bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 525iA ´95 (E34) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=10500 |
Page 1 of 2 |
Author: | Zyklus [ Fri 13. May 2005 17:24 ] |
Post subject: | BMW 525iA ´95 (E34) |
Jæja, þá er langþráður draumur orðinn að veruleika, maður er orðinn BMW eigandi. Bílinn var fluttur inn frá Þýskalandi af Georg í Úranus. Ég fékk svo bílinn fyrir einhverjum dögum síðan. Það er algjör draumur að keyra bílinn, maður var búinn að lesa svo mikið um hversu gott er að keyra BMW bíla og það er svo sannarlega ekki orðum aukið! Algjör draumur í akstri! Bíllinn er sjálfskiptur og keyrður tæpa 120.000 Km. Liturinn er Schwarz Metallic. Vélin er 192 HP og þó það sé nú ekkert það kraftmesta í heimi þá skilar vélin bílnum ótrúlega vel áfram. Bíllinn er ótrúlega vel með farinn miðað við 10 ára gamlan bíl og greinilegt að það hefur verið farið mjög vel með bílinn. Bíllinn er reyklaus og fyrri eigandi geymdi hann alltaf í bílskúr þannig að það sést nánast ekkert á bílnum. Það sést ekkert á leðrinu í aftursætunum svo það hefur ekki verið setið mikið í þeim. Allir pappírar voru líka í fullkomnu lagi og allt verið skráð vel og vandlega og var bíllinn alltaf þjónustaður hjá BMW í Þýskalandi. Hér eru svona nokkar myndir. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Ég er nú ekki mikið fyrir það að breyta bílum en það er þó eitt á dagskrá og það er að skipta út stefnuljósunum og setja hvít í staðinn. *edit: Bætti einni mynd við. |
Author: | Logi [ Fri 13. May 2005 17:35 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með fallegan bíl, þú ættir ekki að verða fyrir vonbrigðum með þennan!!! |
Author: | Schnitzerinn [ Fri 13. May 2005 17:52 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með þennan eðal grip ! Já, það breytir mjög miklu að skipta út stefnuljósunum að framan og mér þykir líka flottast að hafa afturljósin "clear" eins og ég var með á gamla mínum (Getur séð það HÉR) . |
Author: | Zyklus [ Fri 13. May 2005 17:57 ] |
Post subject: | |
Schnitzerinn wrote: Til hamingju með þennan eðal grip ! Já, það breytir mjög miklu að skipta út stefnuljósunum að framan og mér þykir líka flottast að hafa afturljósin "clear" eins og ég var með á gamla mínum (Getur séð það HÉR) .
Já, það kemur mjög vel út að hafa svona stefnuljós eins og þú varst með. |
Author: | Hrannar [ Sat 14. May 2005 00:39 ] |
Post subject: | |
Vá hvað þetta er fallegur bíll. Til hamingju með þessi frábæru kaup. ![]() |
Author: | arnib [ Sat 14. May 2005 00:45 ] |
Post subject: | |
Bíllinn lítur mjög vel út! Ég er reyndar ósammála þeim sem segja þér hérna að ofan að þú ættir að skipta um stefnuljós á bílnum! Tilgangur með svoleiðis breytingum er yfirleitt að láta bílinn líta út öðruvísi, og eins og staðan er að verða er hann einstakari með orginal ljósin heldur en með glær ![]() Til hamingju með fallegan bíl! |
Author: | Lindemann [ Sat 14. May 2005 00:52 ] |
Post subject: | |
þessi bíll er alveg ótrúlega CLEAN og á myndunum er þetta bara eins og nýtt! Innilega til hamingju með stórglæsilegan bíl og velkominn í hóp ánægðra BMW eigenda! ![]() |
Author: | Zyklus [ Sat 14. May 2005 03:36 ] |
Post subject: | |
Þakka góð orð! ![]() Quote: Ég er reyndar ósammála þeim sem segja þér hérna að ofan að þú ættir
að skipta um stefnuljós á bílnum! Tilgangur með svoleiðis breytingum er yfirleitt að láta bílinn líta út öðruvísi, og eins og staðan er að verða er hann einstakari með orginal ljósin heldur en með glær Laughing Kannski maður fari bara að þínum ráðum og spari sér 30.000 Kr. Er ekkert "möst" að fá glær stefnuljós en ég ætla að sjá til. |
Author: | Eggert [ Sat 14. May 2005 03:45 ] |
Post subject: | |
HID kitt and then we're talking ![]() ![]() |
Author: | Djofullinn [ Sat 14. May 2005 11:29 ] |
Post subject: | |
Stórglæsilegur ![]() ![]() |
Author: | hlynurst [ Sat 14. May 2005 11:39 ] |
Post subject: | |
Ég er ósammála Árna. Mér finnst það yngja bílinn töluvert að vera með glær stefnuljós. En það er bara mitt álit. Til hamingju með falllegan bíl. ![]() |
Author: | Zyklus [ Sat 14. May 2005 13:21 ] |
Post subject: | |
Þakka aftur góð orð! ![]() Eitt sem ég er að spá í, BMW-merkið framan á bílnum er aðeins slitið, hvað kostar að fá nýtt merki (þetta er nú kannski smásmunasemi en maður vill nú hafa allt tipp topp;))? |
Author: | iar [ Sat 14. May 2005 14:25 ] |
Post subject: | |
Zyklus wrote: Þakka aftur góð orð!
![]() Eitt sem ég er að spá í, BMW-merkið framan á bílnum er aðeins slitið, hvað kostar að fá nýtt merki (þetta er nú kannski smásmunasemi en maður vill nú hafa allt tipp topp;))? 2.304,- hjá B&L (fyrir E36 reyndar en ég býst við að það sé svipað fyrir E34, ef ekki bara nákvæmlega sami hlutur ![]() PS: Flottur bíll! Til lukku með gripinn. |
Author: | Jón Ragnar [ Sat 14. May 2005 14:37 ] |
Post subject: | |
Mjög fallegur E34 finnst vanta á hann glær stefnuljós og kastarana ![]() þá væri hann PERFECT but he´s pretty fucking close til hamingju ![]() |
Author: | arnib [ Sat 14. May 2005 16:35 ] |
Post subject: | |
hlynurst wrote: Ég er ósammála Árna. Mér finnst það yngja bílinn töluvert að vera með glær stefnuljós. En það er bara mitt álit.
Til hamingju með falllegan bíl. ![]() Það er alveg rétt að það yngir bíla upp, það er bara svo mikil synd þegar allir gera sömu breytingarnar! Btw, er ekki V8 húdd/grill á honum ? |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |