bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E39 M5 - '99 Avus Blau - kominn aftur og alveg að klárast https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=11326 |
Page 1 of 214 |
Author: | bimmer [ Fri 12. Aug 2005 23:22 ] |
Post subject: | E39 M5 - '99 Avus Blau - kominn aftur og alveg að klárast |
Jæja, Nú er maður búinn að eiga bílinn í viku og kominn vel á annað þúsund kílómetra ![]() Maður hefur ekki verið í svona fíling síðan maður fékk bílpróf í den, langt síðan maður fór út bara til þess að keyra. Bíllinn er árgerð 1999, fluttur inn nýr af BogL, 3 eigendur á undan mér. Aksturinn var aðeins 58.500 km. þegar ég tók við honum. Hér koma nokkrar myndir: ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() MOD #01 Setti í bílinn Phatbox mp3 box frá Phatnoise. Þetta er græja með 80gb disk sem tengist í staðinn fyrir cd changerinn í skottinu. Maður stýrir þessu í gegnum útvarpstækið í bílnum og takkana í stýrinu. Nokkuð sniðug græja. Hægt að lesa meira um þetta og skoða myndir hér: http://www.phatnoise.com/products/digitalmediaplayers/index.php MOD #02 Supersprint flækjur og race cats, TUBI catback pústkerfi. Active Autowerke CAI og software. Angel eyes og ítalska flautan góða frá Griotsgarage. MOD #03 17" Style 66 vetrarfelgur, 8" að framan, 9" að aftan. Dunlop M3, 235/45 að framan, 255/40 að aftan MOD #04 19" Hamann PG2 felgur, 8.5" að framan, 10" að aftan Bridgestone SO3, 245/35 að framan, 285/30 að aftan MOD #05 UUC 11" kúpling með "ultrasmooth cerametallic" yfirborði UUC 11" létt swinghjól UUC EVO3 shortshift kit MOD #06 Brembo GT bremsur, 355mm framan, 345mm aftan KW Variant 3 stillanleg coilover fjöðrun MOD #07 Angelibright led ljósgjafi fyrir Angel Eyes "MOD" #08 Nýr gírkassi, drifskaft og drif MOD #09 Endurbyggður mótor með stálslífum, hertum stimplum og 10.5:1 þjöppu Tveir Rotrex C30-74 blásarar með sjálfstæðu olíukerfi, Setrab olíkælar Bosch Motorsport spíssar og eldsneytisdæla Front mount intercooler MOD #10 BMW slökkvitæki MOD #11 Strongstrut strutbrace að framan MOD #12 Facelift afturljós og CF listar í innréttingu |
Author: | Mpower [ Fri 12. Aug 2005 23:55 ] |
Post subject: | |
Til lukku með þennan stórglæsilega bíl ![]() |
Author: | srr [ Sat 13. Aug 2005 00:25 ] |
Post subject: | |
Voru ekki fyrrverandi bimmarnir þínir með einkanúmerið ONNO ? |
Author: | bimmer [ Sat 13. Aug 2005 05:51 ] |
Post subject: | |
Jú, á eftir að láta búa til nýjar ONNO plötur. Gömlu plöturnar voru með götum fyrir skrúfur en þessi bíll er með númeraramma þannig að maður vill ekki hafa göt. |
Author: | basten [ Sat 13. Aug 2005 06:09 ] |
Post subject: | |
Þetta er ofboðslega fallegur bíll hjá þér!!! Mér finnst þessi litur líka flottastur á E39 M5 ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Sat 13. Aug 2005 07:49 ] |
Post subject: | |
Súpersvalur bíll, lítið ekinn og mjög flottur litur. Grúví myndir ![]() |
Author: | fart [ Sat 13. Aug 2005 08:03 ] |
Post subject: | |
Þetta eru alvöru bílar! Gerðu mér og öðrum einn greiða. Farðu varlega fyrst um sinn. Þessi bíll er algjört skrímsli. Láttu alveg eiga sig að fikta í DSC fyrstu mánuðina nema á stóru bílaplani eða álíka. Ef þú fílar bílinn núna, þá áttu eftir að elska hann eftir nokkra mánuði. Um leið og þú lærir inn á jafnvægið og takmörk bílsins þá er hægt að gera marga skemmtilega hluti á honum. |
Author: | Djofullinn [ Sat 13. Aug 2005 11:05 ] |
Post subject: | |
Þetta er að sjálfsögðu stórglæsilegur bíll! Innilega til hamingju með þetta ![]() |
Author: | jens [ Sat 13. Aug 2005 11:28 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með bílinn, þessi litur er rosalega fallegur. |
Author: | Svezel [ Sat 13. Aug 2005 11:32 ] |
Post subject: | |
þetta er alvöru! til hamingju með dýrið ![]() |
Author: | iar [ Sat 13. Aug 2005 11:38 ] |
Post subject: | |
Snilldarvagn! Til hamingju. Avusblau-inn er virkilega fagur. ![]() |
Author: | Valdi- [ Sat 13. Aug 2005 11:39 ] |
Post subject: | |
Já ég keyrði einmitt fram hjá bílnum í gær og var að slefa aðeins yfir þessu monsteri ![]() Til hamingju með bílinn ![]() |
Author: | Jss [ Sat 13. Aug 2005 12:00 ] |
Post subject: | |
Stórglæsilegur bíll sem ég var lengi vel að spá í. ![]() Geggjað power og bara gaman að keyra þetta. |
Author: | zazou [ Sat 13. Aug 2005 12:06 ] |
Post subject: | |
Verulega flottur og ALVÖRU. Til hamingju með dýrið. |
Author: | IvanAnders [ Sat 13. Aug 2005 16:11 ] |
Post subject: | |
fart wrote: Þetta eru alvöru bílar!
Gerðu mér og öðrum einn greiða. Farðu varlega fyrst um sinn. Þessi bíll er algjört skrímsli. Láttu alveg eiga sig að fikta í DSC fyrstu mánuðina nema á stóru bílaplani eða álíka. Ef þú fílar bílinn núna, þá áttu eftir að elska hann eftir nokkra mánuði. Um leið og þú lærir inn á jafnvægið og takmörk bílsins þá er hægt að gera marga skemmtilega hluti á honum. Hvaða takmörk eru það? ![]() p.s. laaangflottasti liturinn, 2 thumbs up! ![]() |
Page 1 of 214 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |