bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 540i E34
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=11148
Page 1 of 6

Author:  Schulii [ Sun 24. Jul 2005 13:46 ]
Post subject:  BMW 540i E34

Sælir félagar.

Mér er mikil ánægja að sýna ykkur bílinn sem er núna á leiðinni til landsins með Norrænu.

Um er að ræða svartan E34 540i. Hann er 07/94 og er ekinn rúmlega 160.000km.

Ég hef ekki fengið nákvæmlega upplýsingar um búnaðinn í honum en það sem ég veit:

- rafmagn í rúðum
- rafmagn í speglum
- rafmagn í sætum + minni
- svört leður sportsæti
- topplúga
- cruise control
- sjálfskiptur
- 17" felgur
- shadow line - allt nema nýrun svart.

Bíllinn er með M60B40 vélinni og skilar 286bhp@5800rpm og 400Nm@4500rpm. Hröðunin frá 0-100km/klst er 6.8 sek á sjálfskipta bílnum.

Eitt af því sem er búið að gera við hann er að það er búið að taka BMW merkin af honum og fylla uppí og sprauta svart. Veit ekki ennþá hvaða skoðun ég hef á því. Kemur í ljós seinna hvort ég geri eitthvað í því.

Ég fæ ný afturljós með honum sem ég set á þegar ég fæ hann. Svo þarf að skipta um þokuljós öðru megin að framan.

Ég ætla að láta þetta nægja í bili en pósta update-i þegar ég fæ bílinn. Hann kemur með norrænu núna á fimmtudag! 8)

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  iar [ Sun 24. Jul 2005 14:03 ]
Post subject: 

Þessi er alvöru!!

Til hamingju!

Author:  Helgi M [ Sun 24. Jul 2005 14:09 ]
Post subject: 

Vá þessi er flottur :shock:

Til hamingju :wink:

Author:  einsi [ Sun 24. Jul 2005 14:19 ]
Post subject: 

geðveikur bíll til hamingju!!!!!! :D

Author:  Kristjan [ Sun 24. Jul 2005 15:02 ]
Post subject: 

Þessi er alveg "þvermassaður" og "heeelköttaður"

Author:  A.H. [ Sun 24. Jul 2005 15:09 ]
Post subject: 

GULLfallegur :!:

Fékkstu e-a aðstoð að utan frá Smára eða e-um, eða gerðirðu allt sjálfur?

Author:  saemi [ Sun 24. Jul 2005 15:14 ]
Post subject: 

Sehr geflottur.

Bjarki hefur heldur betur fundið flottan bíl

Author:  Einarsss [ Sun 24. Jul 2005 15:33 ]
Post subject: 

bara flottur :) segi bara til hamingju með vel útlítandi bíl

Author:  Schulii [ Sun 24. Jul 2005 16:53 ]
Post subject: 

Takk kærlega og jú það er Bjarki sem hefur séð um þetta fyrir mig :D

Author:  íbbi_ [ Sun 24. Jul 2005 17:15 ]
Post subject: 

til hamingju! bara flottur

Author:  Þórir [ Sun 24. Jul 2005 17:28 ]
Post subject:  Til hamingju.

Til hamingju.

Þessi er geðveikt flottur!

Author:  Halli Smil3y [ Sun 24. Jul 2005 17:33 ]
Post subject: 

virkilega fallegur, congrat \:D/

Author:  Hannsi [ Sun 24. Jul 2005 18:19 ]
Post subject: 

Flottur!! 8)

En eru ekki frekar fáir 540 E34 hér á landi?? sé allavega lítið af þeim!

Author:  Schulii [ Sun 24. Jul 2005 18:22 ]
Post subject: 

Ég veit um einn sem er leigubíll. En það leynast eflaust einhverjir fleiri, en þeir eru ekki margir held ég.

Author:  Schnitzerinn [ Sun 24. Jul 2005 18:52 ]
Post subject: 

Vááááái :D Hann er virkilega svalur !! 8) Congrats maður ! :clap:

Page 1 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/