bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW E39 530D https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=11578 |
Page 1 of 3 |
Author: | Kull [ Sun 04. Sep 2005 16:55 ] |
Post subject: | BMW E39 530D |
Mér bauðst þessi bíll á góðum kjörum frá B&L og ákvað að skella mér hann. Þetta var svosem ekkert planað en þetta hefur verið einn af mínum draumabílum lengi og stóðst ég ekki freistinguna. Bíllinn er fyrst skráður 22.09.2000 og var fluttur inn af B&L. Ég er þriðji eigandi. Hann er keyrður 113.000 og er mjög þéttur og fínn. Vélin er 2926cc línu sexa með 184 hestöfl og 390 NM tog. Helstu hlutir: Cosmosschwarz Metallic Beinskiptur Svart leður 16" álfelgur Gler topplúga Þokuljós Loftkæling Spólvörn Cruise control Business CD Það er alveg draumur að keyra hann, endalaust tog í öllum gírum. Ég skrapp aðeins útur bænum og bíllinn er bara þægilegur í langkeyrslu, ekkert að skipta niður til að taka frammúr, síðan setti ég bara cruisið á og sveif áfram. Svo er eyðslan auðvitað stærsti plúsinn við diesel, tölvan segir 8.6L á hundraðið sem ég held að sé nokkuð nákvæmt. Ég hef ekki mælt ennþá enda bara keyrt 450km síðan ég fékk hann, ennþá um hálfur tankur eftir ![]() Næst á dragskrá er að sprauta húddið enda er það nokkuð steinbarið. Síðan er það facelift pakkinn, þ.e. Angel eyes ljós að framan og Celis led ljós að aftan, með hvítum stefnuljósum auðvitað. Líklega fæ ég mér líka Xenon en á eftir að skoða það aðeins. Síðan er ég að skoða tuning möguleika en er ekki alveg viss hvað ég geri í þeim málum. Nýtt 25.10.06 Ég er búinn að gera flest allt sem ég var að pæla í þegar ég fékk bílinn. Ég keypti facelift pakkann í TB og Dr.E31 og Svezel hjálpuðu mér að skipta um ljósin. Nonnivett sprautaði fyrir mig húddið og lip spoilerinn, sem Sæmi reddaði. Síðan var Bæring að selja original M5 felgur á svo góðu verði að ég stóðst ekki mátið og skellti mér á þær. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Eggert [ Sun 04. Sep 2005 17:02 ] |
Post subject: | |
Fallegur bíll ![]() Líklega ákjósanlegasti kosturinn í E39 í dag; beinskipt, leður, lúga og dísel! Til hamingju með gripinn. |
Author: | Djofullinn [ Sun 04. Sep 2005 17:51 ] |
Post subject: | |
Eggert wrote: Fallegur bíll
![]() Líklega ákjósanlegasti kosturinn í E39 í dag; beinskipt, leður, lúga og dísel! Til hamingju með gripinn. What he said ![]() |
Author: | bebecar [ Sun 04. Sep 2005 18:21 ] |
Post subject: | |
SENSIBLE en samt með POWER ![]() Það er þvílíkt power í þessum vélum - nokkuð sem ég væri alveg til í að eiga. |
Author: | Svezel [ Sun 04. Sep 2005 18:39 ] |
Post subject: | |
Glæsilegur! ![]() Vel valið ![]() |
Author: | Dr. E31 [ Sun 04. Sep 2005 20:45 ] |
Post subject: | |
Stórglæsilegur, Til hamingju! |
Author: | Þórir [ Sun 04. Sep 2005 20:52 ] |
Post subject: | Til hamingju. |
Sæll. Til hamingju, þetta er er greinilega mjög glæsilegur bíll og til hamingju með hann. |
Author: | gunnar [ Sun 04. Sep 2005 22:38 ] |
Post subject: | |
Öshhhh beinskiptur og dísel... Flottur og til hamingju með græjuna. |
Author: | Jónas [ Sun 04. Sep 2005 23:22 ] |
Post subject: | |
Flottur, bara stærri felgur og þá erum við að tala saman ![]() |
Author: | Logi [ Sun 04. Sep 2005 23:34 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með þetta, trúi því vel að þú hafir átt erfitt með að sleppa þessum! |
Author: | Valdi- [ Sun 04. Sep 2005 23:35 ] |
Post subject: | |
Fallegur bíll hjá þér, til lukku með vagninn ![]() |
Author: | jonthor [ Mon 05. Sep 2005 08:05 ] |
Post subject: | |
Gargandi snilld, til hamingju með þetta!! |
Author: | Kristjan [ Mon 05. Sep 2005 09:34 ] |
Post subject: | |
Ég sat í 530d leigubíl fyrir stuttu síðan og þetta heillar mig gríðarlega. Fáránlega mikið tog í þessu |
Author: | BMWaff [ Tue 06. Sep 2005 13:38 ] |
Post subject: | |
Nauhh flottur! ![]() |
Author: | Schulii [ Tue 06. Sep 2005 22:30 ] |
Post subject: | |
Endalausar hamingjuóskir. Diesel Power er alltaf að heilla meira og meira... |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |