ég eftir að setja angel eyes ljósin og svona stufferí.. svo nátturlega tek ég og bóna kvikyndið eftir það og sýni ykkur myndir svo þið getið sett útá hann ![]() |
Author: | Schnitzerinn [ Sun 23. Oct 2005 10:21 ] |
Post subject: | |
Úfff, ég tek ofan fyrir dugnaðinum í þér maður !!! Vel að verki staðið ![]() |
Author: | Siggi H [ Tue 25. Oct 2005 19:15 ] |
Post subject: | |
jæja þá fer ég á morgun og klára þetta dæmi! og já svona til þeirra sem vilja vita þá var pabbi eitthvað að skoða skiptinguna hjá mér eftir að ég setti allt unitið saman og prufaði parkið og alles með skiptiarminum og það virðist allt virka enn sem komið er ![]() kem með myndir sennilega fyrir helgi eða um helgina |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |