bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E34 M5
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=10979
Page 1 of 3

Author:  sh4rk [ Sun 03. Jul 2005 01:49 ]
Post subject:  E34 M5

Jæja ég skellti mér í bæinn í gærkvöldi og keypti mér eitt stykki M5 sem þarfnast svolítilla lagfæringa en það er lúfur gangur í honum en ég býst ekki við þvi að ég geri við hann nokkuð, ég nota bara vélina og kassann allavega, en ég reyni að henda inn myndum þegar ég verð búinn að koma bilnum heim

Author:  e30Fan [ Sun 03. Jul 2005 02:10 ]
Post subject: 

hrmph..

nota bara vélina og kassann 0_o

megaúbersúper e30 á leiðinni ? :]

Author:  Eggert [ Sun 03. Jul 2005 06:50 ]
Post subject:  Re: E34 M5

sh4rk wrote:
Jæja ég skellti mér í bæinn í gærkvöldi og keypti mér eitt stykki M5 sem þarfnast svolítilla lagfæringa en það er lúfur gangur í honum en ég býst ekki við þvi að ég geri við hann nokkuð, ég nota bara vélina og kassann allavega, en ég reyni að henda inn myndum þegar ég verð búinn að koma bilnum heim


Keyptiru bílinn af Georg? :shock:

Author:  gstuning [ Sun 03. Jul 2005 12:57 ]
Post subject: 

Siggi kallinn er með BALLS

hans devious plan er frábært, ég fíla það í botn

Author:  Djofullinn [ Sun 03. Jul 2005 14:24 ]
Post subject: 

Hummm hvaða M5 bíll er þetta?

Author:  gstuning [ Sun 03. Jul 2005 14:26 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Hummm hvaða M5 bíll er þetta?


Vandræða M5inn

Author:  Djofullinn [ Sun 03. Jul 2005 14:30 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Djofullinn wrote:
Hummm hvaða M5 bíll er þetta?


Vandræða M5inn

Nú ok var viss um að ég hefði séð hann í umferðinni um daginn með heila afturfjöðrun og augljóslega kúplingu. Það hefur þá væntanlega verið einhver annar :o

Author:  Vargur [ Sun 03. Jul 2005 16:09 ]
Post subject: 

:) Skítt með M5 bílinn, seigðu mér frá e23 732 bílnum, er kannski hægt að lesa eitthvað um hann hér á spjallinu ?

Author:  sh4rk [ Sun 03. Jul 2005 16:20 ]
Post subject: 

ég keypti hann af Georgi. Og ég ætla að stja vélina og kassann í 732 bimmann minn.
ég veit ekki hvort það sé hægt að lesa eitthvað um 732 bimmann minn hérna á spjallinu en ég hendi inn myndum af honum hingað inn þegar hann kemur úr sprautun.
En hann virkar helviti vel og kúplingin verður nokkuð góð á honum þegar alt loftið er farið af kerfinu

Author:  Steinieini [ Sun 03. Jul 2005 20:23 ]
Post subject: 

Smá off topic, veit einhver Eithvað um Alpina E34 sem ég sá uppí breiðholti í dag, einkanúmer á honum, sean eða S-eithvað, frekar sjúskaður að utan, samt slef..... :shock:

Author:  oskard [ Sun 03. Jul 2005 20:25 ]
Post subject: 

Steinieini wrote:
Smá off topic, veit einhver Eithvað um Alpina E34 sem ég sá uppí breiðholti í dag, einkanúmer á honum, sean eða S-eithvað, frekar sjúskaður að utan, samt slef..... :shock:


ég veit að heddið hans er í kistufelli :lol: :lol:

Author:  Eggert [ Sun 03. Jul 2005 21:12 ]
Post subject: 

sh4rk wrote:
ég keypti hann af Georgi. Og ég ætla að stja vélina og kassann í 732 bimmann minn.
ég veit ekki hvort það sé hægt að lesa eitthvað um 732 bimmann minn hérna á spjallinu en ég hendi inn myndum af honum hingað inn þegar hann kemur úr sprautun.
En hann virkar helviti vel og kúplingin verður nokkuð góð á honum þegar alt loftið er farið af kerfinu


Ég var að reyna að falast eftir þessum bíl þar sem hann er vel viðgerðarhæfur. Og verð að segja að mér finnst leiðinlegt að heyra að vélin skuli verða tekin upp og sett í gamla sjöu, bara mitt álit. Er alveg hægt að gera gott úr þessum E34.

Fékkstu hann á góðu verði?

Author:  jens [ Sun 03. Jul 2005 21:17 ]
Post subject: 

Verð að vera sammála, finst að það ætti frekar að gera upp M5 bílinn þetta eru svo svalir bílar og hafa miklu meira gildi heldur en 7a með uber vél og kassa en þessu ræður nátturlega eigandinn.

Author:  Einsii [ Sun 03. Jul 2005 21:23 ]
Post subject: 

E23 með þessari vél er auðvita bara cool 8)

Author:  gstuning [ Sun 03. Jul 2005 21:31 ]
Post subject: 

Siggi er E23 maður og það er ekki til betri vél í bílinn hans heldur enn þessi

mér líst vel á þetta,
Þessi E34 var alveg nógu langt frá því að verða góður fyrir lítið. Á meðan sjöan hans sigga er flottur bíll, ný málaður og pimp.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/