bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E34 uppgerð
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=11742
Page 1 of 1

Author:  Hannsi [ Sun 18. Sep 2005 12:55 ]
Post subject:  BMW E34 uppgerð

Jæja er búinn að vera að braska í því að gera við BMW-inn minn. En þetta byrjaði þegar tveir rokkerarmar brotunuðu og bíllinn drapst! fór með hann í TB og þeir sögðu að það mundi kosta 150K að gera við vélinna eina og sér svo ég sagði fuck it og keyftir bara slípisett sem kostaði mig 11 þús og gerði þetta sjálfur reddaði mér rokkerörmum og gerði þetta sjálfur!

Hér eru nokkrar myndir þegar hún var tekinn í sundur!
Image
Image
Image

Er að bíða eftir að myndavélinn klári að hlaða sig og tek myndir af því hvernig þetta er orðið!


Og já bíllinn rauk í gang! og þetta er firsta vélinn sem ég tek í sundur frá a-ö og set saman frá A-Ö by myself! :P

Author:  gstuning [ Sun 18. Sep 2005 13:04 ]
Post subject: 

a-ö?
Tókstu semsagt sveifarásinn úr líka?
og slípisett kostaði bara 11k?

Annars kúl DIY job

Author:  Hannsi [ Sun 18. Sep 2005 13:09 ]
Post subject: 

já slípisettið kostaði 11K með afslætti ;) og já allt í Vélinni!! gírkassin var látinn vera!enda eru komnir 2-3 mánuðir síðan vélinn var tekinn uppúr! :)

Author:  IvanAnders [ Sun 18. Sep 2005 13:12 ]
Post subject: 

good job :wink: en bíddu, hvað fór nákvæmlega? hvað skiptiru um ?

Author:  gstuning [ Sun 18. Sep 2005 13:13 ]
Post subject: 

316i wrote:
já slípisettið kostaði 11K með afslætti ;) og já allt í Vélinni!! gírkassin var látinn vera!enda eru komnir 2-3 mánuðir síðan vélinn var tekinn uppúr! :)


Hvað fylgdi í slípisettinu?
hvað gerðiru í sambandi við legurnar og svoleiðis á stimplunum og sveifarásnum

Author:  Hannsi [ Sun 18. Sep 2005 13:17 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
316i wrote:
já slípisettið kostaði 11K með afslætti ;) og já allt í Vélinni!! gírkassin var látinn vera!enda eru komnir 2-3 mánuðir síðan vélinn var tekinn uppúr! :)


Hvað fylgdi í slípisettinu?
hvað gerðiru í sambandi við legurnar og svoleiðis á stimplunum og sveifarásnum
ég reddaði mér öllu sem mig vantaði hjá Viktori og svo frænda mínum í bænum(legur og fleira)! eina sem var ekki í slípisettinum var pönnupakkninginn!


Og það var rokkerarmar og heddpakkinigin sem fór, og skifti um allar pakkningar og legur!

Author:  Djofullinn [ Sun 18. Sep 2005 13:25 ]
Post subject: 

Þetta er bara virkilega IMPRESSIVE! Svona á að gera hlutina! :clap:

Author:  Valdi- [ Sun 18. Sep 2005 14:32 ]
Post subject: 

Góður 8)

Author:  saemi [ Sun 18. Sep 2005 15:40 ]
Post subject: 

Flott framtak. Alltaf gaman þegar menn eru duglegir og redda sér sjálfir :)

En það sem Gunnir og fleiri voru að fiska eftir, ertu ekki að meina að þú hafir tekið allt í heddinu upp frá A-Ö ??? Vegna þess að það er ekki hægt að fá allar pakkningar og legur fyrir 11 þús nema með svona 70-90% afslætti ;)

Bara svona vinsamleg ábending, vegna þess að þú minntist ekkert á það, notaðir þú gömlu heddboltana aftur?? Það verður nefnilega að setja nýja, þeir togna við hersluna og er ekki hægt að nota aftur. Annars áttu á hættu að heddpakkningin fari mjög fljótlega.

Góð byrjun annars, congrats :)

Author:  Hannsi [ Tue 20. Sep 2005 17:48 ]
Post subject: 

jæja Kraftsmenn Það er smá problem!
kúplinginn nær engum þrýstingi!! búinn að pumpa loftið af náði þrýstingi í smá stind en svo bara ekkert!

Eitthverjar hugmyndir hvað er að!!

Author:  saemi [ Tue 20. Sep 2005 17:56 ]
Post subject: 

Biluð dæla!

Author:  Hannsi [ Tue 20. Sep 2005 18:01 ]
Post subject: 

og hvað kosta dælan?

Author:  gstuning [ Wed 21. Sep 2005 00:57 ]
Post subject: 

316i wrote:
og hvað kosta dælan?


Checkaðu bara í TB

Author:  Bjarki [ Wed 21. Sep 2005 08:36 ]
Post subject: 

það er hægt að kaupa repair kit í bæði dæluna og þrælinn, mjög svipað og þegar maður kaupir sett í bremsudælur.

Author:  gstuning [ Wed 21. Sep 2005 09:21 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
það er hægt að kaupa repair kit í bæði dæluna og þrælinn, mjög svipað og þegar maður kaupir sett í bremsudælur.


ég hef keypt og sett í bremsu master, það kostaði 2800kr í Stillingu,

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/