bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E30 325 - update bls 14 LSD 11.03.06
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=11045
Page 1 of 14

Author:  Einarsss [ Mon 11. Jul 2005 22:34 ]
Post subject:  E30 325 - update bls 14 LSD 11.03.06

Jæja hér er nýji bíllinn minn :)

Eina sem er að honum ... að mér vitandi er að það þarf að ventla stilla hann.

Það er sama og ekkert ryð, aðeins byrjað í bretta köntunum en ekkert til að hafa stórar áhyggjur af.


planið er vélar swap í vetur, þannig ef einhver á 325 mótor þá má endilega henda á mig EP

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image


p.s á ábyggilega eftir að henda fullt af spurningum á ykkur E30 gaurana soo be aware :twisted:

Author:  srr [ Mon 11. Jul 2005 22:41 ]
Post subject: 

Fyrsta sem ég sé af myndunum.....
BMW + Flugvöllur = Átti Sæmi þennan eitthvað ? hehe

Author:  Benzari [ Mon 11. Jul 2005 22:53 ]
Post subject: 

Flott eintak.

Ráðast á ryðið núna og geyma vélarskiptin aðeins :idea:

Author:  Angelic0- [ Tue 12. Jul 2005 07:53 ]
Post subject: 

Það liggur ekkert á vélarskiptum, njóttu þess að vera með góðan bíl að keyra, þetta flýtur áframn einsog draumur, byrjaðu á að ráðast á ryðið og farðu svo að skipta um allar fóðringar og annað slíkt.

Author:  íbbi_ [ Tue 12. Jul 2005 10:22 ]
Post subject: 

ef ég ætti sona e30 þá myndi ég ráðast á m30 mótor

Author:  Eggert [ Tue 12. Jul 2005 11:15 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
Það liggur ekkert á vélarskiptum, njóttu þess að vera með góðan bíl að keyra, þetta flýtur áframn einsog draumur, byrjaðu á að ráðast á ryðið og farðu svo að skipta um allar fóðringar og annað slíkt.


Ryðið er ekkert í þessum bíl, það er það sem hann meinti. Ég fór að skoðaði gripinn með honum, og það er aðeins ein lítil rispa/skemmd á frambretti, kannski tveir fersentimetrar á stærð, en að öðru leiti er bíllinn einsog nýr!
Ég er sammála því að það væri ekki vitlaust að skipta um allar fóðringar, og svo bara vinna í vélarskiptum í vetur ;)

Author:  IvanAnders [ Fri 15. Jul 2005 09:28 ]
Post subject: 

Sé ég ofsjónir eða er bíllinn keyrður 12x.xxx km ?! :shock: flottur bíll by the way :wink:

Author:  bebecar [ Fri 15. Jul 2005 09:37 ]
Post subject: 

Það er 740 til sölu hér á spjallinu á lítinn pening :naughty:

Author:  Einarsss [ Fri 15. Jul 2005 11:36 ]
Post subject: 

IvanAnders wrote:
Sé ég ofsjónir eða er bíllinn keyrður 12x.xxx km ?! :shock: flottur bíll by the way :wink:


hehe hann er reyndar keyrður 227.xxx, fyrri eiganda datt í hug að fikta í tölunum þegar hann var að skipta einhverjar perur í mæla borðinu :D

Author:  IvanAnders [ Fri 15. Jul 2005 13:20 ]
Post subject: 

einarsss wrote:
IvanAnders wrote:
Sé ég ofsjónir eða er bíllinn keyrður 12x.xxx km ?! :shock: flottur bíll by the way :wink:


hehe hann er reyndar keyrður 227.xxx, fyrri eiganda datt í hug að fikta í tölunum þegar hann var að skipta einhverjar perur í mæla borðinu :D


Þekki svipaðan snilling, gerði sér lítið fyrir og núllaði mælinn barasta :wink: var nú alveg fyrirgefið í ljósi þess að það átti nú ekki að plata neinn, svo var líka EKKERT original í bílnum lengur.

Author:  Einarsss [ Sun 31. Jul 2005 17:37 ]
Post subject: 

þið eruð að tala um að skipta um spyrnur og fóðringar.... hvað þá helst ?mig vantar verkefni á listann til að gera í vetur.

maður er svolítið grænn í þessu þannig að fínt að vita hvað þetta heitir svo ég geti kynnt mér þetta betur ;)

Author:  Einarsss [ Wed 05. Oct 2005 14:23 ]
Post subject: 

Jæja það er búið að redda smá upgrade's :) Búinn að versla m tech sway bars að framan og aftan, auka afturljós ( setti svarta glæru yfir til að dekkja þau), spreyjaði ventlalokið svart með grill spreyi svo það þoli hita og afturdempara ( líklega koni sport) sem kom úr vel stífum e30.

Það sem er á leiðinni til landsins er strut brace framan og aftan, KW framdemparar og eye brows 8)

Ætla mér að setja aftur demparana og swaybar að aftan undir um helgina og svo þegar restin kemur til landsins verður það fljót að fara á bílinn.

Image
Image
Image
Image
Image

Næst á planinu er að redda sér læstu drifi og Breyton body kit.
Hér eru nokkrar myndir af því.

Image
Image
Image
Image

Author:  Djofullinn [ Wed 05. Oct 2005 14:31 ]
Post subject: 

Góðar breytingar ;)

En ég myndi kaupa glæra glæru :lol: og spreyja yfir afturljósin, kemur betur út. Láttu þá glæruna fljóta soldið vel án þess þó að það komi lekar.

Author:  Einarsss [ Wed 05. Oct 2005 14:44 ]
Post subject: 

Jamms ... þau eru hálf mött svona, ég ætla allavega að máta þau á og sjá hvernig þetta lookar

Author:  oskard [ Wed 05. Oct 2005 16:54 ]
Post subject: 

afturdempararnir eru væntanlega bilstein sem þú fékkst hjá árna :)

Page 1 of 14 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/