bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36 316i '95 [ANDREW]
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=10742
Page 1 of 11

Author:  Aron Andrew [ Sat 04. Jun 2005 21:57 ]
Post subject:  E36 316i '95 [ANDREW]

Update 15. feb
ein mynd af bílnum í skíðagallanum :lol:
Image

*Ný mynd* 8)

Image

Hér eru nokkrar myndir af fyrsta BMWinum mínum, sem er 95 árg. af 316i

Image

Image

Image

Svo á meðan ég bíð eftir að fá bílpróf þá ætla ég að setja kastara í þessi tómu göt á stuðaranum, skipta afturljósunum út fyrir hvít og rauð, fá mér glær stefnuljós og svo þarf að sprauta sílsana og laga grjótkast á nokkrum stöðum.

Author:  iar [ Sat 04. Jun 2005 22:08 ]
Post subject: 

Zmekklegur vagn og til hamingju :-)

Þú hefðir átt að líta við í Tb í dag, þeir voru einmitt með þokuljósasett á tilboði.

Hvað heitir þessi litur annars á bílnum?

Author:  bebecar [ Sat 04. Jun 2005 22:08 ]
Post subject: 

Ekki slæmur fyrsti bíll... mundu bara að fara þér hægt :wink:

Author:  Aron Andrew [ Sat 04. Jun 2005 22:10 ]
Post subject: 

Ég var að vinna í dag, en pabbi sótti fyrir mig númeraplöturammana þangað, kíki bara á þokuljósin seinna.

Liturinn heitir BMW moreagrun-metallic minnir mig.

Author:  Eggert [ Sat 04. Jun 2005 22:41 ]
Post subject: 

Já, þú ert gaurinn með góða pabbann.. :lol:

Til hamingju með vagninn, ég vona að hann eigi eftir að reynast þér jafn vel og minn E36.
:wink: 8)

Author:  Aron Andrew [ Sat 04. Jun 2005 22:57 ]
Post subject: 

Eggert wrote:
Já, þú ert gaurinn með góða pabbann.. :lol:


passar :P

Author:  Gunni [ Sun 05. Jun 2005 00:40 ]
Post subject: 

Flottur bíll, til hamingju með hann.
Ekki slæmur fyrsti bíll ;)

Author:  ///Matti [ Sun 05. Jun 2005 02:13 ]
Post subject: 

Til hamingju. :wink:
Byrjar á góðum grunni 8)

Author:  Aron Andrew [ Sun 05. Jun 2005 22:04 ]
Post subject: 

Takk fyrir! :)

En vitið þið hvort er mikið mál að setja takkana fyrir kastarana inn í bílinn?

Author:  Bjarkih [ Sun 05. Jun 2005 22:16 ]
Post subject: 

Er það ekki sami takkinn og þokuljósatakkinn? Gæti náttúrulega verið öðruvísi á E36 en E34 en hjá mér er þetta þannig að þegar hann er á mið-stillingunni þá eru kastararnir á og í efstu kviknar líka þokuljósið að aftan.

Author:  Aron Andrew [ Sun 05. Jun 2005 22:24 ]
Post subject: 

Það er einn takki, sem er þokuljósið að aftan, en svo lítur út eins og það sé hægt að setja annan fyrir kastarana.

Author:  Fieldy [ Sun 05. Jun 2005 23:45 ]
Post subject: 

til hamingju með nýja bílinn
mjög flottur 8)

Author:  Gunni [ Mon 06. Jun 2005 00:36 ]
Post subject: 

Bjarkih wrote:
Er það ekki sami takkinn og þokuljósatakkinn? Gæti náttúrulega verið öðruvísi á E36 en E34 en hjá mér er þetta þannig að þegar hann er á mið-stillingunni þá eru kastararnir á og í efstu kviknar líka þokuljósið að aftan.


Það er öðrvísi í E36. Þar er takki sem maður ýtir á til að fá on/off.
Það er líka sitthvort takkinn fyrir kastarana og þokuljósin.

Author:  Aron Andrew [ Sun 04. Sep 2005 22:09 ]
Post subject: 

Jæja þá er bíllinn orðinn eins og ég vildi hafa hann :D , ég er búinn að setja á hann glær stefnuljós, rauð og hvít afturljós og þokuljós.
Svo er búið að sprauta sílsana og einnig næstum allann framendan og annað sem var illa farið út af grjótkasti

Set nokkrar nýjar myndir með 8)

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image


Hvað finnst ykkur svo?

Author:  gunnar [ Sun 04. Sep 2005 22:38 ]
Post subject: 

MJÖG smekklegur... Og þessi litur er frekar góður

Til hamingju með bílinn.

Page 1 of 11 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/