bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 325i e30 '90 M-TechII
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=10746
Page 1 of 14

Author:  Jónki 320i ´84 [ Sun 05. Jun 2005 07:22 ]
Post subject:  BMW 325i e30 '90 M-TechII

Jæja þá er bíllinn loksins kominn á klakann.
Þetta er semsagt 325i sem er delphin metallic á litinn
og er keyrður 167þús. Bíllinn er mjög þéttur og góður og það virkar allt í honum. Hann er 4dyra,shadowline og með topplúgu
Hann mældist í dynoinu á laugardaginn 170,2hö og 223.3nm og er ég mjög sáttur við það. Svo er hann með endakút frá G-Power.
Hann er á Borbet T felgum sem eru 9" breiðar að ég held og dekkin eru af gerðinni Fulda Carat 215/40/zr16 allan hringinn.
Hann er lækkaður 60/40mm og er með strut brace og liggur eins og klessa.
Hann er fluttur inn í gegnum Smára og vil ég þakka honum fyrir mjög góð
vinnubrögð og mæli ég hiklaust með honum.
Á næstunni verður sett á hann M-techII kitt,sportstólar og einnig verður hann filmaður.
Myndir koma bráðlega.
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Kem með fleiri myndir þegar búið er að filma og svoleiðis.
Þá koma myndir innaní og af mótornum.
Og svo þegar m-techII kittið er komið hvort sem það verður á þessu ári
eða næsta 8)

Author:  jens [ Sun 05. Jun 2005 08:06 ]
Post subject: 

Til hamingju með bílinn, hlakka til að sjá myndir af bílnum og sérstaklega felgunum.

Author:  arnib [ Sun 05. Jun 2005 09:43 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll :D

Author:  bebecar [ Sun 05. Jun 2005 11:24 ]
Post subject: 

E30 Revival... það er ekki hægt að segja annað...

Kominn haugur af flottum bílum til landsins og meira á leiðinni... þrátt fyrir að E30 séu dýrir úti 8)

Author:  Logi [ Sun 05. Jun 2005 15:02 ]
Post subject: 

Þetta er mjög fallegur bíll!

Author:  Henbjon [ Sun 05. Jun 2005 16:14 ]
Post subject: 

Logi wrote:
Þetta er mjög fallegur bíll!


Búinn að sjá hann?

Author:  Djofullinn [ Sun 05. Jun 2005 21:35 ]
Post subject: 

Nei fyndið. Þú býrð í sama húsi og ég var að flytja í :lol:
Var einmitt búinn að vera að spá svolítið í 320 bílnum þínum, ætlaði alltaf að spyrja þig útí hann, og þegar ég sá 325 bílinn þá gapti ég! Hann er gífurlega flottur! Borbet T felgurnar gera mikið fyrir hann :wink:
Til hamingju með bílinn!

Ég er á bláa E39 bílnum og oft á grænu Almerunni sem kærastan mín á

Mátt alveg senda mér PM með verð á 320

Author:  Kristjan [ Sun 05. Jun 2005 22:27 ]
Post subject: 

Borbet rúlar. 8)

Til hamingju með gripinn.

Author:  Aron Andrew [ Sun 05. Jun 2005 22:33 ]
Post subject: 

Til hamingju með bílinn!

Author:  Jónki 320i ´84 [ Mon 06. Jun 2005 01:03 ]
Post subject: 

Þakka góð svör og já borbet felgurnar gera mjög mikið fyrir hann.
Er að vinna í að koma myndunum inn verður komið einhverntímann í vikunni.
Hehe það er alveg ótrúlegt hvað þetta er lítið land og já þetta er gullfallegur bíll sem þú ert á djöfullinn.
við þurfum endilega að mæla okkur mót og ræða bara um verðið á 320i bílnum en ég sendi ep um verðhugmynd.

Author:  Jónki 320i ´84 [ Tue 07. Jun 2005 18:37 ]
Post subject: 

Jæja ég verð að játa fávísi mína að það er ekki læst drif í bílnum :cry:
Fór aðeins rúnt með Aroni Jarl í rigningunni í gær og sá það hans er læstur en ekki minn og það sem ég held að hafi verið að rugla mig
er að það er bara miklu meira tog og kraftur í 325 en 320 og því auðveldara að henda rassgatinu aðeins, sem er varla hægt á 320.
Og einnig er drifið í 325 bílnum miklu þéttara og
betra en í mínum gamla 320
Bara þannig að það sé á hreinu :oops:

Author:  Logi [ Tue 07. Jun 2005 20:43 ]
Post subject: 

BmwNerd wrote:
Logi wrote:
Þetta er mjög fallegur bíll!


Búinn að sjá hann?

Jamm á dyno-deginum

Author:  gstuning [ Tue 07. Jun 2005 23:46 ]
Post subject: 

Jónki 320i ´84 wrote:
Jæja ég verð að játa fávísi mína að það er ekki læst drif í bílnum :cry:
Fór aðeins rúnt með Aroni Jarl í rigningunni í gær og sá það hans er læstur en ekki minn og það sem ég held að hafi verið að rugla mig
er að það er bara miklu meira tog og kraftur í 325 en 320 og því auðveldara að henda rassgatinu aðeins, sem er varla hægt á 320.
Og einnig er drifið í 325 bílnum miklu þéttara og
betra en í mínum gamla 320
Bara þannig að það sé á hreinu :oops:


Þá er bara að kaupa sér "the best mod you will ever make"

Author:  Jónki 320i ´84 [ Wed 08. Jun 2005 09:33 ]
Post subject: 

Jebb þarf að gera það
Endilega láta mig vita ef einhver á læst drif :wink:

Author:  bebecar [ Wed 08. Jun 2005 10:43 ]
Post subject: 

Jónki 320i ´84 wrote:
Jebb þarf að gera það
Endilega láta mig vita ef einhver á læst drif :wink:


Það er eitt 3.91 á ebay núna

Page 1 of 14 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/